Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ertu fórnarlamb fordóma?

Ertu fórnarlamb fordóma?

Ertu fórnarlamb fordóma?

HVAÐ er sameiginlegt með þjóðernisofbeldi, kynþáttamisrétti, mismunun, kynþáttaaðskilnaði og þjóðarmorðum? Þetta er allt sprottið af mjög útbreiddri tilhneigingu meðal manna — fordómum.

Hvað eru fordómar? Orðabók skýrir fordóma sem ‚hleypidóma, ógrundaða dóma.‘ Fordómar eru sem sé skoðun sem maður myndar sér að óathuguðu máli. Sökum ófullkomleika hættir okkur til vissra fordóma. Kannski rekur þig minni til að hafa stundum dæmt án þess að þekkja allar staðreyndir. Biblían ber slíkar fordómatilhneigingar saman við það hvernig Jehóva Guð dæmir. Hún segir: „Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en [Jehóva] lítur á hjartað.“ — 1. Samúelsbók 16:7.

Fordómar geta sært

Allir hafa eflaust einhvern tíma orðið fyrir röngum dómi annarra. (Samanber Prédikarann 7:21, 22.) Almennt talað erum við öll fórnarlömb fordóma. En þegar fordómahugsunum er vísað fljótt á bug valda þær líklega litlu eða engu tjóni. Hið skaðlega er að láta hugann dvelja við slíkt. Það getur blekkt okkur þannig að við förum að trúa ósannindum. Sökum fordóma trúa sumir til dæmis einlæglega að menn geti verið ágjarnir, latir, heimskir eða drambsamir bara af því að þeir eru af ákveðnu þjóðerni eða tilheyra ákveðnum trúarhópi eða þjóðarbroti.

Algengt er að rangur dómur af þessu tagi stuðli að ósanngirni, lastmælgi eða jafnvel ofbeldi í garð annarra. Milljónir manna hafa látið lífið í fjöldamorðum, þjóðarmorðum, þjóðernishreinsunum og annars konar öfgafullum fordómum.

Um heim allan hafa stjórnvöld barist gegn fordómum með því að lögtryggja friðhelgi frelsis, öryggis og jafnræðis. Í stjórnarskrám eða helstu lögum flestra landa má eflaust finna ákvæði þess efnis að standa skuli vörð um réttindi allra borgara, óháð kynþætti, kyni eða trú. En hvað sem því líður eru fordómar og mismunun daglegt brauð um heim allan.

Ert þú fórnarlamb fordóma? Hefur þú verið stimplaður ágjarn, latur, heimskur eða drambsamur aðeins vegna kynþáttar, aldurs, kyns, þjóðernis eða trúar? Er þér synjað um viðunandi menntun, atvinnu, húsnæði og félagslega þjónustu vegna fordóma? Hvernig geturðu spjarað þig ef svo er?

[Mynd á blaðsíðu 3]

Fordómar stuðla að kynþáttahatri.

[Rétthafi]

Nina Berman/Sipa Press