Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Látið hið hreina tungumál sameina ykkur

Látið hið hreina tungumál sameina ykkur

Látið hið hreina tungumál sameina ykkur

„Þá mun ég gefa þjóðunum nýtt, hreint tungumál, til að þær ákalli allar nafn Jehóva og þjóni honum hlið við hlið.“ — SEFANÍA 3:9, NW.

1. Hafa menn einhvern tíma heyrt Jehóva tala?

 TUNGUMÁL Jehóva Guðs er hreint. En hafa menn einhvern tíma heyrt hann tala? Já, raunar! Það gerðist þegar sonur hans, Jesús Kristur, var á jörðinni fyrir 19 öldum. Til dæmis heyrðist Guð segja þegar Jesús var skírður: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ (Matteus 3:13-17) Þetta voru ómenguð sannleiksorð sem Jesús og Jóhannes skírari heyrðu töluð á mannlegri tungu.

2. Hvað gefur það í skyn að Páll postuli skuli hafa vitnað í ‚tungur manna og engla‘?

2 Nokkrum árum síðar talaði hinn kristni postuli Páll um ‚tungur manna og engla.‘ (1. Korintubréf 13:1) Hvað gefur það til kynna? Það sýnir að ekki bara menn heldur líka andaverur nota tungumál og málhæfileika! Að sjálfsögðu nota Guð og englarnir ekki rödd og tungumál sem við getum heyrt og skilið til að tala hver við annan. Hvers vegna? Vegna þess að það þarf andrúmsloft, líkt og umlykur jörðina, til að bera hljóðbylgjur sem eyru manna geta heyrt og skilið.

3. Hvernig er tungumál manna til orðið?

3 Hvernig varð tungumál manna til? Sumir segja að forfeður okkar hafi burðast við að skiptast á skoðunum hver við annan með rýtum og stunum. Bókin Evolution (úr Life Nature Library) segir: „Apamanni fyrir um einni milljón ára . . . tókst ef til vill að ná tökum á fáeinum málhljóðum.“ En hinn kunni orðabókarhöfundur Ludwig Koehler sagði: „Mannlegt mál er leyndardómur; það er Guðs gjöf, kraftaverk.“ Já, Guð gaf hinum fyrsta manni, Adam, tungumál. Það var bersýnilega það tungumál sem síðar var kallað hebreska. Það var tungumál Ísraelsmanna, afkomenda ‚Hebreans Abrahams,‘ hins trúa ættföður sem kominn var af Sem, syni arkarsmiðsins Nóa. (1. Mósebók 11:10-26; 14:13; 17:3-6) Með hliðsjón af hinni spádómlegu blessun er Sem hlaut er rökrétt að álykta að tungumál hans hafi ekki orðið fyrir áhrifum af því sem Jehóva Guð gerði á undraverðan hátt fyrir 43 öldum. — 1. Mósebók 9:26.

4. Hver var Nimrod og hvernig notaði Satan djöfullinn hann?

4 Á þeim tíma ‚hafði öll jörðin eitt tungumál og ein og sömu orð.‘ (1. Mósebók 11:1) Þá var uppi maðurinn Nimrod, „voldugur veiðimaður í andstöðu við Jehóva.“ (1. Mósebók 10:8, 9, NW) Ósýnilegur erkióvinur mannkynsins, Satan, notaði Nimrod sem sérstakt verkfæri til að koma á fót jarðneskum hluta skipulags djöfulsins. Nimrod vildi skapa sér nafn og þetta hrokafulla hugarfar breiddist út til fylgjenda hans sem lögðu út í sérstaka byggingarframkvæmd í Sínearlandi. Að sögn 1. Mósebókar 11. kafla, 4. versi, sögðu þeir: „Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina.“ Þetta framtak, sem var í andstöðu við boð Guðs um að ‚uppfylla jörðina,‘ tók enda er Jehóva ruglaði tungumál þeirra. Biblían segir: „Og [Jehóva] tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.“ (1. Mósebók 9:1; 11:2-9) Borgin var nefnd Babel eða Babýlon (sem merkir „Ruglingur“), „því að þar ruglaði [Jehóva] tungumál allrar jarðarinnar.“

5. (a) Hvað hindraði Guð er hann ruglaði tungumáli mannkyns? (b) Hvað getum við ályktað varðandi tungumál Nóa og Sems?

