Þeir komu saman sem glaðir menn er lofa Guð
Þeir komu saman sem glaðir menn er lofa Guð
FÓLKI Jehóva Guðs til forna var boðið að „gleðjast mikillega“ er það kom saman í tilbeiðsluskyni. (5. Mósebók 16:15) Umdæmismótin 1995/96, „Glaðir menn sem lofa Guð,“ hafa vissulega verið vottum Jehóva ríkulegt gleðiefni.
Þessi mót byggðu upp trú manna. Þau sýndu líka hvernig finna má gleði í gleðisnauðum heimi. Við skulum rifja mótið upp dag fyrir dag.
‚Lofið Jehóva þið lýðir . . . gleðjist!‘
Þetta var stef fyrsta mótsdagsins, byggt á Sálmi 149:1, 2. Ræðan „Við höfum ástæðu til að syngja gleðisöng“ fjallaði um heimfærslu spádómsins í Jesaja 35. kafla. Hann rættist í Forn-Ísrael en þó sérstaklega á okkar dögum þegar dýrkendum Jehóva veitist velsæld og heilbrigði á ný í andlegri paradís. Mótsgestir höfðu því ástæðu til að syngja gleðisöng fyrir það sem Guð veitir fólki sínu í andlegri paradís og á eftir að veita því í hinni bókstaflegu paradís sem er svo nálæg.
Aðalræðan, „Aðgreindir sem glaðir menn er lofa Guð um allan heim,“ svaraði spurningunni: Hvað greinir okkur frá þessum heimi? Það er einhuga tilbeiðsla okkar á Jehóva. Hvar sem vottar Jehóva búa hér á jörð tala þeir og kenna hið sama. Þeir gleðjast líka yfir stórfenglegum tilgangi Jehóva að helga heilagt nafn sitt og réttlæta drottinvald sitt fyrir atbeina ríkis síns. En hvernig hjálpar Jehóva okkur að eiga hlutdeild í þessum tilgangi? Hann hefur trúað okkur fyrir sannleikanum í heilögu orði sínu. Hann hefur gefið okkur heilagan anda sinn. Hann hefur blessað okkur með heimsbræðralagi og hreinu tilbeiðslufyrirkomulagi. Alþjóðafjölskylda okkar hjálpar okkur að þjóna Jehóva með hjartans gleði.
Ræðan „Að halda sér aðgreindum frá heiminum og óflekkuðum af honum“ lagði áherslu á að við þyrftum að forðast hlutdrægni og stéttaskiptingu. (Jakobsbréfið 2:5-9) Sumir hafa kannski ekki samneyti við aðra en þá sem eru af svipuðum uppruna og þeir sjálfir eða með svipaðan efnahag, og vanrækja kristna bræður sína sem eru fátækir eða bágstaddir. Aðrir gefa sig kannski helst að þeim sem hafa stöðu eða ábyrgð í söfnuðinum. Þeir gleyma, að mestu sérréttindi sérhvers manns eru þau að vera vottur um Jehóva. Þess vegna megum við ekki leyfa veraldlegum tilhneigingum að flekka okkur og trufla frið safnaðarins. — 2. Pétursbréf 3:14.
Ræðan „Er ég tilbúinn að giftast?“ benti á að margir gangi í hjónaband í fljótræði. Sumir giftast til að flýja erfiðar heimilisaðstæður eða vegna þess að jafnaldrarnir eru að giftast. En gildar ástæður til að giftast eru meðal annars gagnkvæm löngun til að keppa að guðræðislegum markmiðum, sönn ást, þörf fyrir félagsskap og öryggi og löngunin til að eignast börn. Andlegur þroski er nauðsynlegur undirbúningur fyrir hjónaband. Meðal annars þarf að byggja upp eftirsóknarverða eiginleika með því að íklæðast nýja persónuleikanum. Það er einnig skynsamlegt að ganga úr skugga um að tilvonandi maki eigi raunverulegt og innilegt samband við Jehóva og sýni öðrum virðingu. Og það er viturlegt Orðskviðirnir 11:14.
að leita ráða þroskaðra kristinna manna. —Eftir þetta fróðlega erindi kom annað: „Foreldrar sem hafa yndi af börnum sínum.“ Barnsfæðing er yfirleitt mikil gleðistund. En barneignum fylgir líka mikil ábyrgð. (Sálmur 127:3) Það er því mikilvægt að börnum sé kennt að elska Jehóva. Foreldrarnir geta gert það með því að tala að staðaldri um Jehóva við börnin sín og með því að fara eftir meginreglum orðs hans í fjölskyldunni.
