Gagnlegur lærdómur frá fyrirheitna landinu
Gagnlegur lærdómur frá fyrirheitna landinu
HIÐ fyrirheitna land biblíusögunnar var vissulega sérstakt. Landslag er mjög fjölbreytt á þessu tiltölulega litla svæði. Í norðri gnæfa snækrýnd fjöll við himin en í suðri er að jafnaði heitt. Þarna er frjósamt láglendi, óbyggðir og eyðimerkur og hæðótt aldingarða- og beitiland.
Hið fjölbreytta landslag, loftslag og jarðvegur gerir að verkum að þar þrífst fjölskrúðugur trjágróður, runnar og aðrar jurtir — meðal annars jurtir sem vaxa á köldum háfjallasvæðum, í brennheitum eyðimörkum og jurtir sem dafna á flæðilöndum eða grýttum hásléttum. Grasafræðingur nokkur áætlar að um 2600 plöntuafbrigði finnist á svæðinu! Landkostirnir blöstu við fyrstu Ísraelsmönnunum sem könnuðu það. Úr einum dalnum höfðu þeir með sér vínberjaklasa sem var svo stór að tveir menn þurftu að bera hann milli sín á stöng! Dalurinn var réttilega nefndur Eskól sem merkir „[vínberja-] klasi.“ * — 4. Mósebók 13:21-24.
En lítum nú nánar á ýmsa staðhætti þessarar sérstæðu landræmu, einkum í suðurhluta hennar.
Sefela
Vesturströnd fyrirheitna landsins liggur að Miðjarðarhafi. Um 40 km frá ströndinni er Sefela. Orðið „Sefela“ merkir „láglendi“ en í rauninni er það hæðótt landsvæði sem kalla má láglent aðeins í samanburði við Júdafjöll í austri.
Meðfylgjandi þverskurðarkort sýnir afstöðu Sefela til svæðanna í kring. Í austri eru Júdafjöll en við ströndina í vestri Filisteusléttan. Sefela var því nokkurs konar öryggissvæði eða þröskuldur sem skildi fólk Guðs á biblíutímanum frá fjendum sínum. Her, sem réðst inn í landið úr vestri, varð að fara um Sefela til að komast að Jerúsalem, höfuðborg Ísraels.
Slíkt atvik átti sér stað á níundu öld f.o.t. Biblían greinir frá því að Hasael Sýrlandskonungur hafi ‚herjað á Gat [líklega við jaðar Sefela] og unnið hana en ætlað síðan að fara til Jerúsalem.‘ Jóas konungi tókst hins vegar að stöðva Hasael með því múta honum með miklum verðmætum úr musterinu og konungshöllinni. Þessi frásaga sýnir engu að síður að Sefela gegndi þýðingarmiklu hlutverki í öryggi Jerúsalem. — 2. Konungabók 12:17, 18.
Við getum dregið gagnlegan lærdóm af þessu. Hasael vildi vinna Jerúsalem en fyrst varð hann að komast gegnum Sefela. Á sama hátt reynir Satan að ‚gleypa‘ þjóna Guðs en oft verður hann fyrst að komast gegnum öflugt öryggissvæði — fastheldni þeirra við meginreglur Biblíunnar, svo sem um vondan félagsskap og efnishyggju. (1. Pétursbréf 5:8; 1. Korintubréf 15:33; 1. Tímóteusarbréf 6:10) Frávik frá meginreglum Biblíunnar er oft fyrsta skrefið í átt til alvarlegrar syndar. Haltu því öryggissvæðinu í góðu lagi. Fylgdu meginreglum Biblíunnar í dag, þá brýturðu ekki lög Guðs á morgun.
Júdahæðir
Þegar haldið er lengra inn í landið frá Sefela taka Júdahæðir við. Þetta er fjöllótt svæði sem gaf af sér góða kornuppskeru, ólífuolíu og vín. Júda var einnig prýðisathvarf sökum hæðar sinnar. Jótam konungur byggði því „hallir og turna“ þar. Á ófriðartímum gátu menn flúið þangað í öruggt skjól. — 2. Kroníkubók 27:4.
Jerúsalem, einnig kölluð Síon, var þekktur staður í Júdahæðum. Borgin virtist örugg þar eð hún var umkringd bröttum dölum á þrjá vegu, og norðanmegin var þrefaldur varnarmúr að sögn Jósefusar, sagnaritara á fyrstu öld. En athvarf þarf meira en vopn og múra til að vera öruggt. Þar þarf líka að vera vatn. Það er nauðsynlegt í umsátri því að án vatns neyðast innikróaðir borgarar fljótt til að gefast upp.
Jerúsalem sótti vatn í Sílóamlaug. En á áttundu öld f.o.t., þegar Hiskía konungur sá fram á að Assýringar myndu setjast um borgina, reisti hann ytri múr til að verja Sílóamlaug, þannig að hún væri innan borgarmarkanna. Hann lokaði einnig uppsprettum utan borgarinnar þannig að umsáturslið Assýringa ætti erfitt um vik að finna vatn til eigin nota. (2. Kroníkubók 32:2-5; Jesaja 22:11) Og Hiskía bætti um betur. Hann fann leið til að veita meira vatni beint inn í Jerúsalem!
