Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirheitna landið heimsótt

Fyrirheitna landið heimsótt

Fyrirheitna landið heimsótt

SETJUM sem svo að vinur segðist hafa keypt handa þér splunkunýtt hús í fögru og friðsælu umhverfi — og ætli að gefa þér það. Þú myndir sjálfsagt spyrja hvernig það liti út. Eflaust værir þú óþreyjufullur að sjá þetta hús með eigin augum og ganga um það og skoða hvert herbergi fyrir sig. Þetta er nú einu sinni nýja heimilið þitt!

Árið 1473 f.o.t. ánafnaði Jehóva Ísraelsmönnum fortíðar nýtt heimili — fyrirheitna landið sem var landræma, að meðaltali 55 kílómetra breið og 500 kílómetra löng frá norðri til suðurs. * Landið lá á hinum svokallaða frjósama hálfmána og var unaðslegur bústaður með sínum einstæðu sérkennum.

En hvers vegna ættir þú að hafa áhuga núna á „heimili“ sem einhverjum öðrum var gefið endur fyrir löngu? Vegna þess að þekking á þessu sögufræga landi getur aukið skilning þinn á frásögum Biblíunnar. „Landafræði og saga Biblíulandsins eru svo samofin og nátengd að hvorug verður skilin án hins,“ sagði prófessor Johanan Aharoni. Og á blómaskeiði sínu var fyrirheitna landið smækkuð mynd af því sem paradís undir stjórn Guðsríkis mun þýða fyrir mannkynið um alla jörðina! — Jesaja 11:9.

Meðan Jesús Kristur þjónaði hér á jörð notfærði hann sér margt sem fyrir augu bar í fyrirheitna landinu til að kenna gagnlega lærdóma. (Matteus 13:24-32; 25:31-46; Lúkas 13:6-9) Við getum líka lært margt gagnlegt af því að virða fyrir okkur viss einkenni Palestínu til forna. Við skulum ganga um nokkur af „herbergjunum,“ ef svo má að orði komast, og virða fyrir okkur ýmis sérkenni þessa lands sem var heimili fólks Guðs um aldaraðir. Eins og við munum sjá er margt sem við getum lært af fyrirheitna landinu.

[Neðanmáls]

^ Með heitinu „fyrirheitna landið“ er hér átt við sjónarmið fortíðar eins og frá því er greint í Biblíunni, án tengsla við pólitískar og trúarlegar landakröfur nútímans.

[Mynd á blaðsíðu 3]

Garo Nalbandian