5 Þetta kraftaverk — að rugla hið eina tungumál manna — leiddi til þess að jörðin var uppfyllt eins og Guð hafði boðið Nóa, og það kollvarpaði hverju því áformi sem Satan kann að hafa haft um að koma á fót sameinaðri, óhreinni tilbeiðslu á honum sjálfum með mennskum tilbiðjendum sem risið hefðu upp gegn alvöldum drottni himins og jarðar. Að vísu urðu menn fórnarlömb djöfulsins með því að iðka falstrú í einhverri mynd, og þeir þjónuðu illum öndum er þeir gerðu sér guði og gyðjur, gáfu þeim nöfn á sínum ólíku tungumálum og tilbáðu þau. (1. Korintubréf 10:20) Verknaður hins eina sanna Guðs í Babel kom þó í veg fyrir að djöfullinn fengi þá tilbeiðslu, sem hann greinilega girntist, í gegnum eina, sameiginlega falstrú. Að sjálfsögðu lenti hinn réttláti Nói og sonur hans, Sem, aldrei í þessum óförum í Sínearlandi. Því er það rökrétt ályktun að tungumál þeirra hafi verið hið sama og hinn trúfasti Abram (eða Abraham) talaði — það tungumál sem Guð talaði við manninn Adam í Edengarðinum.

6. Hvernig sýndi Jehóva á hvítasunnunni árið 33 að hann gat gefið mönnum hæfni til að tala tungum?

6 Jehóva, sem ruglaði upprunalegt tungumál mannkyns, getur líka gefið mönnum hæfni til að tala tungum. Það gerði hann á hvítasunnudeginum árið 33 að okkar tímatali! Samkvæmt Postulasögunni 2:1-11 voru um 120 fylgjendur Jesú Krists saman komnir í loftstofu í Jerúsalem. (Postulasagan 1:13, 15) Skyndilega heyrðist gnýr af himni „eins og aðdynjanda sterkviðris.“ „Tungur, eins og af eldi væru,“ birtust og settust á menn. Um leið „fylltust [lærisveinarnir] heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla.“ Á þeim tungumálum, sem Guð gaf þeim, töluðu þeir „um stórmerki Guðs.“ Og hvílíkt kraftaverk er Gyðingar og trúskiptingar, er töluðu ólík tungumál, þangað komnir frá fjarlægum stöðum svo sem Mesópótamíu, Egyptalandi, Líbíu og Róm, skildu hinn lífgandi boðskap!

Tungumál sem Guð gefur nú á dögum!

7. Hvaða möguleikar stæðu opnir ef aðeins væri talað eitt tungumál um víða veröld?

7 Úr því að Guð getur á undraverðan hátt látið menn tala ólíkum tungum, væri þá ekki stórkostlegt ef hann gerði mönnum það mögulegt að tala og skilja eitt tungumál um víða veröld? Það myndi stuðla að auknum skilningi manna í milli. Eins og alfræðibókin The World Book Encyclopedia orðar það: „Ef allar þjóðir töluðu sama tungumál myndu menningarleg og efnahagsleg tengsl vera miklu nánari en nú er og velvilji aukast landa í milli.“ Komið hafa fram hugmyndir að minnst 600 alþjóðatungumálum gegnum árin. Af þeim hefur esperantó náð mestri útbreiðslu því að um 10.000.000 manna hafa lært það síðan það var búið til árið 1887. Þó hefur engin tilraun manna til að sameina mannkynið með alheimstungumáli nokkurn tíma tekist. Sannleikurinn er sá að sífellt fleiri vandamál valda sundrungu í þessum heimi er ‚óguðlegir menn magnast í vonskunni.‘ — 2. Tímóteusarbréf 3:13.

