Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvers vegna að prófa nákvæmni Biblíunnar?

Hvers vegna að prófa nákvæmni Biblíunnar?

Hvers vegna að prófa nákvæmni Biblíunnar?

Hvaða augum lítur þú Biblíuna? Sumir hafa þá bjargföstu trú að hún sé opinberun Guðs til manna. Aðrir líta á hana sem hverja aðra bók. Og sumir eru óákveðnir. Ef þú hefur einhverjar efasemdir um uppruna Biblíunnar er ærin ástæða fyrir þig að rannsaka hana og ganga úr skugga um hvort henni sé treystandi.

ALLT fram á 18. öld var Biblían almennt virt sem orð Guðs í löndum kristna heimsins. Á 19. öld tóku hins vegar æ fleiri menntafrömuðir, vísindamenn og jafnvel guðfræðingar og kirkjuleiðtogar að láta opinberlega í ljós efasemdir um nákvæmni Biblíunnar.

Afleiðingin er sú að biblíugagnrýni er orðin svo útbreidd að margir fella dóm án þess að vita einu sinni hvað Biblían inniheldur. Margt fólk í kristna heiminum horfir núna frekar til heimspeki manna en Biblíunnar. En nútímaheimspeki hefur ekki skapað öruggari eða hamingjusamari heim. Það er ein góð ástæða til að rannsaka Biblíuna og kanna hvort leiðsögn hennar hefur hamingju og farsæld í för með sér.

Önnur ástæða til að sannprófa nákvæmni Biblíunnar er hinar stórkostlegu framtíðarhorfur sem hún gefur fyrirheit um. Til dæmis segir Sálmur 37:29: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Opinberunarbókin 21:3-5) Hvaða áhrif hafa slík fyrirheit á þig? Þau eru svo sannarlega fullgóð ástæða til að rannsaka Biblíuna og kanna hvort hægt sé að treysta henni.

Þetta tímarit hefur alltaf haldið fram sannleiksgildi Biblíunnar og oft komið fram með sannanir fyrir nákvæmni hennar. Hægt er að sannprófa nákvæmni Biblíunnar á fjölmörgum sviðum. Nokkur tölublöð Varðturnsins hjálpa þér að svara þessum spurningum: Samræmast þekktar staðreyndir fornaldarsögunnar Biblíunni? Eru spádómar hennar nákvæmir? Eru ráð hennar raunhæf eða hafa menntafrömuðir og heimspekingar nútímans sannað að Biblían sé úrelt?

Landafræði er annað svið þar sem hægt er að sannprófa nákvæmni Biblíunnar. Heiðnar goðsagnir stangast oft á við landfræðilegar staðreyndir. Til dæmis gengu sögur hjá mörgum fornþjóðum af ferðum til svokallaðra dánarheima. Bókin A Guide to the Gods segir um Forn-Grikki: „Menn sáu jörðina sem flatneskju umkringda breiðu vatnsbelti sem kallað var úthafið. Handan þess lágu dánarheimar, drungalegt eyðiland með dökkum, ávaxtalausum plöntum á víð og dreif.“ Þegar þetta reyndist goðsögn urðu heiðnir heimspekingar að finna hinum svokölluðu dánarheimum nýjan stað. „Hentugur staður fannst undir jörðinni sem tengdist þessum heimi gegnum ýmsa hella,“ segir bókarhöfundur, Richard Carlyon. Núna vitum við að það er líka goðsögn. Engir slíkir undirheimar eða leiðir þangað eru til.

Ólíkt goðsögnum fornþjóða er ekki að finna í Biblíunni þá röngu heimsmynd að jörðin sé flöt. Hún lýsir þeim vísindalega sannleika að jörðin sé hnöttótt og hvíli á engu. (Jobsbók 26:7; Jesaja 40:22) Hvað um aðrar landfræðilegar lýsingar sem nefndar eru í Biblíunni? Eru þær goðsagnakenndar eða eða hægt að sjá atburði biblíusögunnar ljóslifandi fyrir sér þegar farið er til Egyptalands, meðal annars Sínaískaga, og Ísraels nú á tímum?

[Mynd á blaðsíðu 3]

„Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni.“ — Jesaja 40:22.

„Hann . . . lætur jörðina svífa í tómum geimnum.“ — Jobsbók 26:7.