Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þau fundu frið i̇́ ófriðsömum heimi

Þau fundu frið i̇́ ófriðsömum heimi

Þau fundu frið i̇́ ófriðsömum heimi

MYNDIN á forsíðu þessa blaðs sýnir harðan bardaga í Bosníu og Hersegóvínu. Er nokkurn frið að finna þar? Já, þótt undarlegt kunni að virðast. Meðan rómversk-kaþólskir, rétttrúnaðarmenn og múslímar berjast um yfirráð yfir þessu ólánsama landi þrá margir frið og sumir hafa fundið hann.

Djorem-hjónin voru vottar Jehóva og bjuggu í Sarajevó. Þrátt fyrir alla ólguna þar í borg voru þau vön að heimsækja nágranna sína til að segja þeim frá fagnaðarerindinu um ríki Guðs. (Matteus 24:14) Af hverju? Af því að þau vissu að Guðsríki er raunverulegt, að það er nú þegar stofnsett á himnum og að það er besta og einasta friðarvon mannkynsins. Vottar Jehóva bera fullt traust til þess sem Páll postuli kallaði „fagnaðarerindi friðarins.“ (Efesusbréfið 2:17, NW) Svo er fólki eins og Bozo og Hena Djorem fyrir að þakka að margir finna frið í Bosníu og Hersegóvínu.

Raunverulegur friður í nánd

En áður en við segjum meira af Djorem-hjónunum skulum við lesa um önnur hjón sem öðluðust traust á ríki Guðs. Þau heita Artúr og Arína. Þau og ungir synir þeirra bjuggu í einu af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. Þegar borgarastríð braust út barðist Artúr með öðrum stríðsaðilanum. En fljótlega spurði hann sjálfan sig: ‚Af hverju er ég að berjast gegn þessum fyrrverandi nágrönnum mínum?‘ Hann fór úr landi og komst loks með fjölskyldu sína til Eistlands eftir miklar þrengingar.

Artúr var á ferðalagi í St. Pétursborg er hann hitti votta Jehóva og hreifst af því sem þeir sögðu honum um ríki Guðs. Þeir fræddu hann um þann vilja Jehóva að mjög bráðlega verði aðeins ein stjórn yfir mannkyninu. (Daníel 2:44) Þá verður friður á jörð, og borgarastríð og alþjóðaátök heyra sögunni til. Jesaja spáði um þá tíma: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á [Jehóva], eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ — Jesaja 11:9.

Er vottur sýndi Artúr mynd listamanns af friðsælli jörð framtíðarinnar í biblíunámsriti, sagði Artúr að hann hefði búið á stað sem líktist myndinni. En núna væri verið að eyðileggja hann í borgarastríði. Artúr og fjölskylda hans eru núna að fræðast meira um ríki Guðs í biblíunámi með hjálp votta Jehóva í Eistlandi.

Friður mitt í ólgu

Sálmur 37:37 segir: „Gef gætur að hinum ráðvanda og lít á hinn hreinskilna, því að friðsamir menn eiga framtíð fyrir höndum.“ Sá maður, sem er ráðvandur og hreinskilinn í augum Guðs, á ekki bara eftir að njóta friðar í framtíðinni. Hann nýtur friðar nú þegar. Hvernig getur það verið? Lestu frásögn Pauls.

Paul býr í afskekktum flóttamannabúðum í suðvestanverðri Eþíópíu en er reyndar frá grannlandi Eþíópíu. Í heimalandi sínu hitti hann vott Jehóva sem vann hjá olíufélagi, og þessi vottur gaf honum biblíunámsritið Sannleikurinn sem leiðir til eilífs lífs. * Paul hitti vottinn aldrei aftur en las bókina vandlega. Borgarastríð hrakti hann úr landi, og í flóttamannabúðum í Eþíópíu talaði hann við aðra um það sem hann hafði lært. Lítill hópur viðurkenndi það sem sannleikann. Fljótlega var þetta fólk farið að prédika fyrir öðrum í búðunum það sem það hafði lært.

Paul skrifaði aðalstöðvum Varðturnsfélagsins og bað um hjálp. Boðberi frá Addis Ababa varð steinhissa er hann fann 35 manna hóp sem beið hans, tilbúinn að læra meira um ríki Guðs. Gerðar voru ráðstafanir til að veita þessu fólki reglubundna hjálp.

Hvernig er hægt að segja að menn eins og Paul njóti friðar? Enda þótt þeir eigi ekki auðvelda ævi trúa þeir á Guð. Þegar ólgan í heiminum hefur áhrif á þá fara þeir eftir ráðleggingu Biblíunnar: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“ Af því leiðir að þeir njóta hamingju sem er orðin fágæt nú á dögum. Orð Páls postula við söfnuðinn í Filippí eiga við þá: „Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Þeir eiga svo sannarlega náið samband við Jehóva, „Guð friðarins.“ — Filippíbréfið 4:6, 7, 9.

Friður núna

Hinn krýndi konungur Guðsríkis er Jesús Kristur, kallaður ‚Friðarhöfðinginn‘ í Biblíunni. (Jesaja 9:6) Um hann sagði spámaður til forna: „Hann mun veita þjóðunum frið með úrskurðum sínum. Veldi hans mun ná frá hafi til hafs og frá Fljótinu til endimarka jarðarinnar.“ (Sakaría 9:10) Innblásin orð eins og þessi höfðu djúp áhrif á líf manns er José heitir.

José sat í fangelsi um tíma. Hann var hryðjuverkamaður og hafði verið handtekinn er hann var að undirbúa það að sprengja lögregluskála í loft upp. Hann áleit að ekkert nema ofbeldi gæti neytt stjórnvöld til að bæta ástandið í heimalandi hans. Meðan hann sat í fangelsi fóru vottar Jehóva að nema Biblíuna með eiginkonu hans.

