Lofgerðarfórnir sem eru Guði þóknanlegar
Lofgerðarfórnir sem eru Guði þóknanlegar
„Bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn.“ — RÓMVERJABRÉFIÐ 12:1.
1. Hvað segir Biblían um gildi fórnanna undir Móselögmálinu?
„LÖGMÁLIÐ geymir aðeins skugga hins góða, sem er í vændum, ekki skýra mynd þess. Ár eftir ár eru bornar fram sömu fórnir, sem geta aldrei gjört þá fullkomna til frambúðar, sem ganga fram fyrir Guð.“ (Hebreabréfið 10:1) Með þessum skýru orðum staðfestir Páll postuli að engar fórnir undir Móselögmálinu hefðu varanlegt gildi hvað hjálpræði manna snerti. — Kólossubréfið 2:16, 17.
2. Hvers vegna er það ekki til einskis að reyna að skilja hinar ítarlegu upplýsingar Biblíunnar um fórnir og fórnargjafir lögmálsins?
Rómverjabréfið 15:4) Spurningin er því sú hvaða ‚uppfræðingu‘ og ‚huggun‘ við getum sótt í fórnir og fórnargjafir lögmálsins.
2 Merkir þetta að upplýsingarnar í Mósebókunum um fórnir og fórnargjafir hafi ekkert gildi fyrir kristna menn nú á tímum? Til fróðleiks má geta þess að nemendur Guðveldisskólans í söfnuðum votta Jehóva um heim allan hafa nýlega lokið við að lesa fyrstu fimm bækur Biblíunnar. Sumir hafa lagt hart að sér við að lesa og skilja þær til hlítar. Hefur erfiði þeirra verið til einskis? Varla, því að „allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri.“ (Til uppfræðingar og huggunar
3. Hvers þörfnumst við svo mjög?
3 Enda þótt þess sé ekki krafist að við færum bókstaflegar fórnir eins og kveðið var á um í lögmálinu þörfnumst við enn syndafyrirgefningar og velþóknunar Guðs eins og Ísraelsmenn fengu í vissum mæli fyrir tilstilli fórnanna. Hvernig er það hægt þar eð við berum ekki lengur fram bókstaflegar fórnir? Eftir að hafa rætt um takmarkað gildi dýrafórnanna segir Páll: „Kristur segir, þegar hann kemur í heiminn: Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað, en líkama hefur þú búið mér. Brennifórnir og syndafórnir geðjuðust þér ekki. Þá sagði ég: ‚Sjá, ég er kominn — í bókinni er það ritað um mig — ég er kominn til að gjöra þinn vilja, Guð minn!‘“ — Hebreabréfið 10:5-7.
4. Hvernig heimfærir Páll Sálm 40:7-9 upp á Jesú Krist?
4 Páll vitnar hér í Sálm 40:7-9 og bendir á að Jesús hafi ekki komið til að viðhalda ‚fórnum og gjöfum‘ eða ‚brennifórnum og syndafórnum,‘ enda höfðu þær ekki lengur velþóknun Guðs þegar Páll skrifaði þetta. Jesús kom í líkama sem himneskur faðir hans bjó honum, líkama sem samsvaraði nákvæmlega þeim er Guð bjó Adam. (1. Mósebók 2:7; Lúkas 1:35; 1. Korintubréf 15:22, 45) Jesús, hinn fullkomni sonur Guðs, gegndi hlutverki „sæðis“ konunnar eins og spáð var í 1. Mósebók 3:15. Hann skyldi „merja höfuð“ Satans en sjálfur vera ‚marinn á hælnum‘ og verða þannig hjálpræðisleið Jehóva til handa mannkyni eins og menn trúarinnar höfðu vænst frá dögum Abels.
5, 6. Hvaða betri leið til að nálgast Guð stendur kristnum mönnum til boða?
5 Páll segir um þetta sérstaka hlutverk Jesú: „Þann sem þekkti ekki synd, gjörði [Guð] að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.“ (2. Korintubréf 5:21) Orðin ‚gera að synd‘ má þýða ‚gera að syndafórn.‘ Jóhannes postuli segir: „Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.“ (1. Jóhannesarbréf 2:2) Ísraelsmenn gátu um tíma nálgast Guð fyrir tilstilli fórna sinna. Kristnir menn hafa hins vegar miklu betri grundvöll til að nálgast hann — lausnarfórn Jesú Krists. (Jóhannes 14:6; 1. Pétursbréf 3:18) Ef við iðkum trú á lausnarfórnina frá Guði og hlýðum honum getum við einnig fengið syndafyrirgefningu og notið velþóknunar hans og blessunar. (Jóhannes 3:17, 18) Er þetta ekki hughreystandi? En hvernig getum við sýnt að við trúum á lausnarfórnina?
6 Þegar Páll postuli hefur útskýrt að kristnir menn eigi betri grundvöll til að nálgast Guð bendir hann í Hebreabréfinu 10:22-25 á þrjár leiðir til að sýna trú og þakklæti fyrir þessa kærleiksráðstöfun. Enda þótt hvatning Páls beinist fyrst og fremst til þeirra sem „ganga inn í hið heilaga,“ það er að segja til smurðra kristinna manna með himneska von, þurfa allir menn að gefa innblásnum orðum hans gaum ef þeir vilja njóta góðs af friðþægingarfórn Jesú. — Hebreabréfið 10:19.
Berðu fram hreinar og flekklausar fórnir
7. (a) Hvernig endurspeglar Hebreabréfið 10:22 það sem gert var við fórnfæringu? (b) Hvað þurfti að gera til að fórn væri Guði þóknanleg?
