Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvenær kemur varanlegur friður í raun og veru?

Hvenær kemur varanlegur friður í raun og veru?

Hvenær kemur varanlegur friður í raun og veru?

„STRÍÐ er einn af föstum þáttum mannkynssögunnar og aukin siðmenning eða lýðræði hafa ekki dregið úr þeim,“ segja Will og Ariel Durant í bók sinni The Lessons of History. „Friður er óstöðugt jafnvægi sem hægt er að varðveita einungis með því að viðurkenna yfirburði eða valdajafnvægi.“

Já, þrátt fyrr ákafar tilraunir hefur varanlegur friður fram til þessa gengið mannkyninu úr greipum. Hvers vegna? Vegna þess að orsakir styrjalda eiga sér langtum dýpri rætur en þau stjórnmála- eða þjóðfélagsátök eða barátta um yfirráðarétt yfir landssvæðum sem við sjáum á yfirborðinu. Will og Ariel Durant segja: „Styrjaldir og samkeppni milli einstaklinga eru sprottnar af sömu hvötum: ásælni, árásargirni og stolti; ásókn í matvæli, land, efni, eldsneyti, yfirráð.“

Biblían bendir þó sérstaklega á undirrót átaka og styrjalda milli einstaklinga og í stórum stíl. Við lesum: „Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, Þér drepið og öfundið og getið þó ekki oðlast. Þé berjist og stríðið.“ — Jakobsbréfið 4:1, 2.

Kjarni málsins er því þessi: Til þess að sannur friður komist á nægir ekki að vinna bug aðeins á einkennunum — styrjöldum, uppþotum, valdaránum, byltingum — heldur líka frumorsökunum — tortryggni, ágirnd, hatri, fjandskap — hjá öllum mönnum. Í staðinn þurfa að koma verk sem eru samfara óeigingjörnum eiginleikum svo sem kærleika, góðvild, trausti og örlæti. Er nokkur sá til sem getur áorkað slíkri breytingu? Ef það er komið undir ófullkomnum, dauðlegum mönnum að koma henni á, þá hlýtur svarið að vera nei. Sá er þó til sem slíkt er ekki um megn. Hann er sá sem hefur svarið við spurningunni: Hvenær kemur friður í raun og veru?

Hann sem getur komið á friði

Fyrir um það bil 28 öldum var spámanninum Jesaja blásið í brjóst að lýsa yfir: „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka.“ — Jesaja 9:6, 7.

Síðar kom það fram að sá sem koma mun á endalausum friði er enginn annar en Jesús Kristur, „sonur hins hæsta.“ (Lúkas 1:30-33; Matteus 1:18-23) En hvers vegna mun honum takast það sem öllum öðrum höfðingjum og valdhöfum hefur mistekist? Við skulum í fyrsta lagi veita athygli að hið fyrirheitna ‚barn‘ átti ekki að vera hjálparvana hvítvoðungur að eilífu eins og sumir sjá hann kannski fyrir sér. Hann átti að fara með ‚höfðingjadóm‘ sem „Friðarhöfðingi,“ mannkyni til eilífrar blessunar.

En meira er spunnið í stjórn Jesú. Sem „Undraráðgjafi“ hefur hann óviðjafnanlegan skilning á mannlegu eðli og afburðahæfileika þannig að hann getur komist að kjarna erfiðra deilumála og þannig leyst örðug vandamál sem blasa við veraldarleiðtogum nú á dögum og þeim tekst ekki að vinna bug á. (Matteus 7:28, 29; Markús 12:13-17; Lúkas 11:14-20) Þá mun hinn upprisni Jesús Kristur, sem nú er Messíasarkonungur á himnum, ganga fram sem „Guðhetja“ eða guði líkur og vinna að friði með því að endurtaka í stórum stíl það sem hann gerði meðan hann var á jörðinni — lækna þá sem haldnir eru ólæknandi sjúkdómum, sjá fjöldanum fyrir mat og drykk og jafnvel stýra veðrinu. (Matteus 14:14-21; Markús 4:36-39; Lúkas 17:11-14; Jóhannes 2:1-11) Sem „Eilífðarfaðir“ hefur Jesús mátt til að lífga aftur þá sem dáið hafa og veita þeim eilíft líf. Og sjálfur lifir hann að eilífu sem tryggir að stjórn hans og friður mun engan enda taka. — Matteus 20:28; Jóhannes 11:25, 26; Rómverjabréfið 6:9.

Þannig er Jesús Kristur greinilega fær um að vinna bug á hinum rótgrónu orsökum stríðs og átaka. Hann mun ekki einfaldlega gera friðarsáttmála eða áætlun um svokölluð friðsamleg samskipti þjóða til þess eins að sjá slík áform verða að engu í næstu styrjöld. Þess í stað mun hann þurrka út sérhvern pólitískan, félagslegan, efnahagslegan eða svæðisbundinn ójöfnuð með því að koma öllu mannkyni undir eina stjórn, Messíasarríki sitt. Hann mun leiða allar þjóðir í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði, Jehóva, og þannig uppræta það sem oft er undirrót styrjalda — falstrúarbrögð. Enginn vafi leikur á að Jesús Kristur, Friðarhöfðinginn, mun áorka öllu þessu. Spurningin er hvenær.

