Hvernig lítur Guð á tilbeiðslu kristna heimsins?
Hvernig lítur Guð á tilbeiðslu kristna heimsins?
„EKKI mun hver sá, sem við mig segir: ‚Herra, herra,‘ ganga inn í himnaríki,“ sagði Jesús Kristur, „heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: ‚Herra, herra, höfum vér ekki . . . gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?‘ Þá mun ég votta þetta: ‚Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.‘“ — Matteus 7:21-23.
Guð sýnir greinilega í heilögu orði sínu, Biblíunni, hver sé vilji hans. Eru kirkjur kristna heimsins að gera vilja Guðs? Eða eru þær „illgjörðamenn“ eins og Jesús kallaði það?
Blóðskuld
Nóttina fyrir dauða meistara síns lá við að Pétur hleypti af stað vopnuðum átökum við flokk hermanna sem sendur var til að Jóhannes 18:3, 10) En Jesús stillti til friðar og varaði Pétur við: „Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.“ (Matteus 26:52) Þessi skýra viðvörun er ítrekuð í Opinberunarbókinni 13:10 (Biblían 1912). Hafa kirkjur kristna heimsins farið eftir henni? Eða bera þær meðfram ábyrgð á sífelldum stríðsátökum víðs vegar um jörðina?
handtaka Jesú. (Í síðari heimsstyrjöldinni voru hundruð þúsundir Serba og Króata myrtar í nafni trúarinnar. Alfræðibókin The New Encyclopædia Britannica segir: „Í Króatíu tók fasistastjórn heimamanna upp ‚kynþáttahreinsunarstefnu‘ sem gekk jafnvel enn lengra en stefna nasista. . . . Lýst var yfir að þriðjungi Serbíubúa yrði vísað úr landi, þriðjungi snúið til rómversk-kaþólskrar trúar og þriðjungi útrýmt. . . . Klerkastétt kaþólskra vann að hluta til með þessari stefnu yfirvalda sem stórspillti samskiptum ríkis og kirkju eftir stríðið.“ Ótalmargir voru þvingaðir til að taka kaþólska trú eða deyja ella — þúsundir manna fengu ekki einu sinni að velja. Íbúar heilla þorpa — karlar, konur og börn — voru reknir inn í rétttrúnaðarkirkjur sínar og drepnir. Hvað um kommúnistahersveitirnar sem barist var við? Nutu þær einnig stuðnings trúarbragðanna?
„Sumir prestanna tóku þátt í stríðinu með byltingarsveitunum,“ segir bókin History of Yugoslavia. „Í skæruliðasveitunum voru prestar bæði serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og rómversk-kaþólsku kirkjunnar.“ segir bókin Yugoslavia and the New Communism. Trúarágreiningur blæs enn í stríðsglæðurnar á Balkanskaga.
Og hvað um Rúanda? Ian Linden, framkvæmdastjóri Alþjóðasamskiptastofnunar kaþólskra, viðurkennir í tímaritinu The Month: „Rannsóknir Afrísku réttindahreyfingarinnar í Lundúnum draga fram eitt eða tvö dæmi um að forystumenn kaþólsku, biskupa- og baptistakirkjunnar hafi átt þátt í drápum hinna herskáu, annaðhvort beint eða óbeint. . . . Ekki leikur nokkur vafi á að verulegur fjöldi kristinna framámanna í kirkjusóknunum áttu aðild að morðunum.“ Því miður eru hernaðarátök milli svokallaðra kristinna manna í Mið-Afríku enn alvarlegt vandamál.
Saurlifnaður og hórdómur
Orð Guðs bendir á að kynlíf megi aðeins eiga sér stað innan vébanda hjónabands. „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð,“ segir Biblían, „því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð Hebreabréfið 13:4) Halda kirkjuleiðtogar þessari kenningu Guðs á loft?
dæma.“ (Árið 1989 sendi biskupakirkjan í Ástralíu frá sér opinbert plagg um kynferðismál þar sem gefið var í skyn að kynlíf fyrir hjónaband væri ekki rangt ef fólk væri algerlega skuldbundið hvort öðru. Enn skemmra er síðan leiðtogi biskupakirkjunnar í Skotlandi sagði: „Kirkjan ætti ekki að fordæma ástarsambönd sem syndsamleg og röng. Kirkjan verður að viðurkenna að hórdómur er í genum okkar.“
Fjölmargir klerkar í Suður-Afríku hafa mælt kynvillu bót. Til dæmis hafði suður-afríska tímaritið You eftir þekktum biskupakirkjupresti árið 1990: „Ritningin er ekki eilíflega bindandi. . . . Ég álít að viðhorf og stefna kirkjunnar til samkynhneigðra eigi eftir að breytast.“ — Berðu saman við Rómverjabréfið 1:26, 27.
