Kennið opinberlega og hús úr húsi
Kennið opinberlega og hús úr húsi
„Ég dró ekkert undan . . . og kenndi opinberlega og í heimahúsum.“ — POSTULASAGAN 20:20.
1. Hvað sagði kaþólskur prestur um áhrifamátt þjónustu votta Jehóva hús úr húsi?
„KAÞÓLSKIR menn ganga með guðspjallið hús úr húsi.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn í blaðinu The Providence Sunday Journal þann 4. október 1987. Dagblaðið sagði að helsta markmið þessa starfs væri að „bjóða sumum hinna óvirku sóknarbarna að snúa aftur til virkara safnaðarlífs.“ Haft var eftir prestinum John Allard sem veitti forstöðu kristniboðsskrifstofu Providence-prestakallsins: „Auðvitað munu heyrast efasemdaraddir. Fólk mun segja: ‚Þarna fara þeir, alveg eins og vottar Jehóva.‘ En vottar Jehóva ná árangri, er það ekki? Ég er viss um að það sé hægt að ganga inn í hvaða Ríkissal sem er í fylkinu [Rhode Island í Bandaríkjunum] og finna þar söfnuði þar sem er fullt af fyrrverandi kaþólikkum.“
2. Hvaða spurningu er eðlilegt að varpa fram?
2 Já, vottar Jehóva eru vel kunnugir fyrir árangursríkt boðunarstarf hús ur húsi. En hvers vegna fara þeir hús úr húsi?
Hin postullega aðferð
3. (a) Hvaða verkefni fól Jesús Kristur lærisveinum sínum? (b) Hver var helsta aðferð fylgjenda Krists á þeim tíma til að skila af sér verkefnum sínum?
3 Jesús Kristur gaf fylgjendum sínum þetta merkingarþrungna boð: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ (Matteus 28:19, 20) Ein helsta starfsaðferðin kom í ljós strax eftir hvítasunnudaginn árið 33. „Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur.“ (Postulasagan 5:42) Um 20 árum síðar boðaði Páll fagnaðarerindið hús úr húsi því hann minnti kristna öldunga frá Efesusborg á þetta: „Ég dró ekkert undan, sem yður matti að gagni verða, heldur boðaði yður það og kenndi opinberlega og í heimahúsum.“ — Postulasagan 20:20.
4. Hvernig má segja að Postulasagan 5:42 og 20:20 merki að prédikun fylgjenda Jesú hafi verið dreifð hús úr húsi?
4 Orðin „í heimahúsum“ í Postulasögunni 5:42 er þýðing grísku orðanna kat’ oikon. Kata er hér notað í „dreifandi“ merkingu. Prédikun lærisveinanna var því dreift fra einu húsi til annars. Randolph O. Yeager sagði í athugasemd um Postulasöguna 20:20 að Páll hefði kennt „bæði á opinberum fjöldasamkomum [demosia] og hús úr húsi (dreifandi [kata] með þolfalli). Páll hafði eytt þrem árum í Efesus. Hann hafði farið í hvert einasta hús eða í það minnsta prédikað fyrir öllum þar. (26. vers) Hér er hin biblíulega heimild fyrir kristniboði hús úr húsi og kristniboði á opinberum samkomum.“
5. Hvers vegna var Páll ekki að tala einungis um skemmtiheimsóknir til öldunga eða hirðisheimsóknir í Postulasögunni 20:20?
5 Orðið kata er notað með svipuðum hætti í Lúkasi 8:1 þar sem talað er um að Jesús hafi prédikað „borg úr borg og þorp úr þorpi.“ Pall notaði fleirtölumyndina kat’ oikous í Postulasögunni 20:20. Hér stendur í sumum biblíuþýðingum: „Á heimilum ykkar.“ En postulinn var ekki að tala einvörðungu um skemmtiheimsóknir til öldunganna eða hirðisheimsóknir til trúbræðra sinna. Orðin á eftir sýna að hann var að tala um þjónustu hús úr húsi meðal þeirra sem ekki voru í trúnni því hann sagði: „Og vitnaði bæði fyrir Gyðingum og Grikkjum um afturhvarf til Guðs og trú á Drottin vorn Jesú.“ (Postulasagan 20:21) Trúbræður hans höfðu þegar iðrast og iðkuðu trú á Jesú. Þess vegna eiga bæði Postulasagan 5:42 og 20:20 við prédikun „í heimahúsum“ þeirra sem ekki voru í trúnni, það er að segja prédikun hús úr húsi.