Fyrsta mótsdeginum lauk með óvæntri gjöf — útkomu nýja bæklingsins Vottar Jehóva og menntun. Hann bendir á að vottarnir „hvetji börnin sín til að leggja sig fram og taka alvarlega þau verkefni sem þeim eru sett fyrir í skólanum.“ Bæklingurinn greinir einnig frá góðum árangri af lestrar- og skriftarkennslu sem vottar Jehóva hafa staðið að um langt árabil í Nígeríu, Mexíkó og fleiri löndum. Þessi bæklingur ætti að sýna kennurum fram á að við leggjum mikla áherslu á menntun.
‚Berið án afláts fram lofgjörðarfórn fyrir Guð‘
Þetta voru einkunnarorð annars dagsins, byggð á Hebreabréfinu 13:15. Á morgundagskránni var ræðusyrpa sem hét: „Svörum kallinu að lofa Jehóva.“ Aldur er engin hindrun í vegi fyrir því að svara þessu kalli. Sálmur 148:12, 13 hvetur yngismenn og yngismeyjar, öldunga og unga sveina til að lofa Jehóva. Margir af glöðum þjónum Jehóva hafa getað aukið lofsöng sinn. Um heim allan eru yfir 600.000 prédikarar í fullu starfi, svokölluðu brautryðjandastarfi. Yfir 15.000 eru sérbrautryðjendur og rúmlega 15.000 eru í Betelþjónustu.
Í ræðunni „Þjónað í hollustu með skipulagi Jehóva“ var sýnt fram á að hollusta sé ómissandi fyrir þjóna Guðs. Að sýna Jehóva hollustu merkir að halda sér fast við hann með slíkri tryggð að hún sé eins og sterkt lím. Hollusta útheimtir að við forðumst að brjóta boð Biblíunnar vísvitandi, hvort sem aðrir sjá til okkar eða ekki. Hún útheimtir líka að við styðjum kenningar Biblíunnar heilshugar, sem komið er á framfæri í tímaritunum Varðturninum og Vaknið!, og höldum tryggð við alla aðra andlega fæðu sem kemur frá Varðturnsfélaginu. Skírnarræðan var flutt að þessari ræðu lokinni. Það var mjög gleðilegt að sjá skírnþegana sýna í verki að þeir væru vígðir Jehóva!
Ræðan „Dyggðir eða lestir — hvort leggur þú stund á?“ var byggð á orðunum í Hósea 4:1-3. Þótt afstaða heimsins til dyggðar hafi breyst mjög til verri vegar verða kristnir menn að ‚leggja alla stund á‘ að skara fram úr með siðferði sínu. (2. Pétursbréf 1:5) Hreint siðferði á upptök sín í huga mannsins. Ef hugsanirnar eru dyggðugar verður málfar hans hreint, heilnæmt og uppbyggjandi, og hann leitast við að vera heiðarlegur í samskiptum við aðra. Að leggja stund á dyggð felur líka í sér að leitast við að vera skilningsríkur og meðaumkunarsamur við kristinn trúbróður sem er þjáður eða þunglyndur. — 1. Þessaloníkubréf 5:14.
Í annarri ræðu, „Forðastu snörur djöfulsins,“ voru kristnir menn varaðir við því að hleypa áhrifum illra anda að sér. Á sviði sjúkdómsmeðferðar þurfa kristnir menn að vara sig á aðferðum sem eru af dulrænum toga, svo sem dáleiðslu. Að öðru leyti er það persónulegt mál hvernig fólk hugsar um líkamsheilsuna.