Að sögn árbókarinnar 1994 Britannica Book of the Year eru kynferðismál orðin eitt aðaldeiluefni bandarískra kirkna, einkum mál á borð við „prestvígslu yfirlýstra homma og lesbía, trúarlegan skilning á réttindum samkynhneigðra, blessun ‚samkynhneigðra hjónabanda‘ og löghelgun eða fordæmingu á líferni sem tengist samkynhneigð.“ Flestar stærstu kirkjudeildirnar umbera klerka sem berjast fyrir auknu frelsi í kynferðismálum. Að sögn 1995 Britannica Book of the Year skrifuðu 55 biskupakirkjubiskupar í Bandaríkjunum undir yfirlýsingu þess efnis að „samkynhneigð og prestvígsla samkynhneigðra sé boðleg.“
Sumir prestar mæla kynvillu bót og segja að Jesús hafi aldrei lagst gegn henni. En er það rétt? Jesús Kristur lýsti yfir að orð Guðs væri sannleikur. (Jóhannes 17:17) Það þýðir að hann studdi afstöðu Guðs til kynvillu eins og hún birtist í 3. Mósebók 18:22 þar sem stendur: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“ Og Jesús nefndi saurlifnað og hórdóm meðal hins „illa [sem] kemur innan að og saurgar manninn.“ (Markús 7:21-23) Gríska orðið fyrir saurlifnað hefur breiðara merkingarsvið en orðið fyrir hórdóm. Það lýsir alls konar kynmökum utan löglegs hjónabands, þar á meðal kynvillu. (Júdasarbréfið 7) Jesús Kristur varaði fylgjendur sína einnig við að umbera nokkurn sem kallaði sig kristinn kennara en gerði lítið úr alvöru saurlifnaðar. — Opinberunarbókin 1:1; 2:14, 20.
Hvaða áhrif hefur það á sóknarbörnin, sérstaklega unga fólkið, þegar trúarleiðtogar berjast fyrir því að kynvillingar fái að vígjast til prests? Er það ekki hvatning til að prófa kynlíf utan hjónabands? Orð Guðs hvetur kristna menn aftur á móti til að ‚flýja saurlifnaðinn.‘ (1. Korintubréf 6:18) Ef trúsystkini gerist sekt um slíka synd er veitt kærleiksrík hjálp í því skyni að viðkomandi geti öðlast velvild Guðs á ný. (Jakobsbréfið 5:16, 19, 20) En hvað nú ef þessari hjálp er hafnað? Biblían segir að slíkt fólk ‚erfi ekki Guðsríki‘ nema það iðrist. — 1. Korintubréf 6:9, 10.
Að „meina hjúskap“
Biblían segir að vegna þess hve saurlifnaður sé algengur sé „betra . . . að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.“ (1. Korintubréf 7:2, 9) Þrátt fyrir þetta viturlega ráð er krafist ókvænis af mörgum prestum. „Ókvænisheitið er ekki brotið,“ segir Nino Lo Bello í bók sinni The Vatican Papers, „þótt prestur, munkur eða nunna hafi kynmök. . . . Hægt er að fá kynmökin fyrirgefin með því að gera heiðarlega játningu í skriftastólnum, en kirkjan myndi hins vegar alls ekki viðurkenna hjónaband nokkurs prests.“ Hefur þessi kenning skilað góðum eða slæmum ávexti? — Matteus 7:15-19.