Ekkert getur komið í staðinn
6. Hvað hefur verið sagt um eðli prédikunar Páls í Efesus?
6 Árið 1844 skrifaði Abiel Abbot Livermore um orð Páls í Postulasögunni 20:20: „Hann lét sér ekki nægja einungis að flytja erindi þar sem fólk kom saman og komast af án annarra aðferða heldur rækti sitt mikla starf kostgæfilega á einstaklingsgrundvelli, hús úr húsi, og bókstaflega flutti sannindi himnanna heim í hjörtu Efesusmanna.“ Nokkru skemmra er síðan sagt var: „Útbreiðsla fagnaðarerindisins hús úr húsi var einkennandi fyrir kristna menn á fyrstu öld allt frá upphafi (sjá Postulasoguna 2:46; 5:42.) . . . [Páll] hafði rækt skyldu sína vel bæði gagnvart Gyðingum og heiðingjum í Efesus og þeir höfðu því enga afsökun ef þeir fyrirfórust í syndum sínum.“ — The Wesleyan Bible Commentary, 4. bindi, bls. 642-3.
7. Hvers vegna er hægt að segja að Guð hafi velþóknun á þjónustu votta Jehóva hús úr húsi?
7 Þótt opinber ræðuhöld tilheyri boðun fagnaðarerindisins getur ekkert komið í staðinn fyrir persónuleg tengsl við dyrnar. Fræðimaðurinn Joseph Addison Alexander sagði um þetta: „Kirkjan hefur enn ekkert fundið upp sem getur komið í stað og skilað betri árangri en prédikun í kirkju og á heimilinu.“ Eins og fræðimaðurinn O. A. Hills orðaði það: „Opinber kennsla og kennsla hús úr húsi verða að haldast í hendur.“ Vottar Jehóva veita fræðslu með fyrirlestrum á vikulegum, opinberum samkomum sínum. Þeir sjá þess líka augljós merki að hin postullega aðferð við útbreiðslu sanninda Biblíunnar hús úr húsi skilar árangri. Og Jehóva hefur tvímælalaust velþóknun á henni, því að hann lætur fólk streyma þúsundum saman ár hvert til hinnar háleitu tilbeiðslu á sér, vegna slíkrar þjónustu. — Jesaja 2:1-4; 60:8, 22.
8. (a) Hvað hefur verið sagt um ástæðuna fyrir því að prédikun hús úr húsi er árangursrík? (b) Hvernig má líkja vottum Jehóva við Pál í prédikun þeirra í heimahúsum og öðrum vitnisburði?
8 Enn einn heimildarmaður segir: „Fólk á auðveldara að muna kennslu sem það hefur hlotið við þröskuldinn heima hjá sér en kirkjuþröskuldinn.“ Nú, Páll stóð reglulega við þröskuldinn hjá fólki og setti gott fordæmi sem þjónn orðsins. „Hann lét sér ekki nægja að kenna og flytja erindi í samkunduhúsinu og á markaðinum,“ skrifaði biblíufræðimaðurinn Edwin W. Rice. „Hann var alltaf kostgæfinn við ‚kennsluna‘ hús úr húsi. Í Efesus háði hann stríð við hið illa hús úr húsi, augliti til auglitis, og vann fólk til fylgis við Krist.“ Vottum Jehóva er ljóst að umræður við einstaklinga skila árangri. Enn fremur heimsækja þeir aftur þá sem sýna áhuga og tala jafnvel gjarnan við andstæðinga, ef þeir leyfa að fram fari skynsamlegar rökræður. Þetta er harla líkt Páli. F. M. Peloubet sagði um hann: „Starf Páls fór ekki allt fram á samkomum. Vafalaust heimsótti hann marga persónulega hvenær sem hann frétti af einhverjum spurulum eða nógu áhugasömum eða jafnvel andsnúnum til að vera fús til að ræða um trúmál.“
