Huggun í neyð
(Rammi úr greininni Comfort and Encouragement—Gems of Many Facets í wE 15/1 96 bls. 21)
Huggun í neyð
MARGIR hafa tjáð sig um það hvernig ákveðnar greinar í Varðturninum eða Vaknið! hafi styrkt einkasamband þeirra við Jehóva. Einn sagði: „Eftir að ég las þessa grein fannst mér Jehóva vera hjá mér í öllum sínum mætti og mikilleik. Mér fannst hann vera raunveruleg persóna.“ Í öðru bréfi sagði: „Viðhorf okkar til Jehóva hafa gerbreyst og við erum ekki lengur söm í huga og hjarta. Það er eins og einhver hafi gljáfægt gleraugun okkar þannig að nú sjáum við allt mjög skýrt og greinilega.“
Sumir skrifa til að segja hvernig blöðin hafi hjálpað þeim að takast á við ákveðin vandamál eða raunir, og þannig fullvissað þá um persónulegan áhuga Jehóva á þeim. Einn lesandi orðaði það þannig: „Innilegustu þakkir fyrir að hjálpa okkur enn á ný að sjá hve annt Jehóva er um fólk sitt og hve heitt hann elskar það.“ Kona í Japan, sem missti barn, sagði þetta um greinar í Vaknið! er fjölluðu um barnamissi: „Blaðið gerði hina miklu miskunn Guðs svo ljóslifandi og ég grét og grét og grét. Ég hef þessar greinar tiltækar þar sem ég get lesið þær um leið og mér líður illa og er einmana.“ Önnur sorgmædd kona skrifaði: „Greinar Varðturnsins og Vaknið! og bæklingurinn Þegar ástvinur deyr hafa veitt mér þann styrk sem ég þarfnaðist til að þrauka sorgarstundirnar.“
Heilög Ritning er helsta uppspretta huggunarinnar. (Rómverjabréfið 15:4) Varðturninn byggir efni sitt á Biblíunni og það gerir förunautur þess, tímaritið Vaknið!, einnig. Þar af leiðandi hafa þessi tímarit verið lesendum sínum bæði til huggunar og hvatningar.