Misstu ekki af því!
Misstu ekki af því!
MISSTU ekki af landsmótinu „Gerendur orðsins“ sem vottar Jehóva halda í september næstkomandi. Mótið hefst með tónlist kl. 9:30 föstudaginn 1. september og stendur til 3. september.
Fjölbreytt efni er á dagskrá. Meðal efnis á föstudagsmorgni eru ræðurnar „Gleðjist yfir gæsku Jehóva,“ „Verið staðföst eins og þið sæjuð hinn ósýnilega“ og aðalræðan „Lofið Jehóva — hann sem gerir dásemdarverk.“
Síðdegis verður flutt ræða sem nefnist: „Þreytist ekki að gera gott“ og síðan ræðusyrpa í þrem hlutum. Hún fjallar um það að velja sér maka, byggja upp andlega sterka fjölskyldu og kenna börnunum að elska Jehóva. Að síðustu verður rætt um vaxandi skilning okkar á tilgangi Guðs.
Fyrir hádegi á laugardag er á dagskrá önnur þrískipt ræðusyrpa þar sem fram koma ýmsar tillögur um boðunarstarf okkar. Einnig verður flutt hlýleg ræða sem nefnist: „Verum ekki Guði til skammar“ og síðan verður skírn fyrir þá sem eru hæfir til.
Þriðja ræðusyrpa mótsins nefnist: „Ræktaðu með þér andlegt hugarfar,“ og er á dagskrá eftir hádegi á laugardag. Lokaræða dagsins heitir: „Göngum í vaxandi ljósi frá orði Guðs.“ Þar verður rætt um 25. og 26. kafla Jesajabókar og lýst hvernig við getum auðgað skilning okkar á þessari hrífandi biblíubók.
Fyrir hádegi á sunnudag verður meðal annars flutt ræðusyrpa um spádóm Sefanía. Útskýrt verður hvernig spádómurinn rættist forðum daga á Júdamönnum og hvernig hann rætist nú á dögum, sérstaklega á trúarbrögðum heims. Þá verður flutt leikritið: „Dæmi okkur til varnaðar.“ Það fjallar um siðleysi ísraelskra karlmanna rétt áður en þjóðin gekk inn í fyrirheitna landið. Opinberi fyrirlesturinn: „Gefum gaum að dásemdarverkum Guðs,“ verður fluttur eftir hádegið.
Gerðu ráðstafanir til að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur og laugardagur: 9:30–12:20 og 14:00 til 16:50. Sunnudagur: 9:30–12:00 og 13:30–15:50. Mótið verður haldið í
Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi
1.-3. september 2000.