Öldungar eiga að taka forystuna
9. Hvaða fordæmi gaf Páll samöldungum sínum?
9 Hvaða fordæmi gaf Páll samöldungum sínum? Hann sýndi þeim að þeir ættu að vera djarfir og óþreytandi við boðun fagnaðarerindisins hús úr húsi. Árið 1879 skrifaði J. Glentworth Butler: „[Öldungarnir í Efesus] vissu að [Páll] hafði í prédikun sinni verið algerlega ósnortinn af hugsun um persónulega hættu eða vinsæld; að hann hafði ekkert dregið undan af þeim sannleika, sem þörf var á; að hann hafði ekki, í einhliða hlutdrægni, verið margorður um sérkenni eða nýstárlegar hliðar sannleikans, heldur hafði hann einungis hvatt til alls þess sem var gagnlegt til uppbyggingar: allt Guðs ráð í hreinleika þess og fyllingu! Og þessi trúfasta ‚sýning,‘ þessi ákafa ‚kennsla‘ hins kristna sannleika hafði verið háttur hans, ekki aðeins í skóla Týrannusar og annars staðar þar sem lærisveinarnir komu saman, heldur á öllum heimilum sem hann hafði aðgang að. Dag eftir dag hafði hann með þrá og löngun Krists útbreitt fagnaðarerindið hús úr húsi, og frá sál til sálar. Til allra stétta og kynþátta, til hinna óvinveittu Gyðinga og hinna háðslegu Grikkja, var þetta eina stef — sem fyllilega útlistað innifelur öll önnur nauðsynleg hjálpræðissannindi — iðrun gagnvart Guði og trú á Drottin vorn, Jesú Krist.“
10, 11. (a) Hvers vænti Páll af öldungunum í Efesus í sambandi við hina kristnu þjónustu? (b) Hvers konar prédikun taka vottar Jehóva, þeirra á meðal öldungarnir, þátt í?
10 Til hvers ætlaðist Páll þá í stuttu máli af öldungunum í Efesus? Fræðimaðurinn E. S. Young endursagði orð postulans með þessum hætti: „Ég talaði ekki aðeins opinberlega heldur stritaði ég hús úr húsi meðal allra stétta, bæði Gyðinga og heiðingja. Stef þjónustu minnar til allra stétta var ‚iðrun til Guðs og trú á Drottin Jesú Krist.‘“ W. B. Riley umorðaði orð Páls á annað hátt: „Hin óbrotna merking var þessi: ‚Ég vænti þess að þið haldið áfram því sem ég hef komið af stað, bæði í verki og kennslu, og ég vænti þess að þið veitið mótstöðu eins og ég veitti mótstöðu, kennið bæði einslega og opinberlega eins og ég gerði á strætum úti og hús úr húsi, berið vitni fyrir Gyðingum og Grikkjum um iðrun til Guðs og trú á Drottin vorn Jesú Krist, því að þetta eru grundvallaratriðin!‘“
11 Í Postulasögunni 20. kafla var Páll greinilega að sýna samöldungum sínum að ætlast væri til þess að þeir bæru vitni um Jehóva hús úr húsi. Þessir öldungar fyrstu aldar áttu að taka forystuna og setja hinum meðlimum safnaðarins gott fordæmi. (Samanber Hebreabréfið 13:17.) Vottar Jehóva prédika því hús úr húsi líkt og Páll og segja fólki af öllum þjóðum frá rıki Guðs, frá afturhvarfi til hans og trú á Jesú Krist. (Markús 13:10; Lúkas 24:45-48) Og þess er vænst að útnefndir öldungar meðal nútímavotta Jehóva taki forystuna í slíku starfi hús ur húsi. — Postulasagan 20:28.