Vafalaust lifa margir prestar siðferðilega hreinu lífi en margir gera það ekki. Árbókin 1. Tímóteusarbréf 4:1-3) „Að mati sumra sagnfræðinga,“ segir Peter de Rosa í bók sinni Vicars of Christ, „hefur [ókvæni presta] sennilega valdið meira siðferðistjóni en nokkur önnur hefð á Vesturlöndum, að vændi meðtöldu. . . . Oftar en ekki hefur það verið blettur á nafni kristninnar. . . . Þvingað ókvæni hefur alltaf valdið hræsni meðal klerka. . . . Prestur getur fallið þúsund sinnum en kirkjuréttur meinar honum að kvænast jafnvel einu sinni.“
1992 Britannica Book of the Year segir að „rómversk-kaþólska kirkjan sé sögð hafa greitt 300 milljónir dollara [um 20 milljarða ÍSK] til lúkningar kynferðisafbrotamálum presta.“ Tveim árum síðar sagði þessi árbók: „Dauði margra presta af völdum alnæmis leiddi í ljós samkynhneigð þeirra á meðal og vakti athygli á að óeðlilega margir . . . samkynhneigðir sóttust eftir prestskap.“ Það er engin furða að Biblían skuli segja að það sé ‚lærdómur illra anda‘ að „meina hjúskap.“ (Ef mið er tekið af afstöðu Guðs til Baalsdýrkunar er ekki vandséð hvaða augum hann hlýtur að líta hinar sundruðu kirkjur kristna heimsins. Síðasta bók Biblíunnar sameinar alla falska guðsdýrkun af hvaða tagi sem er undir nafninu „Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.“ „Í henni,“ bætir Biblían við, „fannst blóð spámanna og heilagra og allra þeirra, sem hafa drepnir verið á jörðinni.“ — Opinberunarbókin 17:5; 18:24.
Þess vegna hvetur Guð alla sem vilja tilbiðja hann í sannleika: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. . . . Plágur hennar [munu] koma á einum degi: Dauði, sorg og hungur, og í eldi mun hún verða brennd, því að máttugur er [Jehóva] Guð, sem hana dæmdi.“ — Opinberunarbókin 18:4, 8.
Sú spurning vaknar þá hvert menn eigi að fara eftir að þeir hafa yfirgefið falstrúarbrögðin. Hvers konar tilbeiðsla er Guði þóknanleg?
[Rammi á blaðsíðu 5]
Skurðgoðadýrkun
Skurðgoð voru notuð í Baalsdýrkuninni. Ísraelsmenn reyndu að blanda saman tilbeiðslunni á Jehóva og Baalsdýrkun. Þeir settu jafnvel upp skurðgoð í musteri Jehóva. Afstaða Guðs til skurðgoðadýrkunar kom greinilega í ljós þegar hann eyddi Jerúsalem og musterinu.
Margar af kirkjum kristna heimsins eru fullar af skurðgoðum, hvort heldur það er krossinn, helgimyndir eða Maríulíkneski. Og mörgum kirkjugestum er kennt að lúta þessum líkneskjum, krjúpa fyrir þeim eða gera krossmark. Sannkristnum mönnum er hins vegar fyrirskipað að ‚flýja skurðgoðadýrkunina.‘ (1. Korintubréf 10:14) Þeir reyna ekki að tilbiðja Guð með hjálp líkneskja. — Jóhannes 4:24.
[Rétthafi]
Musée du Louvre, París
[Rammi á blaðsíðu 7]
„Leiðtogi kirkjunnar ætti að vera gallalaus“
ÞESSI orð standa í Títusarbréfinu 1:7 samkvæmt orðalagi biblíuþýðingarinnar Today’s English Version. Íslenska biblían segir: „Biskup á að vera óaðfinnanlegur.“ Orðið „biskup“ er komið af grísku orði sem merkir „umsjónarmaður.“ Karlmenn, sem eru útnefndir til að fara með forystuna í sannkristna söfnuðinum, verða því að lifa í samræmi við grundvallarkröfur Biblíunnar. Ef þeir gera það ekki verður að víkja þeim úr umsjónarstöðunni því að þeir eru ekki lengur „fyrirmynd hjarðarinnar.“ (1. Pétursbréf 5:2, 3) Hve alvarlega er þessi krafa tekin í kirkjum kristna heimsins?
Í bók sinni I Care About Your Marriage minnist dr. Everett Worthington á könnun sem náði til 100 presta í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Yfir 40 af hundraði viðurkenndu að þeir hefðu tekið þátt í einhvers konar kynæsandi framkomu gagnvart öðrum en maka sínum. Margir höfðu drýgt hór.
„Á síðastliðnum áratug hefur siðlaus hegðun sumra af virtustu leiðtogum kirkjunnar verið afhjúpuð æ ofan í æ,“ segir tímaritið Christianity Today. Í greininni „Af hverju það ætti ekki að setja hórsama presta aftur í embætti“ var fundið harkalega að þeirri algengu venju að veita forystumönnum kirkjunnar fyrri embætti aftur mjög fljótlega eftir að þeir hafa verið „fundnir sekir um kynferðisbrot.“