Atburðir sem eru undanfari varanlegs friðar

Eftir upprisu Jesú og uppstigningu til himna árið 33 þurfti hann að bíða síns tiltekna tíma áður en hann lét til skarar skríða. Það var í samræmi við yfirlýsingu Jehóva: „‚Sest þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér.‘ [Jehóva] réttir út þinn volduga sprota frá Síon, drottna þú mitt á meðal óvina þinna!“ (Sálmur 110:1, 2; Lúkas 22:69; Efesusbréfið 1:20; Hebreabréfið 10:12, 13) Hvenær á það að gerast? Í meira en 70 ár hafa vottar Jehóva boðað heiminum þau gleðitíðindi að Jesús Kristur hafi byrjað að stjórnað í ríki Guðs á himnum árið 1914. *

Þú andæfir kannski og segir: ‚Það hefur enginn friður verið frá 1914. Ástandið hefur meira að segja versnað síðan.‘ Það er öldungis rétt. Það sannar í rauninni að hlutirnir eru að gerast eins og sagt var fyrir. Biblían segir okkur að í sömu mund að ‚Drottinn og Kristur hans hafi fengið vald yfir heiminum hafi . . . þjóðirnar reiðst.‘ (Opinberunarbokin 11:15, 18) Í stað þess að beygja sig undir stjórn Jehóva Guðs og Friðarhöfðingja hans steyptu þjóðirnar sér út í harðvítuga baráttu um heimsyfirráðin og létu reiði sína bitna sérstaklega á kristnum mönnum sem báru vitni um stofnsett ríki Guðs.

Opinberunarbókin leiðir líka ı ljós að jafnskjótt og Jesús Kristur tók við völdum sem konungur Guðsríkis lét hann til skarar skríða að úthýsa Satan og illum öndum hans frá himnum: „Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt.“ Hverjar urðu afleiðingarnar? Biblían heldur áfram: „Fagnið því himnar og þér sem í þeim búið. Vei sé jörðunni og hafinu, því að djöfullinn er stiginn niður til yðar í miklum móð, því að hann veit, að hann hefur nauman tíma.“ — Opinberunarbókin 12:10, 12.

Lokamerkið

Hér fáum við innsýn í það hvers vegna þjóðirnar hafa ekki getað komið á friði, þrátt fyrir tilraunir sínar. Hin mikla reiði djöfulsins, sem endurspeglast í reiði þjóðanna sjálfra, hefur viðhaldið meiri ólgu og uppnámi í heiminum en áður hefur þekkst í mannkynssögunni. Hvenær mun allt þetta taka enda? Biblían gefur okkur þýðingarmikla vísbendingu: „Þegar menn segja: ‚Friður og engin hætta‘, þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu.“ — 1. Þessaloníkubréf 5:3.

Gerir þú þér grein fyrir þýðingu þessarar aðvörunar? Heimsatburðirnir, eins og þeir sem tíundaðir voru í greininni á undan, sýna að valdhafar og margir fleiri bæði tala um og keppa meira en nokkru sinni fyrr eftir friði. Sumir telja að með lokum kalda stríðsins sé hættan á kjarnorkubáli liðin tíð. Já, þjóðirnar hafa sagt margt og mikið um frið og öryggi. En stefnir ástand heimsmála í raun og veru í þá átt? Mundu að Jesús sagði um þá sem lifðu hina síðustu daga er hófust 1914: „Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram.“ (Matteus 24:34) Já, friður mun verða í raun og veru innan þessarar kynslóðar, ekki þó vegna viðleitni þjóðanna. Hinn öruggi, réttvísi og réttláti friður, sem Jehóva Guð hefur heitið, getur einungis komið fyrir tilstilli stjórnar Friðarhöfðingjans, Jesú Krists. — Jesaja 9:7.

Ef þú þráir að sjá þann dag er friður verður í raun og veru og að njóta hans með ástvinum þínum, þá skalt þú beina sjónum þínum til Friðarhöfðingjans og hafa hugföst hin hughreystandi orð hans: „Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“ — Lúkas 21:36.

[Neðanmáls]

^ Ítarlegri upplýsingar um tímatalsfræði Biblíunnar og uppfyllta spádóma hennar er að finna í 12. til 14. kafla bókarinnar „Let Your Kingdom Come,“ útgefin af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

[Rammi á blaðsíðu 6]

FRIÐUR SKILGREINDUR

Flestir nútímamenn hugsa um frið sem það ástand að ekki sé stríð eða átök. Þetta er hins vegar mjög þröng skilgreining hugtaksins. Á biblíutímanum var orðið „friður“ (á hebresku shalom) eða orðin „friður sé með þér!“ notuð sem almenn kveðjuorð. (Dómarabókin 19:20; Daníel 10:19; Jóhannes 20:19, 21, 26) Augljóst er að hér var ekki aðeins átt við það að ekki væri stríð. Taktu eftir því sem bókin The Concept of Peace segir um þetta atriði:

„Þegar orðið shalom er notað um frið, þá höfðu þeir sem notuðu orðið upphaflega í huga ástand í heiminum eða í mannlegu samfélagi þar sem ríkti fullkomleiki, eining, heilbrigði og fylling. . . . Þar sem friður ríkir hefur bæði heildin og þeir sem mynda hana náð fyllsta og besta stigi tilverunnar.“

Þegar Guð kemur á friði munu menn bæði ‚ekki temja sér hernað framar‘ og eins mun ‚hver búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré.‘ — Míka 3:3, 4.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Menn hafa fundið sárlega fyrir friðarleysinu síðan í fyrri heimsstyrjöldinni.