12. Hvað neituðu sumir fyrrverandi öldungar að gera en í hverju taka öldungarnir forystuna nú á dögum?
12 Árið 1879 hóf Charles Taze Russell útgáfu tímaritsins Varðturn Zíonar og boðberi nærveru Krists sem nú er nefnt Varðturninn kunngerir ríki Jehóva. Russell og aðrir biblíunemendur utbreiddu boðskapinn um Guðsríki með hinni postullegu aðferð. Síðar meir hættu sumir safnaðaröldungar að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að bera vitni. Til dæmis skrifaði einn vottur: „Allt gekk vel uns tilkynnt var að allir ættu að taka þátt í vitnisburði hús úr húsi með ritin og sérstaklega að bera vitni hús úr húsi á sunnudögum — þetta var árið 1927. Öldungarnir okkar, sem voru kjörnir í embætti, settu sig á móti því og reyndu að letja allan hópinn þess að hefja eða taka þátt í nokkurri grein slíks starfs.“ Að því kom að karlmenn, sem ekki tóku þátt í prédikun hús úr húsi, misstu þau sérréttindi sín að þjóna sem öldungar. Núna er líka ætlast til þess að þeir sem gegna starfi öldunga og safnaðarþjóna taki forystuna í prédikun hús úr húsi og öðrum greinum kristinnar þjónustu.
Allir eru vottar
13. (a) Hvað ættum við að gera jafnvel þótt fólk hlusti ekki á boðskapinn um Guðsríki? (b) Hvernig hefur Páli verið líkt við Esekíel?
13 Með hjálp Jehóva ættu kristnir menn að boða boðskapinn um Guðsríki hús úr húsi, jafnvel þótt honum sé ekki tekið með þökkum. Sem varðmaður Guðs átti Esekíel að aðvara fólk, hvort sem það hlustaði á hann eða ekki. (Esekíel 2:5-7; 3:11, 27; 33:1-6) E. M. Blaiklock benti á hliðstæðu með Esekíel og Páli og sagði: „Af ræðu Páls [í 20. kafla Postulasögunnar] kemur fram skýr mynd af þjónustunni í Efesus. Veitum athygli eftirfarandi: Í fyrsta lagi hinni þrásæknu trúfesti Páls. Hann var ekki maður sem sóttist eftir vinsæld eða velþóknun almennings. Hann var settur, líkt og Esekíel, í varðmannsstöðu og rækti skyldu sína með falslausri kostgæfni og skapfestu sem studdi ræðu hans. Í öðru lagi elskuríkri samkennd hans. Hann var ekki maður sem tók sér dómsorð í munn án tilfinningar. Í þriðja lagi óþreytandi kristniboði hans. Hann prédikaði fagnaðarerindið opinberlega og hús úr húsi, í borginni og út um allt héraðið.“
14. Hvers vegna er það ábyrgð allra sem vígjast Jehóva Guði ı bæn fyrir milligöngu Jesú Krists, að bera vitni?
14 Ríkuleg blessun Guðs yfir nútímaþjónum sínum sýnir umfram allan vafa að hann hefur velþóknun á því að þeir skuli bera nafnið vottar Jehóva. (Jesaja 43:10-12) Að auki eru þeir vottar Krists líka því að Jesús sagði fylgjendum sínum: „Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“ (Postulasagan 1:8) Það er því ábyrgð allra, sem vígjast Jehóva Guði í bæn fyrir milligöngu Jesú Krists, að bera vitni.
15. Hvað hefur verið sagt um vitnisburðarstarf frumkristinna manna?
15 Sagt hefur verið um það að bera vitni: „Þetta var starf kirkjunnar allrar. Kristniboðsframtak frumkristninnar var ekki á ábyrgð kvennatrúboðsins eða stjórnar hins erlenda kristniboðs. Vitnisburðarstarfið var ekki heldur eftirlátið atvinnumönnum, svo sem öldungum, djáknum eða jafnvel postulum. . . . Í fyrstu var kirkjan trúboðskirkja. Trúboðsáætlun frumkirkjunnar var byggð á tveim forsendum: (1) Meginviðfangsefni kirkjunnar er kristnun heimsins. (2) Sú ábyrgð að vinna þetta verk hvílir á öllu hinu kristna samfélagi.“ — J. Herbert Kane.
