Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gleðstu yfir hreinni jörð framtíðarinnar

Gleðstu yfir hreinni jörð framtíðarinnar

Gleðstu yfir hreinni jörð framtíðarinnar

VIÐ getum fagnað því mjög að Jehóva, Guð reglu og hreinleika, muni standa við þann upphaflega tilgang sinn að gera alla jörðina að paradís! (Jesaja 11:6-9) Hann lofar: „Mitt orð, það er útgengur af mínum munni . . . hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar.“ „Óhugsandi er að [Guð] fari með lygi,“ þannig að þetta eru ekki innantóm orð. — Jesaja 55:11; Hebreabréfið 6:18.

Það er okkur léttir að Jehóva skuli í kærleika sínum skerast í leikinn áður en mennirnir hafa gengið svo langt að ekki verður aftur snúið, áður en allsherjarhrun umhverfisins er óumflýjanlegt! — Opinberunarbókin 11:18.

Jehóva mun fjarlægja alla sem halda iðrunar- og skeytingarlaust áfram að menga, og þá sem uppreisnarfullir látast ekki sjá meginreglur hans um reglu og hreinleika. Engum verður leyft að stofna endurreistri paradís í hættu. — Orðskviðirnir 2:20-22.

Þegar Guðsríki stjórnar verður mönnum kennt undir handleiðslu Krists að uppræta sérhverjar orskir efnislegrar mengunar sem eftir kunna að vera. Þá — ekki núna — verður nauðsynlegt fyrir alla þjóna Guðs, bæði sem einstaklinga og sem hóp, að taka virkan þátt í að hreinsa jörðina í áður óþekktum mæli. — Samanber Esekíel 39:8-16.

Þeir sem lifa af endalok hins núverandi illa heimskerfis munu styðja þetta efnislega hreinsunarátak af sömu kostgæfni og eldmóði og þeir vinna núna að andlegri hreinsunarherferð. — Sálmur 110:3.

Jörðin verður hreinsuð í mestu hreinsunarherferð sögunnar undir stjórn Guðsríkis, á því leikur enginn vafi. Sérhver mengunarvottur verður fjarlægður. Hvergi mun sjást veggjakrot. Hvergi munu tómar flöskur, dósir, tyggigúmmí- og sælgætisbréf, dagblöð og tímarit liggja eins og hráviði út um strendur eða nokkurn paradísarblett.

Gleðstu yfir hreinni jörð framtíðarinnar!

[Mynd á blaðsíðu 7]

Verður þú þátttakandi í hinni komandi hreinsun allrar jarðarinnar?