* Göngin eru 533 metra löng og að meðaltali 180 cm á hæð. Hugsaðu þér — rúmlega hálfs kílómetra göng höggvin í klett! Núna, um 2700 árum síðar, geta ferðamenn vaðið eftir þessu verkfræðiundri fortíðar sem yfirleitt er kallað vatnsstokkur eða vatnsgöng Hiskía. — 2. Konungabók 20:20; 2. Kroníkubók 32:30.
Hiskía vann það sem kallað hefur verið eitt af miklum verkfræðiafrekum fortíðar og gróf göng frá Gíhonlind allt til Sílóamlaugar.Við getum dregið gagnlegan lærdóm af viðleitni Hiskía til að verja og auka vatnsforða Jerúsalemborgar. Jehóva er ‚uppspretta hins lifandi vatns.‘ (Jeremía 2:13) Hugsanir hans, sem er að finna í Biblíunni, viðhalda lífi okkar. Þess vegna er einkanám í Biblíunni nauðsynlegt. En tækifærin til að grúska og nema, og þekkingin sem af því leiðir, koma ekki sjálfkrafa. Þú getur þurft að ‚grafa göng,‘ til dæmis gegnum þéttskipaða daglega önn, til að rýma fyrir slíku námi. (Orðskviðirnir 2:1-5; Efesusbréfið 5:15, 16) En þegar þú ert kominn af stað með það skaltu halda þig við áætlun þína og láta einkanám þitt ganga fyrir flestu öðru. Gættu þess að láta engan og ekkert ræna þig þessum dýrmæta vatnsforða. — Filippíbréfið 1:9, 10.
Eyðimerkursvæðin
Austur af Júdafjöllum er Júdaeyðimörk, einnig nefnd Jesímon sem merkir „eyðimörk.“ (1. Samúelsbók 23:19, NW Ref. Bi., neðanmáls) Við Saltasjó eru klettagljúfur og skörðóttir hamrar. Júdaeyðimörk lækkar til austurs að Saltasjó um 1200 metra á aðeins 24 kílómetrum. Landið er þar í skjóli fyrir vætusamri vestanátt svo að þar rignir sáralítið. Þetta er eflaust eyðimörkin þangað sem hafurinn til Asasels var sendur á hinum árlega friðþægingardegi. Það var líka þangað sem Davíð flúði undan Sál. Þar fastaði Jesús í 40 daga og var síðan freistað af djöflinum. — 3. Mósebók 16:21, 22; Sálmur 63, yfirskrift; Matteus 4:1-11.
Um 160 kílómetrum suðvestur af Júdaeyðimörk er Paraneyðimörk. Ísraelsmenn 4. Mósebók 33:1-49) Móse skrifaði um „eyðimörkina miklu og hræðilegu, þar sem voru eitraðir höggormar og sporðdrekar og vatnslaust þurrlendi.“ (5. Mósebók 8:15) Það er mesta undur að Ísraelsmenn, sem skiptu milljónum, skyldu lifa af þar! En Jehóva hélt þeim uppi.
slógu upp búðum víða á því svæði á 40 ára göngu sinni frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins. (Megi þetta minna okkur á að Jehóva getur líka haldið okkur uppi, jafnvel í þessum andlega hrjóstruga heimi. Við göngum líka um meðal höggorma og sporðdreka, þótt trúlega séu þeir ekki bókstaflegir. Við þurfum kannski að eiga dagleg samskipti við fólk sem hikar ekki við að ausa úr sér eitruðum orðum sem gætu hæglega sýkt hugsun okkar. (Efesusbréfið 5:3, 4; 1. Tímóteusarbréf 6:20) Þeir sem kappkosta að þjóna Guði þrátt fyrir þessa fyrirstöðu eiga hrós skilið. Trúfesti þeirra er sterk vísbending um að Jehóva haldi þeim sannarlega uppi.
Karmelhæðir
Nafnið Karmel merkir „aldingarður.“ Þetta frjósama svæði í norðanverðu landinu er um 50 kílómetra langt og þakið víngörðum, ólífulundum og ávaxtatrjám. Tign og fegurð fjallsins, sem gnæfir yfir þetta hæðótta svæði, er ógleymanleg. Jesaja 35:2 talar um „prýði Karmels“ sem tákn um frjósemi og vegsemds hin endurreista Ísraelslands.
Nokkrir merkisatburðir áttu sér stað á Karmel. Það var þar sem Elía skoraði á spámenn Baals og ‚eldur Jehóva féll niður‘ til að sanna yfirburði hans. Það var líka af tindi Karmelfjalls sem Elía vakti athygli á litlu skýi sem magnaðist svo að úr varð hellirigning og batt á undraverðan hátt enda á þurrkinn í Ísrael. (1. Konungabók 18:17-46) Elísa, arftaki Elía, var á Karmelfjalli þegar konan frá Súnem kom og leitaði hjálpar hans vegna látins barns síns sem Elísa reisti síðan upp frá dauðum. — 2. Konungabók 4:8, 20, 25-37.
