Hafið sama hugarfar og Kristur
Hafið sama hugarfar og Kristur
„Megi Guð, sem veitir þolgæði og huggun, gefa ykkur að hafa sama hugarfar á meðal ykkar og Kristur Jesús.“ — RÓMVERJABRÉFIÐ 15:5, NW.
1. Hvaða áhrif getur hugarfar haft á líf manns?
HUGARFAR skiptir miklu máli í lífinu. Kæruleysi eða kostgæfni, jákvæðni eða neikvæðni, deilugirni eða samvinnuhugur og kvörtunarsemi eða þakklæti hefur mikil áhrif á það hvernig fólk bregst við ólíkum aðstæðum og hvernig aðrir taka því. Jákvæður maður getur verið ánægður þrátt fyrir erfiðleika en neikvæðum manni finnst allt vera öfugsnúið, jafnvel þótt lífið gangi prýðilega ef grannt er skoðað.
2. Hvernig tileinka menn sér ákveðið hugarfar?
2 Það er hægt að temja sér gott eða slæmt hugarfar. Reyndar þarf það að lærast. Alfræðibókin Collier’s Encyclopedia segir um nýfætt barn: „Það þarf að læra eða tileinka sér það hugarfar sem það hefur síðar meir, ekki ósvipað og það þarf að læra eða tileinka sér tungumál eða aðra kunnáttu.“ Umhverfi og félagsskapur hefur mikil áhrif á það hugarfar sem við tileinkum okkur þó svo að margt annað hafi líka áhrif. Áðurnefnd alfræðibók segir: „Við lærum og drekkum í okkur viðhorf þeirra sem við umgöngumst náið.“ Biblían sagði eitthvað svipað fyrir árþúsundum: „Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.“ — Orðskviðirnir 13:20; 1. Korintubréf 15:33.
Fyrirmynd um rétt hugarfar
3. Hver er besta fyrirmyndin í réttu hugarfari og hvernig getum við líkt eftir honum?
3 Jesús Kristur er besta fyrirmyndin í réttu hugarfari eins og í öllu öðru. „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður,“ sagði hann. (Jóhannes 13:15) Ef við viljum líkjast Jesú þurfum við að byrja á því að kynnast honum, og við kynnum okkur ævi hans í þeim tilgangi sem Pétur postuli mælti með: * „Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.“ (1. Pétursbréf 2:21) Markmið okkar er að líkjast Jesú eins vel og við getum, og til þess þurfum við að tileinka okkur sama hugarfar og hann.
4, 5. Hvað bendir Rómverjabréfið 15:1-3 á í sambandi við hugarfar Jesú og hvernig getum við líkt eftir því?
4 Hvað er fólgið í því að hafa hugarfar Jesú Krists? Því er svarað að nokkru leyti í 15. kafla Rómverjabréfsins. Páll nefnir einn áberandi eiginleika hans í fyrstu versum kaflans: „Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: ‚Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.‘“ — Rómverjabréfið 15:1-3.
5 Kristnir menn eru hvattir til að vera reiðubúnir að þjóna öðrum eins og Jesús. Þeir eiga Matteus 20:28) Kristnir menn vilja leggja lykkju á leið sína til að þjóna öðrum, þeirra á meðal hinum „óstyrku.“
að vera auðmjúkir en ekki hugsa bara um sjálfa sig. Slík auðmýkt og þjónustulund er einkenni ‚styrkra‘ manna. Jesús var sterkari andlega en nokkur maður sem lifað hafði, og hann sagði um sjálfan sig: „Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“ (6. Hvernig getum við líkt eftir viðbrögðum Jesú við andstöðu og álasi?
6 Annað einkenni Jesú var jákvæðni í hugsun og verki. Hann lét neikvæð viðhorf annarra aldrei spilla jákvæðu hugarfari sínu gagnvart þjónustunni við Guð. Við ættum ekki heldur að gera það. Jesús kvartaði ekki þegar honum var álasað fyrir að þjóna Guði dyggilega og var ofsóttur fyrir það. Hann vissi að þeir sem reyna að hugsa um náungann og það sem „honum er gott og til uppbyggingar“ mega búast við andstöðu frá vantrúuðum og skilningslausum heimi.