8. Hvað myndi standa eftir sem áður, jafnvel þótt tekið væri upp alþjóðatungumál í heimi nútímans og hvers vegna?

8 Á vettvangi trúmálanna er ringulreiðin mikil. En er þess ekki að vænta miðað við það að Opinberunarbók Biblíunnar kallar heimsveldi falskra trúarbragða ‚Babýlon hina miklu‘? (Opinberunarbókin 18:2) Jú, því að „Babýlon“ merkir „Ruglingur.“ Jafnvel þótt tekið yrði upp eitthvert tilbúið tungumál, eða eitthvert náttúrlegt tungumál svo sem enska, franska, þýska eða rússneska sem alþjóðamál, yrði eftir sem áður sundrung, bæði trúarleg og önnur. Hvers vegna? Vegna þess að „allur heimurinn er á valdi hins vonda,“ Satans djöfulsins. (1. Jóhannesarbréf 5:19) Hann er sjálf ímynd eigingirndinnar og ágirnist áfergjulega tilbeiðslu alls mannkyns, alveg eins og hann gerði á dögum Nimrods og Babelturnsins. Alþjóðamál syndugra manna gæti meira að segja gefið Satan tækifæri til að koma sér upp sameinaðri tilbeiðslu á sér! En Jehóva mun aldrei leyfa það; hann mun meira að segja bráðlega binda enda á alla falska tilbeiðslu sem er innblásin af djöflinum.

9. Hvernig eru menn allra þjóða og kynþátta sameinaðir núna?

9 Það er engu að síður undravert að verið er að sameina núna á þessari stundu góðviljað fólk af öllum þjóðernum og kynþáttum. Það gerist samkvæmt skilyrðum Guðs og í þágu tilbeiðslunnar á honum. Guð gerir mönnum kleift nú á dögum að læra og tala hið eina hreina tungumál á jörðinni. Og það er í rauninni alþjóðamál. Jehóva Guð er að kenna mörgum þjóðum út um alla jörðina þetta tungumál nú á tímum. Það er uppfylling spádómlegs fyrirheits sem Guð lét spámann sinn og vott, Sefanía, bera fram: „Því þá mun ég gefa þjóðunum hreint tungumál [bókstaflega „hreina vör“], til að þær ákalli allar nafn Jehóva og þjóni honum hlið við hlið. (Sefanía 3:9NW) Hvað er þetta hreina tungumál?

Hið hreina tungumál skilgreint

10. Hvað er hið hreina tungumál?

10 Hið hreina tungumál er sannleikur Guðs sem er að finna í orði hans, heilagri Ritningu. Einkum er það sannleikurinn um ríki Guðs sem mun veita mannkyninu frið og aðrar blessanir. Hið hreina tungumál eyðir trúarlegri villu og falskri guðsdýrkun. Það sameinar alla þá sem tala það í hreinni, ómengaðri og heilnæmri tilbeiðslu á hinum lifandi og sanna Guði, Jehóva. Núna eru um 3000 tungumál eins og múrar sem tálma skilningi, og hundruð falskra trúarbragða rugla mannkynið. Það gleður okkur því sannarlega að Guð skuli vera að kenna mörgum þjóðum þetta stórkostlega, hreina tungumál!