Öðrum deginum lauk með óvæntri ánægju — útkomu nýrrar vasabrotsbókar sem gerð er til að hjálpa hjartahreinum mönnum að taka skjótum framförum til vígslu og
skírnar. Bókin er 192 blaðsíður og nefnist Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Nýja Þekkingarbókin kemur sannleikanum á framfæri á uppbyggjandi hátt. Hún eyðir ekki löngu máli í að afsanna falskenningar. Skýrt mál og rökföst úrvinnsla ætti að gera þessa bók auðvelda í notkun í biblíunámum og hjálpa fólki að skilja hina hrífandi þekkingu á Guði.„Gleðjist og fagnið ævinlega“
Þessi orð úr Jesaja 65:18 voru einkunnarorð þriðja mótsdagsins. Uppfylling biblíuspádómanna bendir á að síðustu dagar þessa illa heimskerfis hafi hafist árið 1914. Þess vegna fylgdust áheyrendur vel með ræðusyrpunni „Glaðir menn sem lofa Guð á endalokatíma þessa heimskerfis.“ Ræðumennirnir bentu á hvernig græðgi og ofbeldisandi heimsins hrífur menn með sér í milljarðatali. Þeir eru hluti þess heims, sem Satan er höfðingi yfir, og verða dæmdir með honum. Nú er því rétti tíminn til að gera upp hug sinn. Hvoru megin viljum við standa? Viljum við tilbiðja Jehóva og styðja drottinvald hans eða leyfum við Satan að vera höfðingi okkar með því að gera það sem honum þóknast? Öll ættum við að taka ótvíræða afstöðu með Jehóva.
Opinberi fyrirlesturinn, „Lofið konung eilífðarinnar!,“ gaf öllum viðstöddum ærið umhugsunarefni. Enda þótt eilífðarhugtakið virðist ofvaxið mannlegum skilningi hefur Jehóva fullan skilning á því. „[Jehóva] er konungur um aldur og ævi,“ söng sálmaritarinn. (Sálmur 10:16) Þessi konungur eilífðarinnar hefur opnað mannkyninu leiðina til eilífs lífs fyrir milligöngu sonar síns, Jesú Krists. (Jóhannes 17:3) „Já, við syndugir menn getum náð að eignast eilíft líf með uppfræðslu frá Guði og trú á lausnarfórn Jesú,“ sagði ræðumaðurinn.
Mótsgestir uppbyggðust við það að hlýða á lokaræðuna, „Lofið Jehóva með gleði dag eftir dag.“ Það var hugreystandi að heyra fréttir af framgangi boðunarstarfsins og kennslunnar um allan heim. Og mótsgestir voru hvattir til að ‚prísa Jehóva á hverjum Sálmur 145:2.
degi og lofa nafn hans um aldur og ævi.‘ —Ólýsanleg grimmdarverk ræna heiminn gleði. En þeir sem bera fullt traust til Jehóva geta notið gleðinnar sem kemur frá honum. Sem heimsbræðralag geta vottar Jehóva því endurtekið orðin í Sálmi 35:27, 28: „Lát þá kveða fagnaðarópi og gleðjast, er unna mér réttar, lát þá ætíð segja: ‚Vegsamaður sé [Jehóva], hann sem ann þjóni sínum heilla!‘ Og tunga mín skal boða réttlæti þitt, lofstír þinn liðlangan daginn.“
[Mynd á blaðsíðu 7]
Fjölskyldur eiga eftir að njóta góðs af bæklingnum „Vottar Jehóva og menntun.“
[Mynd á blaðsíðu 8]
Nýja bókin, „Þekking sem leiðir til eilífs lífs,“ kemur sannleika Biblíunnar á framfæri á uppbyggilegan hátt.
[Myndir á blaðsíðu 9]
Margir létu skírast til tákns um vígslu sína til Jehóva.
[Myndir á blaðsíðu 9]
Mótsgestir hrifust mjög af leikritinu „Heiðrum verðuga í elli þeirra.“