Hve áreiðanlegar eru spár Biblíunnar?
Hve áreiðanlegar eru spár Biblíunnar?
NÓG er til af mannkynssögubókum. Þessar frásögur af atburðum liðinnar sögu eru oft spennandi aflestrar. Við lestur þeirra getum við oft lifað okkur inn í aðstæður til forna. Ímyndunaraflið fær lausan tauminn er fólk, staðir og atburðir virðast koma stökkvandi út úr þöglum blaðsíðunum.
Biblían er slík bók — full af hrífandi frásögum af atburðum fortíðar. Á síðum hennar getum við kynnst körlum og konum svo sem Abraham, Söru konu hans, Davíð konungi, Ester drottningu og kennaranum mikla, Jesú Kristi. Við getum nánast gengið með þeim, heyrt það sem þau sögðu og séð það sem þau sáu. En margir álíta Biblíuna miklu meira en sögurit. Þeir trúa að hún innihaldi það sem kallað hefur verið saga skrifuð fyrirfram. Hvers vegna? Vegna þess að Biblían er full af spám eða spádómum.
En hve áreiðanlegar eru spár Biblíunnar? Ef spádómar Biblíunnar um atburði fortíðarinnar rættust, ættum við þá ekki að búast við að spár hennar um atburði framtíðarinnar rætist? Við skulum líta núna á nokkur dæmi til að kanna hvort spár Biblíunnar séu áreiðanlegar.
Ísrael og Assýría á leiksviði heimsins
Spámaður Guðs, Jesaja, sem byrjaði spámannsferil sinn um árið 778 f.o.t., spáði: „Fótum troðinn skal hann verða, hinn drembilegi höfuðsveigur drykkjurútanna í Efraím [Ísrael]. Og fyrir hinu bliknandi blómi, hinni dýrlegu prýði, sem stendur á hæðinni í frjósama dalnum, skal fara eins og árfíkju, er þroskast fyrir uppskeru: Einhver kemur auga á hana og gleypir hana óðara en hann hefir náð henni.“ (Jesaja 28:3, 4) Eins og þarna var spáð var höfuðborg Ísraels, Samaría, orðin eins og þroskuð fíkja um miðja áttundu öld f.o.t. sem beið þess að hersveitir Assýríu tíndu hana og gleyptu. Það gerðist þegar Assýringar unnu Samaríu árið 740 f.o.t. — 2. Konungabók 17:6, 13, 18.
Að því kom að Assýría skyldi heyra sögunni til. Höfuðborgin Níníve var svo illræmd fyrir grimmilega meðferð fanga að hún var kölluð ‚hin blóðseka borg.‘ (Nahúm 3:1) Jehóva Guð hafði sjálfur fyrirskipað eyðingu hennar. Til dæmis sagði Guð fyrir milligöngu spámannsins Nahúms: „Sjá, ég rís í gegn þér . . . og ég vil . . . svívirða þig og láta þig verða öðrum að varnaðarvíti, svo að allir sem sjá þig, skulu flýja frá þér og segja: ‚Níníve er í eyði lögð!‘“ (Nahúm 3:5-7) Sefanía sagði einnig fyrir eyðingu Assýríu og Níníve. (Sefanía 2:13-15) Þessir spádómar uppfylltust árið 632 f.o.t. þegar sameinaður her Nabopolassars, konungs Babýlonar, og Cyaxaresar Medakonungs rændu Níníve og jöfnuðu við jörðu öllum að óvörum — svo rækilega að borgarstæðið var jafnvel óþekkt í liðlega 2000 ár. Babýlon varð næsta heimsveldi á leiksviði heimsins.