16. Hvað viðurkenna jafnvel þeir sem skrifa um málefni kristna heimsins varðandi kristna menn og vitnisburð?
16 Þótt þeir sem skrifa um málefni kristna heimsins nú á dögum séu ekki sammála boðskapnum um Guðsríki viðurkenna þó sumir að kristnir menn hafa þá skyldu að bera vitni. Til dæmis segir Oscar E. Feucht í bók sinni Everyone a Minister: „Enginn sóknarprestur getur innt af hendi þá þjónustu sem Guð fékk sérhverjum trúuðum manni í hendur. Því miður hafa röng viðhorf í kirkjunni um margra alda skeið gert verkefni 500 sóknarbarna að verkefni eins sóknarprests. Þannig var það ekki í frumkirkjunni. Þeir sem trúðu, prédikuðu orðið út um allt.“
17. Hvað má segja um hlutverk vitnisburðar í lífi frumkristinna manna?
17 Vitnisburður var höfuðviðfangsefni frumkristinna manna eins og það er hjá þjónum Jehóva nú á dögum. „Í stórum dráttum má segja að fyrstu þrjár aldirnar hafi hin kristna hreyfing einkennst af miklum eldmóði gagnvart því að útbreiða trúna,“ segir Edward Caldwell Moore við Harvard-háskóla. „Kristniboð, það að segja frá lausnarboðskapnum, var ástríða kristninnar. Útbreiðsla og áhrif kenninga Jesú voru þó í fyrstu einungis að litlu leyti komin undir mönnum sem við myndum kalla trúboða. Hún var árangursríkt starf manna af öllum stéttum og öllum starfsgreinum og þjóðfélagsstigum. [Þeir] báru leyndardóma hins innra lífs, hið nýja viðhorf til heimsins, sem í þeirra reynsluheimi var hjálpræði, til ystu endimarka Rómaveldis . . . [Frumkristnin] var algerlega sannfærð um að núverandi heimsskipan væri að endalokum komin. Hún trúði að nýrri heimsskipan yrði komið á skyndilega og með undraverðum hætti.“
18. Hvaða von er langtum stórfenglegri en draumar stjórnmálamanna?
18 Með vitnisburði sínum hús úr húsi og öðrum greinum þjónustu sinnar beina vottar Jehóva áheyrendum sínum glaðir í bragði til hins nýja heims sem Guð hefur heitið. Hið endalausa líf, sem spáð er að þá muni verða, tekur langt fram æðstu draumum þeirra nútímamanna sem vonast til að byggja upp nýja heimsskipan. (2. Pétursbréf 3:13; Opinberunarbókin 21:1-4) Þótt ætla mætti að allir myndu vilja lifa í hinum stórfenglega nýja heimi Guðs er raunin önnur. En við skulum nú líta á nokkrar áhrifaríkar aðferðir þjóna Jehóva við að kenna þeim sem sækjast eftir eilífu lífi.
Hverju svarar þú?
◻ Hvers vegna getum við sagt að Postulasagan 5:42 og 20:20 merki að fylgjendur Jesú ættu að prédika hús úr húsi?
◻ Hvernig vitum við að Guð hefur velþóknun á þjónustu votta Jehóva hús úr húsi?
◻ Hvers er krafist af öldungum og safnaðarþjónum í sambandi við þjónustuna?
◻ Hvaða hlutverki ætti vitnisburður að gegna í lífi kristins manns?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 23]
Árið 33 báru lærisveinar Jesú linnulaust vitni hús úr húsi.
[Mynd á blaðsíðu 26]
Páll kenndi „hús úr húsi.“ Vottar Jehóva veita sams konar þjónustu nú á dögum.