7. Hvernig sýndi Jesús þolinmæði og af hverju ættum við að gera það á sama hátt?
7 Jesús sýndi rétt hugarfar á aðra vegu. Hann var aldrei óþolinmóður gagnvart Jehóva heldur beið þess að tilgangur hans næði fram að ganga. (Sálmur 110:1; Matteus 24:36; Postulasagan 2:32-36; Hebreabréfið 10:12, 13) Hann var aldrei óþolinmóður við fylgjendur sína. Hann sagði þeim að ‚læra af sér‘ af því að hann væri „hógvær“ og fræðsla hans uppbyggjandi og endurnærandi. Og hann var „af hjarta lítillátur“ svo að hann var hvorki hrokafullur né uppskrúfaður. (Matteus 11:29) Páll hvetur okkur til að líkja eftir Jesú að þessu leyti og segir: „Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.“ — Filippíbréfið 2:5-7.
8, 9. (a) Af hverju þurfum við að tileinka okkur óeigingirni? (b) Af hverju ættum við ekki að missa kjarkinn þótt okkur takist ekki að líkja eftir Jesú, og hvernig var Páll góð fyrirmynd um það?
8 Það er auðvelt að segjast vilja þjóna öðrum og vilja láta þarfir þeirra ganga fyrir sínum eigin. En heiðarleg sjálfsrannsókn getur leitt í ljós að hjartað hneigist ekki alveg í þá átt. Hvers vegna? Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum erft eigingjarnar hvatir frá Adam og Evu, og í öðru lagi vegna þess að umheimurinn hvetur til eigingirni. (Efesusbréfið 4:17, 18) Til að tileinka sér óeigingirni er oft nauðsynlegt að tileinka sér hugsunarhátt sem stingur í stúf við ófullkomið eðli okkar. Það kostar einurð og áreynslu.
9 Augljós ófullkomleiki okkar stingur mjög í stúf við hina fullkomnu fyrirmynd, Jesú, og það getur stundum dregið úr okkur kjark. Við efumst kannski um að það sé hægt að tileinka sér sama hugarfar og hann. En Páll var hvetjandi: „Ég veit, að ekki býr neitt gott í mér, það er, í holdi mínu. Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða. Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“ (Rómverjabréfið 7:18, 19, 22, 23) Ófullkomleiki Páls hindraði hann vissulega stundum í að gera vilja Guðs eins og hann vildi, en hugarfarið — afstaða hans til laga og vilja Jehóva — var til fyrirmyndar. Við getum haft sama hugarfar.
Að breyta röngu hugarfari
10. Hvaða hugarfar hvatti Páll Filippímenn til að tileinka sér?
10 Getur verið að sumir þurfi að breyta röngu hugarfari? Já, og það er greinilegt að sumir í kristna söfnuðinum á fyrstu öld þurftu að gera það. Í bréfinu til Filippímanna talaði Páll um rétt hugarfar og sagði: „Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því [lífi á himnum í fyrri upprisunni] eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú. Þetta hugarfar skulum vér því allir hafa, sem fullkomnir erum [það er að segja þroskaðir].“ — Filippíbréfið 3:12-15.
11, 12. Hvernig opinberar Jehóva okkur rétta hugarfarið?
11 Orð Páls bera með sér að það sé rangt hugarfar að finnast maður ekki þurfa að taka framförum eftir að maður gerist kristinn. Þá hefur maður ekki tileinkað sér hugarfar Krists. (Hebreabréfið 4:11; 2. Pétursbréf 1:10; 3:14) En er staðan þá vonlaus? Nei, Guð getur hjálpað okkur að breyta hugarfarinu ef við virkilega viljum. Páll heldur áfram: „Ef þér hugsið í nokkru öðruvísi, þá mun Guð einnig opinbera yður þetta [það er að segja hið áðurnefnda hugarfar].“ — Filippíbréfið 3:15.