Eftir að José var laus úr fangelsi fór hann líka að nema Biblíuna og innan tíðar fóru orðin í Sálmi 85:9 að eiga við hann: „Ég vil hlýða á það sem Guð [Jehóva] talar. Hann talar frið til lýðs síns og til dýrkenda sinna.“ En versinu lýkur með varnaðarorðum: „Lát þá ekki verða sjálfsörugga.“ (NW) Sá sem leitar friðar Jehóva vogar sér því ekki að hegða sér óháð honum eða í andstöðu við vilja hans.

Núna eru José og eiginkona hans kristnir boðberar. Þau benda öðrum á ríki Jehóva sem einu lausnina á þeim vandamálum sem José reyndi áður að leysa með heimagerðum sprengjum. Þau eru fús til að treysta Biblíunni sem segir: ‚Jehóva gefur gæði.‘ (Sálmur 85:13) José heimsótti reyndar nýlega skálana sem hann ætlaði að sprengja í loft upp. Til hvers? Til að tala við íbúana þar um ríki Guðs.

Friðsamt fólk

Í Sálmi 37:10, 11 segir Biblían: „Innan stundar eru engir guðlausir til framar, þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir. En hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu [„friði,“ NW].“ Hvílíkar framtíðarhorfur!

En tökum eftir að friður Jehóva er aðeins handa ‚hógværum.‘ Þeir sem leita friðar þurfa að læra að vera friðsamir. Sem dæmi má nefna Keith sem býr á Nýja-Sjálandi. Honum var lýst sem „sterkbyggðum, ákveðnum, árásargjörnum og þrasgjörnum.“ Hann tilheyrði óaldarflokki og bjó í húsi sem var eins og virki með þrem varðhundum í garðinum til að fæla frá óboðna gesti. Konan hans, sem hann átti sex börn með, hafði skilið við hann.

Þegar Keith hitti votta Jehóva hafði fagnaðarerindið djúp áhrif á hann. Innan skamms voru hann og börnin hans farin að sækja samkomur hjá vottunum. Hann klippti mittissítt hárið og fór að tala við fyrrverandi félaga sína um ríki Guðs. Sumir þeirra fóru líka að nema Biblíuna.

Líkt og milljónir hreinhjartaðra manna um heim allan fór Keith að fylgja orðum Péturs postula: „Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, . . . sneiði hjá illu og gjöri gott, ástundi frið og keppi eftir honum.“ (1. Pétursbréf 3:10, 11) Fyrrverandi eiginkona Keiths féllst á að giftast honum aftur og hann er nú að læra að ‚ástunda frið og keppa eftir honum.‘

Friður Jehóva hefur bjargað lífi margra, þeirra á meðal fyrrverandi íþróttamanns frá Sovétríkjunum gömlu. Þessi maður hafði unnið til verðlauna á Ólympíuleikjum en vonleysi hafði sótt á hann svo að hann fór að neyta fíkniefna og drekka. Eftir 19 viðburðarík ár, meðal annars þriggja ára vinnubúðadóm í Síberíu, skipsferð sem laumufarþegi til Kanada og fíkniefnaneyslu sem hafði tvisvar næstum kostað hann lífið, bað hann Guð að hjálpa sér að finna sannan tilgang í lífinu. Biblíunám með rússneskumælandi votti Jehóva hjálpaði honum að finna svörin við spurningum sínum. Nú hefur þessi maður eignast frið við Guð og sjálfan sig líkt og milljónir annarra.

Upprisuvonin

Við skulum að lokum snúa okkur aftur að Bozo og Hena Djorem í Sarajevó. Þau hjónin áttu fimm ára dóttur, Magdalenu. Í júlí síðastliðnum voru þau þrjú í þann mund að fara að heiman til að taka þátt í prédikunarstarfinu er þau létust öll í sprengingu. Hvað um friðinn sem þau höfðu prédikað fyrir öðrum? Þýddi sprengikúlan, sem kostaði þau lífið, að þetta hafði ekki verið sannur friður?

Alls ekki! Harmleikir eiga sér stað í þessu heimskerfi. Sprengjur eða sprengikúlur bana sumum. Aðrir deyja af völdum sjúkdóma eða af slysförum. Margir deyja sökum elli. Þeir sem njóta friðar Guðs eru ekki ónæmir fyrir slíku, en þótt slíkt geti gerst eru þeir ekki án vonar.

Jesús hét Mörtu vinkonu sinni: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóhannes 11:25) Djorem-hjónin trúðu þessu líkt og allir vottar Jehóva. Og þau höfðu þá von að þau myndu hljóta upprisu á friðsælli jörð ef þau dæju. Jehóva Guð „mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ — Opinberunarbókin 21:4.

Rétt fyrir dauða sinn sagði Jesús fylgjendum sínum: „Minn frið gef ég yður. . . . Hjarta yðar skelfist ekki.“ (Jóhannes 14:27) Við fögnum í voninni með Djorem-hjónunum sem höfðu þennan frið og munu örugglega njóta hans í enn fyllri mæli í upprisunni. Við gleðjumst vegna allra þeirra sem tilbiðja Jehóva, Guð friðarins. Þeir hafa hugarfrið. Þeir eiga frið við Guð. Þeir ástunda frið við aðra. Og þeir treysta á friðsæla framtíð. Já, þeir hafa fundið frið þótt þeir búi í ófriðsömum heimi. Allir, sem tilbiðja Guð í anda og sannleika, njóta svo sannarlega friðar. Megir þú líka finna slíkan frið.

[Neðanmáls]

^ Gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

[Mynd á blaðsíðu 7]

þau hafa fundið frið þótt þau búi í ófriðsömum heimi.