Eyðingu Babýlonar spáð
Biblían spáði því að babýlonska heimsveldinu yrði kollvarpað og sagði fyrir hvernig höfuðborg þess, Babýlon, myndi falla. Með nálega tveggja alda fyrirvara sagði spámaðurinn Jesaja að Efratfljótið myndi þorna upp. Það rann gegnum Babýlon og hliðin meðfram ánni voru mikilvægur þáttur í vörnum borgarinnar. Spádómurinn nafngreindi Kýrus sem sigurvegarann og sagði að „borgarhliðin“ yrðu ekki lokuð fyrir innrásarmönnunum. (Jesaja 44:27–45:7) Í samræmi við það sá Guð svo um að hliðin meðfram Efrat væru skilin eftir opin meðan hátíð stóð yfir nóttina sem hersveitir Kýrusar mikla gerðu árás. Þær komust því vandræðalaust inn í borgina eftir árfarveginum og hernámu Babýlon.
Sagnaritarinn Heródótus skrifaði: „Kýrus . . . staðsetti hluta liðsafla síns þar sem Efrat rennur inn í [Babýlon] og hinn hluta liðsins hinum megin þar sem áin rennur út, og fyrirskipaði báðum sveitunum að ryðjast inn í borgina eftir árfarveginum jafnskjótt og þær sæju að vatnið væri orðið nógu grunnt. . . . Með því að grafa skurð veitti hann ánni út í vatnið (sem þá var mýri) og lækkaði með þeim hætti svo mikið í ánni að hún varð væð, og persneski herinn, sem hafði verið skilinn eftir við Babýlon í þeim tilgangi, fór út í ána sem nú var ekki dýpri en svo að hún náði mönnum upp á mið læri, og með því að fara eftir farveginum komst herinn inn í borgina. . . . Hátíðahöld voru í gangi og borgarbúar héldu áfram að dansa og skemmta sér, jafnvel meðan borgin var að falla, uns blákaldur veruleikinn rann upp fyrir þeim.“ — Herodotus—The Histories, þýtt eftir enskri þýðingu Aubrey de Selincourt.
1. Pétursbréf 5:13) En í spádómi Jesaja stóð: „Svo skal fara fyrir Babýlon . . . sem þá er Guð umturnaði Sódómu og Gómorru. Hún skal aldrei framar af mönnum byggð vera.“ Guð hafði einnig sagt: „Ég vil . . . afmá nafn og leifar Babýlonsborgar, ætt og afkomendur.“ (Jesaja 13:19-22; 14:22) Eins og spáð var varð Babýlon að lokum að rústahaug. Einhver möguleg endurreisn þessarar fornu borgar gæti dregið að ferðamenn en borgin yrði eftir sem áður án ‚ættar og afkomenda.‘
Þessa sömu nótt varaði Daníel, spámaður Guðs, valdhafann í Babýlon við yfirvofandi ógæfu. (Daníel, 5. kafli) Babýlon hnignaði en stóð þó um nokkurra alda skeið eftir þetta. Þaðan skrifaði Pétur postuli til dæmis fyrra innblásna bréfið sitt á fyrstu öld okkar tímatals. (Daníel — spámaður Jehóva sem var í Babýlon er hún féll — sá sýn um sigurvegarana Meda og Persa. Hann sá tvíhyrndan hrút og geithafur með horn mikið milli augnanna. Geithafurinn réðst á hrútinn og fleygði honum til jarðar og braut hornin hans tvö. Síðan brotnaði hornið mikla á geithafrinum og fjögur horn spruttu upp í þess stað. (Daníel 8:1-8) Eins og Biblían spáði og sagan hefur staðfest táknaði tvíhyrndi hrúturinn Medíu-Persíu. Geithafurinn táknaði Grikkland. Og hvað um „hornið mikla“? Það reyndist vera Alexander mikli. Þegar þetta táknræna horn brotnaði komu fjögur táknræn horn (eða ríki) í staðinn. Eins og sagt var í spádóminum komust fjórir af hershöfðingjum Alexanders til valda eftir dauða hans — Ptólomeos Lagos í Egyptalandi og Palestínu, Selevkos Níkator í Mesópótamíu og Sýrlandi, Kassander í Makedóníu og Grikklandi og Lýsimakos í Þrakíu og Litlu-Asíu. — Daníel 8:20-22.