12 En ef við viljum að Jehóva opinberi okkur hið rétta hugarfar verðum við að leggja okkar af mörkum. Bænrækni og biblíunám hjálpa þeim sem ‚hugsa öðruvísi‘ að tileinka sér rétt hugarfar, og þar koma rit ‚hins trúa og hyggna þjóns‘ að góðum notum. (Matteus 24:45) Kristnir öldungar eru skipaðir af heilögum anda til að gæta safnaðar Guðs og eru meira en fúsir til að aðstoða. (Postulasagan 20:28) Við megum vera þakklát fyrir að Jehóva skuli taka tillit til ófullkomleika okkar og bjóða okkur kærleiksríka hjálp. Þiggjum hana.
Lærum af öðrum
13. Hvað lærum við um rétt hugarfar af frásögunni um Job?
13 Í 15. kafla Rómverjabréfsins bendir Páll á það að dæmi úr fornri sögu geti hjálpað okkur að leiðrétta hugarfarið. „Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri,“ segir hann. (Rómverjabréfið 15:4) Sumir af trúum þjónum Guðs til forna þurftu að leiðrétta hugarfar sitt að einhverju leyti. Hugarfar Jobs var til dæmis gott á heildina litið. Aldrei kenndi hann Jehóva um illskuna og aldrei lét hann þjáningarnar veikja traust sitt til hans. (Jobsbók 1:8, 21, 22) En hann hafði tilhneigingu til að réttlæta sig. Jehóva notaði Elíhú til að leiðrétta Job. Job fannst sér ekki misboðið heldur viðurkenndi auðmjúklega að hann þyrfti að breyta hugarfari sínu og gerði það. — Jobsbók 42:1-6.
14. Hvernig getum við líkt eftir Job ef okkur er leiðbeint í sambandi við hugarfar?
14 Myndum við sýna sömu viðbrögð og Job ef trúbróðir benti okkur vingjarnlega á að við hefðum ekki alls kostar rétt hugarfar? ‚Áteljum Guð aldrei heimskulega‘ frekar en Job. (Jobsbók 1:22) Kvörtum ekki eða kennum Jehóva um erfiðleika okkar ef við þjáumst að ósekju. Reynum ekki að réttlæta okkur heldur verum þess minnug að við erum „ónýtir þjónar,“ óháð þeim sérréttindum sem við njótum í þjónustu Jehóva. — Lúkas 17:10.
15. (a) Hvaða röng viðhorf sýndu sumir fylgjendur Jesú? (b) Hvernig sýndi Pétur rétt hugarfar?
15 Sumir áheyrendur Jesú höfðu rangt hugarfar. Einu sinni sagði hann eitthvað torskilið. „Margir af lærisveinum hans, er á hlýddu, sögðu: ‚Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?‘“ Þeir sem þetta sögðu höfðu greinilega rangt hugarfar, og þetta ranga hugarfar varð þess valdandi að þeir hættu að hlusta á Jesú. Frásagan segir: „Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum.“ Voru allir með rangt hugarfar? Nei, frásagan heldur áfram: „Þá sagði Jesús við þá tólf: ‚Ætlið þér að fara líka?‘ Símon Pétur svaraði honum: ‚Herra, til hvers ættum vér að Jóhannes 6:60, 66-68) Þetta er rétt hugarfar. Er ekki gott að hugsa eins og Pétur þegar við fáum skýringar eða leiðréttingar á biblíuskilningi sem okkur finnst erfitt að meðtaka í fyrstu? Það er heimskulegt að hætta að þjóna Jehóva eða að andmæla ‚heilnæmu orðunum‘ aðeins vegna þess að við eigum erfitt með að skilja eitthvað í fyrstu. — 2. Tímóteusarbréf 1:13.
fara?‘“ Segja má að Pétur hafi svo svarað spurningunni er hann sagði: „Þú hefur orð eilífs lífs.“ (16. Hvaða hugarfar sýndu trúarleiðtogar Gyðinga á dögum Jesú?