11. Hvað hefur hið hreina tungumál gert fyrir menn af öllum þjóðum og kynþáttum?

11 Já, menn af öllum þjóðum og kynþáttum eru að ná góðum tökum á hinu hreina tungumáli. Þetta er eina tungumálið á jörðinni, sem er andlega hreint, og er því afar sterkt einingarafl. Það gerir öllum sem tala það kleift að „ákalla nafn Jehóva og þjóna honum hlið við hlið,“ eða bókstaflega „með einni öxl.“ Þannig þjóna þeir Guði „einhuga“ (Bi. 1981) eða með „einu einróma samþykki og einni sameinaðri öxl.“ (The Amplified Bible) Þýðing Stevens T. Byingtons hljóðar svo: „Þá mun ég [Jehóva Guð] gera varir allra þjóða hreinar, til að þær megi allar ákalla nafn Jehóva og vinna saman í þjónustu hans.“ Slíkt samstarf manna af mörgum tungum um víða veröld í þjónustu Guðs fyrirfinnst aðeins meðal votta Jehóva. Í 212 löndum prédika yfir fjórar milljónir þessara boðbera Guðsríkis fagnaðarerindið á fjölmörgum tungumálum. Þó eru vottarnir „samhuga“ og eru „fullkomlega sameinaðir í sama hugarfari og í sömu skoðun.“ (1. Korintubréf 1:10) Það stafar af því að vottar Jehóva tala allir hið eina, hreina tungumál til lofs og dýrðar himneskum föður sínum, óháð því hvar þeir búa á jörðinni.

Lærðu hið hreina tungumál núna!

12, 13. (a) Hvers vegna ættir þú að láta þé umhugað að tala hið hreina tungumál? (b) Hvers vegna eru orðin í Sefanía 3:8, 9 svona mikilvæg núna?

12 Hvers vegna ættir þú að láta þér annt um að tala hið hreina tungumál? Meðal annars vegna þess að líf þitt er undir því komið að þú lærir það og talir það. Rétt áður en Guð lofaði að „gefa þjóðunum hreint tungumál“ aðvaraði hann: „Bíðið mín þess vegna — segir [Jehóva], — bíðið þess dags, er ég rís upp sem vottur. Því að það er mitt ásett ráð að safna saman þjóðum og stefna saman konungsríkjum til þess að úthella yfir þá heift minni, allri minni brennandi reiði. Því að fyrir eldi vandlætingar minnar skal allt landið verða eytt.“ — Sefanía 3:8, 9.

13 Þessi orð hins alvalda drottins Jehóva voru fyrst töluð fyrir 26 öldum í Júda þar sem Jerúsalem var höfuðborg. En orðin voru sérstaklega ætluð okkar dögum því að Jerúsalem var táknmynd kristna heimsins. Og okkar dagar, frá því að himneskt ríki Guðs var stofnsett árið 1914, er dagur Jehóva til að safna saman þjóðum og stefna saman konungsríkjum. Hann hefur safnað þeim öllum saman þangað sem hann gefur þeim gaum, með því að láta bera ríkulega vitni fyrir þeim. Það hefur síðan vakið upp andstöðu hjá þeim gegn tilgandi hans. En í miskunn sinni gerir Jehóva Guð mönnum af öllum þessum þjóðum kleift að sameinast í að tala hið hreina tungumál. Þar með geta allir sem leita lífs í hinum fyrirheitna nýja heimi hans þjónað honum samstíga áður en öllum þjóðum er eytt í brennandi reiðieldi Guðs í ‚stríðinu á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘ sem almennt er kallað Harmagedón. (Opinberunarbókin 16:14, 16; 2. Pétursbréf 3:13) Til allrar hamingju munu þeir sem tala hið hreina tungumál og ákalla nafn Jehóva í trú sem sameinaðir dýrkendur hans njóta verndar hans í hita þeirra miklu heimshamfara. Guð mun leiða þá óhulta inn í nýja heiminn þar sem hið hreina tungumál og ekkert annað verður loks á vörum alls mannkyns.

14. Hvernig sýndi Guð fyrir munn spámannsins Sefanía að tafarlausra athafna sé krafist til að lifa af endalok þessa heimskerfis.

