Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biðin var banvæn!

Biðin var banvæn!

Biðin var banvæn!

ÞRJÁR fjölskyldur, sjö fullorðnir og sex börn, hlupu örvæntingarfull til að forða lífi sínu. Þau virðast hafa hniprað sig saman í skjóli heimilis einhvers í von um að komast undan hræðilegu grjótregninu. En er drunur grjótregnsins þögnuðu tók önnur ógn við — svart, kæfandi öskuský. Núna var ekki um neitt annað að velja en hlaupa.

Í fararbroddi hljóp maður, líklega þjónn, með poka af vistum sem hékk á annarri öxlinni. Tveir drengir komu á hæla honum, annar um það bil fjögurra ára en hinn fimm ára, og leiddust þeir á hlaupunum. Hin eltu — skelfingu lostin, hrasandi og örvæntingarfull reyndu þau að forða sér. Þau reyndu að ná andanum, en í stað lofts önduðu þau að sér rakri ösku. Eitt af öðru féllu öll 13 og lágu síðan hreyfingarlaus og öskufallið gróf þau að lokum. Aumkunarverðar líkamsleifar þeirra áttu síðan eftir að liggja huldar þar til fornleifafræðingar fundu þær næstum 2000 árum síðar og réðu úr þeim atburðarásina þessi síðustu, dapurlegu augnablik í lífi þeirra.

Þetta voru aðeins fáein fórnarlömb af þeim 16.000 sem áætlað er að hafi farist í hinni fornu borg Pompei á Ítalíu þann 24. ágúst árið 79. Margir komust lífs af með því að flýja borgina þegar allra fyrsta gossprengingin varð í fjallinu Vesúvíusi. En þeir sem biðu — mestmegnis efnað fólk sem vildi ekki yfirgefa heimili sín og eignir — grófust undir 6 metra þykku grjót- og öskulagi.

Það sem gerðist í Pompei fyrir næstum 2000 árum heyrir sögunni til en á marga vegu á það sér hliðstæðu í þeim aðstæðum sem allt mannkynið er í núna. Út um heim allan blasir við tákn, miklum mun uggvænlegra en drunurnar í Vesúvíusi, og varar við að tortíming vofi yfir núverandi heimsskipan. Til að komast lífs af verðum við að bregðast strax við. Bið er banvæn. Hvert þetta tákn er og hvernig við getum brugðist skynsamlega við því er efni næstu greinar.

[Rétthafi]

Soprintendenza Archeologica di Pompei