16 Trúarleiðtogar Gyðinga á fyrstu öld höfðu ekki sama hugarfar og Jesús og voru staðráðnir í að hlusta ekki á hann. Það sýndi sig berlega þegar hann reisti Lasarus upp frá dauðum. Sérhver rétt hugsandi maður hefði talið þetta kraftaverk óyggjandi sönnun fyrir því að Jesús væri sendur af Guði. En „æðstu prestarnir og farísearnir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: ‚Hvað eigum vér að gjöra? Þessi maður gjörir mörg tákn. Ef vér leyfum honum að halda svo áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.‘“ Og hvaða lausn höfðu þeir? „Upp frá þeim degi voru þeir ráðnir í að taka hann af lífi.“ Og ekki nóg með það að þeir vildu drepa Jesú því að þeir reyndu líka að eyða hinni lifandi sönnun fyrir því að hann væri kraftaverkamaður. „Þá réðu æðstu prestarnir af að taka einnig Lasarus af lífi.“ (Jóhannes 11:47, 48, 53; 12:9-11) Það væri fráleitt að komast í uppnám og hugsa eitthvað í þessa áttina um hluti sem við ættum að fagna. Og það væri hættulegt!
Líkjum eftir jákvæðu hugarfari Krists
17. (a) Við hvaða aðstæður sýndi Daníel hugrekki? (b) Hvernig sýndi Jesús hugrekki?
17 Þjónar Jehóva varðveita jákvætt hugarfar. Þegar óvinir Daníels sórust saman um að láta setja lög sem bönnuðu að beðið væri til nokkurs guðs eða manns nema konungsins í 30 daga vissi Daníel að lögin gengu á rétt hans til að eiga samband við Jehóva Guð. Ætlaði hann þá ekki að biðja til Guðs í 30 daga? Jú, hugrakkur hélt hann áfram að biðja til Jehóva þrisvar á dag eins og hann var vanur. (Daníel 6:7-18) Jesús hræddist ekki heldur óvini sína. Á hvíldardegi hitti hann mann með visna hönd. Hann vissi að margir af Gyðingunum, sem þar voru, myndu taka það óstinnt upp ef hann læknaði mann á hvíldardegi. Hann spurði þá beint um skoðun þeirra á málinu. Þeir vildu ekki svara svo að Jesús læknaði manninn. (Markús 3:1-6) Hann hikaði aldrei við að gera verkefni sínu skil eins og hann taldi rétt.
18. Af hverju eru sumir andsnúnir okkur en hvernig ættum við að bregðast við því?
18 Vottar Jehóva vita að þeir mega aldrei láta hugsanleg viðbrögð andstæðinga draga úr sér kjarkinn. Annars sýndu þeir ekki hugarfar Jesú. Margir eru mótsnúnir vottum Jehóva, sumir af því að þeir vita ekki um hvað málið snýst en aðrir af því að þeim er í nöp við vottana og boðskap þeirra. En látum óvild þeirra aldrei spilla jákvæðu hugarfari okkar. Látum aðra aldrei stjórna því hvernig við tilbiðjum Guð.
19. Hvernig getum við sýnt sama hugarfar og Jesús Kristur?
19 Jesús var alltaf jákvæður í garð fylgjenda sinna og fyrirkomulags Guðs þó að það væri stundum erfitt. (Matteus 23:2, 3) Við ættum að líkja eftir honum. Bræður okkar eru auðvitað ófullkomnir en við erum það líka. Og hvar finnum við betri félaga og tryggari vini en í heimsbræðralagi okkar? Jehóva hefur ekki enn gefið okkur fullkominn skilning á rituðu orði sínu en hvaða trúarhópur skilur það betur? Höfum alltaf rétt hugarfar — hugarfar Jesú Krists. Það felst meðal annars í því að kunna að bíða Jehóva sem um er fjallað í næstu grein.
[Neðanmáls]
^ gr. 3 Fjallað er um ævi og þjónustu Jesú í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.
Geturðu svarað?
• Hvaða áhrif hefur hugarfar á líf okkar?
• Lýstu hugarfari Jesú Krists.
• Hvað lærum við af hugarfari Jobs?
• Hvert er rétta hugarfarið þegar við mætum andstöðu?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 19]
Kristinn maður með rétt hugarfar leggur sig fram um að hjálpa öðrum.
[Mynd á blaðsíðu 21]
Bænrækni og biblíunám er hjálp til að tileinka sér hugarfar Krists.