14 Jehóva gerir það ljóst fyrir munn spámannsins Sefanía að þeir sem vonist til að lifa af verði að láta hendur standa fram úr ermum og það strax. Samkvæmt Sefanía 2:1-3 segir Guð: „Beyg þig og læg þig, þú þjóð, sem eigi blygðast þín, áður en þér verðið eins og fjúkandi sáðir [áður en dagurinn er farinn hjá eins og hismi, NW], áður en hin brennandi reiði [Jehóva] kemur yfir yður, áður en reiðidagur [Jehóva] kemur yfir yður. Leitið [Jehóva], allir þér hinir auðmjúku í landinu, þér sem breytið eftir hans boðorðum. Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi [Jehóva].“

15. (a) Hvernig rættist Sefanía 2:1-3 upphaflega? (b) Hverjir lifðu af er dómi Guðs var fullnægt á Júda og hvaða hliðstæðu mun það eiga sér nú á dögum?

15 Þessi orð rættust upphaflega á Júda og Jerúsalem til forna. Syndugir Júdamenn brugðust ekki jákvætt við ákalli Guðs eins og sjá má af því að hann fullnægði dómi á þeim með höndum Babýloníumanna árið 607 f.o.t. Eins og Júdamenn voru ‚sú þjóð sem eigi blygðaðist sín‘ fyrir Guði hefur kristni heimurinn verið blygðunarlaus „þjóð“ frammi fyrir Jehóva. En sumir Júdamenn lifðu af vegna þess að þeir hlýddu orði Guðs, meðal annarra hinn trúfasti spámaður Jehóva, Jeremía. Aðrir sem lifðu af voru Eþíópíumaður að nafni Ebed-Melek og afkomendur Jónadabs. (Jeremía 35:18, 19; 39:11, 12, 16-18) Eins er það núna að ‚mikill múgur‘ ‚annarra sauða‘ Jesú, safnað saman út úr öllum þjóðum, mun lifa af Harmagedón inn í nýjan heim Guðs. (Opinberunarbókin 7:9; Jóhannes 10:14-16) Þeir einir sem læra og tala hið hreina tungumál munu lifa af.

16. Hvað þurfa menn að gera til að vera faldir á ‚reiðidegi Jehóva‘?

16 Líkt og það var úrskurður Jehóva að Júda og Jerúsalem skyldu þurrkuð út eins verður kristni heimurinn að farast. Já, eyðing allra falstrúarbragða er í nánd og þeir sem vilja bjargast verða að gera eitthvað í málinu tafarlaust. Þeir verða að gera það „áður en dagurinn er farinn hjá eins og hismi“ sem vindurinn feykir strax burt þegar korninu er kastað upp í loftið á þreskigólfinu. Til að fá umflúið reiði Guðs verðum við að tala hið hreina tungumál og taka til okkar aðvörun hans áður en brennandi reiðidagur Jehóva kemur yfir okkur. Á dögum Sefanía og nú á dögum leita auðmjúkir menn Jehóva, svo og réttlætis og auðmýktar. Það að leita Jehóva merkir að elska hann af öllu hjarta, sálu, huga og mætti. (Markús 12:29, 30) „Vera má að þér [þeir sem gera það] verðið faldir á reiðidegi [Jehóva].“ En hvers vegna segir spádómurinn „vera má“? Vegna þess að hjálpræði er komið undir trúfesti og þolgæði. (Matteus 24:13) Þeir sem samlaga sig réttlátum stöðlum Guðs og halda áfram að tala hið hreina tungumál munu verða faldir á reiðidegi Jehóva.

17. Hvaða spurningar bíða athugunar?

17 Þar eð ‚reiðidagur Jehóva‘ er nálægur og hjálpræði er undir því komið að við lærum og notum hið hreina tungumál, þá er núna rétti tíminn til að sökkva sér niður í að nema það og tala það. En hvernig er hægt að læra hið hreina tungumál og hvernig getur þú haft gagn af því að tala það?

Hverju svarar þú?

◻ Hver er uppruni mannlegs máls?

◻ Hvað er hið hreina tungumál?

◻ Hvers vegna eru orðin í Sefanía 3:8, 9 svona þýingarmikil núna?

◻ Hvað verðum við að gera til að vera falin ‚á reiðidegi Jehóva‘?

[Spurningar]