Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblían er hún í raun heilög?

Biblían er hún í raun heilög?

Biblían er hún í raun heilög?

HVERSU margir líta núorðið á Biblíuna sem heilaga, sem orð Guðs? Á þessari öld efahyggjunnar telja margir hana úrelta og okkur óviðkomandi; þeir efast um að hún sé í raun heilög. Sumir af trúarleiðtogum kristna heimsins kenna jafnvel að Biblían sé full af munnmælum og goðsögum. Þeir draga í efa að ‚upplýstur maður geti tekið hina biblíulegu túlkun sögunnar góða og gilda.‘ — The Interpretor’s Dictionary of the Bible, 2. bindi, bls. 611.

Kunnir fræðimenn sá kringum sig efasemdum um að rétt sé að tala um Biblíuna sem orð Guðs. Einn sagði: „Vilji menn nota ‚orð Guðs‘ orðalag er réttast að kalla Biblíuna ‚orð Ísraels‘ eða ‚orð sumra forystumanna frumkristninnar‘.“ (The Bible in the Modern World eftir James Barr) Hvað finnst þér? Er Biblían orð Guðs? Er hún í raun heilög?

Hverjir skrifuðu Biblíuna?

Samkvæmt fornri hefð skrifaði Móse, Hebrei sem var uppi fyrir um það bil 3500 árum, fyrstu bók Biblíunnar, 1. Mósebók. Að sögn Biblíunnar sjálfrar tóku um 40 menn úr ólíkum stéttum þátt ı að skrifa afganginn af Biblíunni þannig að til varð safn hinna 66 bóka sem Biblían er samsett ur. Þessir menn litu þó ekki á sig sem raunverulega höfunda Biblíunnar. Einn ritaranna sagði: „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Annar skrifaði um biblíuritara: „Menn [töluðu] orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.“ — 2. Pétursbréf 1:21.

Samkvæmt þessum orðum voru þeir sem skrifuðu Biblíuna skrifarar eða ritarar sem Guð stýrði. Af Biblíunni má sja að ritaranum var yfirleitt leyft að velja eigin orð til að koma á framfæri þeim upplýsingum sem Guð lét í té. (Habakkuk 2:2) Þess vegna er breytilegur stíll út í gegnum Biblíuna. Alltaf var þó rituninni stjórnað af Guði.

Það að þessir ritarar skuli segjast hafa fengið innblástur frá Guði sannar auðvitað ekki að Biblían sé boðskapur skaparans til mannkyns. Hins vegar ætti ítarleg og fordómalaus athugun á bókinni sjálfri að sýna svo ekki verði um villst hvort hinn hæsti er höfundur Biblíunnar eða ekki. Sýnir Biblían merki þess að Guð sé höfundur hennar? Getum við sagt örugg í bragði að Biblían sé heilög?