Enn eru aldingarðar, ólífulundir og víngarðar í hlíðum Karmels. Að vori eru þessar hlíðar þaktar stórfenglegu blómskrúði. „Höfuðið á þér er eins og Karmel,“ sagði Salómon við stúlkuna Súlamít og átti þar ef til vill við gróskumikið hár hennar eða það hvernig lögulegt höfuðið reis tignarlega á hálsinum. — Ljóðaljóðin 7:5.
Glæsileikinn, sem einkenndi Karmelhæðir, minnir okkur á hina andlegu fegurð sem Jehóva hefur veitt skipulagi nútímatilbiðjenda sinna. (Jesaja 35:1, 2) Vottar Jehóva búa sannarlega í andlegri paradís og taka undir með Davíð konungi sem kvað: „Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.“ — Sálmur 16:6.
Vissulega þarf andleg þjóð Guðs að standast ýmsa erfiðleika nú á dögum, alveg eins og Ísraelsmenn til forna mættu stöðugri andstöðu óvina Guðs. En sannkristnir menn missa aldrei sjónar á þeirri blessun sem Jehóva hefur veitt þeim — meðal annars sívaxandi sannleiksljósi frá Biblíunni, Orðskviðirnir 4:18; Jóhannes 3:16; 13:35.
heimsbræðralagi og tækifærinu til að öðlast eilíft líf í paradís á jörð. —‚Eins og aldingarður Jehóva‘
Hið fyrirheitna land fortíðarinnar var fagurt á að líta. Því var vel lýst sem landi er „flýtur í mjólk og hunangi.“ (1. Mósebók 13:10; 2. Mósebók 3:8) Móse kallaði það „gott land, . . . land þar sem nóg er af vatnslækjum, lindum og djúpum vötnum, sem spretta upp í dölum og á fjöllum, . . . land, þar sem nóg er af hveiti og byggi, vínviði, fíkjutrjám og granateplatrjám, . . . land þar sem nóg er af olíutrjám og hunangi, . . . land þar sem þú munt ekki eiga við fátækt að búa og þar sem þig mun ekkert bresta, . . . land, þar sem steinarnir eru járn og þar sem þú getur grafið kopar úr fjöllunum.“ — 5. Mósebók 8:7-9.
Ef Jehóva gat gefið þjóð sinni til forna svona gjöfult og fagurt land að búa í, þá getur hann vissulega gefið trúföstum nútímaþjónum sínum dýrlega paradís sem nær um alla jörðina — með fjöllum, dölum, ám og vötnum. Já, hið fyrirheitna land fortíðarinnar í öllum sínum fjölbreytileik var aðeins forsmekkurinn að hinni andlegu paradís sem vottar hans njóta núna og að framtíðarparadís nýja heimsins. Þar mun fyrirheitið í Sálmi 37:29 rætast: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ Þegar Jehóva gefur hlýðnu mannkyni þetta paradísarheimili mun það njóta þess að skoða öll „herbergin“ og það mun hafa eilífðina til þess!
[Neðanmáls]
^ Heimildir eru um vínberjaklasa af þessu svæði sem vó 12 kg og annan sem vó meira en 20 kg.
^ Gíhonlind lá rétt utan við austurmörk Jerúsalem. Hún var falin í helli og líklega vissu Assýringar ekki af henni.
[Kort, mynd á blaðsíðu 4]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
GALÍLEA
Karmelfjall
Galíleuvatn
SAMARÍA
SEFELA
Júdafjöll
Saltisjór
[Rétthafi]
Ljósmynd: NASA
[Kort á blaðsíðu 4]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Sefela var öryggissvæði milli fólks Guðs og óvina þeirra.
MÍ 0 5 10
KM 0 8 16
Filisteusléttan
Sefela
Júdahæðir
Júdaeyðimörk
Sigdalur
Saltisjór
Ammon og Móabsland
[Kort, mynd á blaðsíðu 5]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Vatnsgöng Hiskía: 533 metra löng, höggvin í klett.
Týrópóeondalur
Sílóam
DAVÍÐSBORG
Kedrondalur
Gíhon
[Mynd á blaðsíðu 6]
Davíð leitaði skjóls fyrir Sál í Júdaeyðimörk. Síðar var Jesú freistað þar af djöflinum.
[Rétthafi]
Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Karmelfjall þar sem Elía auðmýkti spámenn Baals.
[Rétthafi]
Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.
[Mynd á blaðsíðu 8]
„[Jehóva] Guð þinn leiðir þig inn í gott land, inn í land, þar sem nóg er af vatnslækjum, lindum og djúpum vötnum, sem spretta upp í dölum og á fjöllum.“ — 5. Mósebók 8:7.