Spár um bjarta framtíð
Spádómar Biblíunnar um atburði svo sem eyðingu Babýlonar og fall Medíu-Persíu, eru einungis dæmi um þá mörgu spádóma Biblíunnar sem hafa ræst í fortíðinni. Biblían inniheldur líka spádóma um bjarta framtíð sem eiga að rætast fyrir atbeina Messíasar, hins smurða.
Ritarar kristnu Grísku ritninganna heimfærðu suma af Messíasarspádómum Hebresku ritninganna á Jesú Krist. Til dæmis bentu guðspjallaritarar á að Jesús hafi fæðst í Betlehem eins og spámaðurinn Míka sagði fyrir. (Míka 5:1; Lúkas 2:4-11; Jóhannes 7:42) Spádómur Jeremía uppfylltist þegar börn voru drepin eftir fæðingu Jesú. (Jeremía 31:15; Matteus 2:16-18) Orð Sakaría (9:9) uppfylltust þegar Kristur reið inn í Jerúsalem á ösnufola. (Jóhannes 12:12-15) Og þegar hermenn skiptu með sér fötum Jesú eftir að hann var staurfestur uppfylltust orð sálmaritarans: „Þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn.“ — Sálmur 22:19.
Aðrir Messíasarspádómar tala um gleðitíma handa mannkyninu. Í sýn sá Daníel ‚einhvern sem mannssyni líktist‘ er fékk „vald, heiður og ríki“ frá Jehóva, ‚hinum aldraða.‘ (Daníel 7:13, 14) Jesaja sagði um Messíasarstjórn þessa himneska konungs, Jesú Krists: „Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting [Jehóva] allsherjar mun þessu til vegar koma.“ — Jesaja 9:6, 7.
Áður en réttlát stjórn Messíasar hefur tekið völd að fullu eiga þýðingarmiklir atburðir að gerast. Þeim er líka spáð í Biblíunni. Sálmaritarinn söng um Messíasarkonunginn: „Gyrð lendar þínar sverði, þú hetja, ljóma þínum og vegsemd. Sæk Sálmur 45:4, 5) Með vísan til okkar daga sagði Ritningin einnig: „En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“ — Daníel 2:44.
fram sigursæll sakir tryggðar og réttlætis, hægri hönd þín mun sýna þér ógurlega hluti.“ (Sálmur 72 gefur innsýn í ástandið eins og það mun verða undir stjórn Messíasar. Til dæmis mun „réttlætið blómgast“ um hans daga „og gnóttir friðar, uns tunglið er eigi framar til.“ (Vers 7) Þá verður engin kúgun né ofbeldi. (Vers 14) Enginn mun líða hungur því að „gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ (Vers 16) Og hugsaðu þér! Þú getur notið þessara blessana og fleiri í jarðneskri paradís þegar núverandi heimskerfi víkur fyrir nýjum heimi sem Guð hefur lofað. — Lúkas 23:43, NW; 2. Pétursbréf 3:11-13; Opinberunarbókin 21:1-5.
Spár Biblíunnar verðskulda því sannarlega að þú kynnir þér þær. Hví ekki að biðja votta Jehóva um frekari upplýsingar? Rannsókn á spádómum Biblíunnar getur hjálpað þér að sjá hvar við stöndum í straumi tímans. Það að kynna þér stórkostlega ráðstöfun Jehóva til eilífrar blessunar öllum sem elska hann og hlýða honum getur líka vakið í hjarta þér djúpa þakkarkennd í hans garð.
[Mynd á blaðsíðu 5]
Veist þú hvað sýn Daníels um geithafurinn og hrútinn merkir?
[Mynd á blaðsíðu 7]
Munt þú lifa það að sjá spádóma Biblíunnar um hamingjuríkt líf á jörð sem verður paradís rætast?