7 Í fyrsta lagi hvetur Páll kristna menn til að „ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum, sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum, sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni.“ (Hebreabréfið 10:22) Orðfærið hér endurspeglar greinilega það sem gert var við hefðbundna fórnfæringu undir lögmálinu og á vel við því að fórnina átti að bera fram af réttu tilefni og hún þurfti að vera hrein og flekklaus til að vera Guði þóknanleg. Fórnardýrið var tekið af hópi hreinna dýra, nautum eða sauðfénaði, og var „gallalaust.“ Ef um fuglafórn var að ræða átti að fórna turtildúfum eða ungum dúfum. Ef þessi skilyrði voru uppfyllt ‚aflaði fórnin manninum velþóknunar og friðþægði fyrir hann.‘ (3. Mósebók 1:2-4, 10, 14; 22:19-25) Í matfórnum var ekkert súrdeig sem táknaði spillingu, né heldur hunang eða ávaxtasíróp sem hætti til að gerjast. Þegar mat- eða dýrafórnir voru bornar fram á altarið var salti bætt við en það er varðveisluefni. — 3. Mósebók 2:11-13.
8. (a) Hvers var krafist af fórnandanum? (b) Hvernig getum við tryggt að tilbeiðsla okkar sé Jehóva þóknanleg?
8 Hvað um fórnandann? Lögmálið mælti svo fyrir að allir sem gengju fram fyrir Guð skyldu vera hreinir og flekklausir. Ef maður saurgaðist einhverra hluta vegna varð hann fyrst að færa synda- eða sektarfórn til að verða hreinn aftur í augum Jehóva svo að brennifórn hans eða heillafórn væri honum þóknanleg. (3. Mósebók 5:1-6, 15, 17) Þetta sýnir okkur hve mikilvægt það er að við séum alltaf hrein frammi fyrir Jehóva. Eigi tilbeiðsla okkar að vera honum þóknanleg þurfum við að vera fljót að leiðrétta málin ef við brjótum gegn lögum hans. Við verðum tafarlaust að nýta okkur hjálparleiðir Guðs — „öldunga safnaðarins“og ‚friðþægingarfórn‘ Jesú Krists. — Jakobsbréfið 5:14; 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2.
9. Hver er meginmunurinn á fórnum til Jehóva og fórnum til falsguða?
9 Meginmunurinn á fórnum Ísraelsmanna til Jehóva og fórnum nágrannaþjóðanna til falsguða lá í áherslunni á hreinleika. Heimildarrit segir um þetta sérkenni fórna undir Móselögmálinu: „Við tökum eftir að engin tengsl eru við særingar eða fyrirboða; enginn trúarofsi, skinnristur eða musterisvændi, og nautnafullar og taumlausar frjósemisathafnir eru algerlega bannaðar; engar mannafórnir; engar fórnir til handa látnum.“ Allt beinir þetta athyglinni að einu: Jehóva er heilagur og hefur hvorki velþóknun á synd né spillingu af nokkru tagi eða lætur hana viðgangast. (Habakkuk 1:13) Öll tilbeiðsla á honum og allar fórnir til hans verða að vera hreinar og flekklausar — líkamlega, siðferðilega og andlega. — 3. Mósebók 19:2; 1. Pétursbréf 1:14-16.
10. Hvaða sjálfsrannsókn ættum við að gera í samræmi við orð Páls í Rómverjabréfinu 12:1, 2?
10 Með þetta í huga ættum við að grannskoða öll svið lífs okkar til að ganga úr skugga um að þjónusta okkar sé Jehóva þóknanleg. Við megum aldrei halda að ef við sækjum einhverjar kristnar samkomur eða tökum einhvern þátt í boðunarstarfinu þá skipti ekki máli hvað við Rómverjabréfið 2:21, 22) Við getum ekki vænst blessunar Guðs og velþóknunar ef við leyfum því sem óhreint er í augum hans að spilla hugsun okkar eða athöfnum. Höfum orð Páls í huga: „Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.“ — Rómverjabréfið 12:1, 2.
gerum í einkalífinu. Við megum ekki heldur halda að þátttaka í kristnu starfi leysi okkur undan því að hlýða lögum Guðs á öðrum sviðum lífsins. (Berðu fram lofgerðarfórnir af heilum hug
11. Að hverju beinir Páll athyglinni í Hebreabréfinu 10:23?
11 Páll beinir athygli Hebrea næst að mikilvægum þætti sannrar tilbeiðslu: „Höldum fast við játningu vonar vorrar án þess að hvika, því að trúr er sá, sem fyrirheitið hefur gefið.“ (Hebreabréfið 10:23) Auk ‚játningar‘ talar Páll um „lofgjörðarfórn“ en það minnir okkur á fórnirnar sem Abel, Nói og Abraham báru fram. — Hebreabréfið 13:15.
12, 13. Hvað þurfti Ísraelsmaður að viðurkenna þegar hann færði brennifórn og hvernig getum við sýnt sama hugarfar?
12 Ísraelsmaður færði brennifórn til að ‚verða Jehóva velþóknanlegur.‘ (3. Mósebók 1:3) Með slíkri fórn var hann að játa eða viðurkenna ríkulega blessun og ástúðlega umhyggju Jehóva í garð þjóðarinnar. Eins og þú manst var brennifórnin sérstök fyrir þær sakir að hún var borin fram og brennd í heilu lagi á altarinu, og er því viðeigandi táknmynd um algera hollustu og vígslu. Á sama hátt sýnum við trú og þakklæti fyrir lausnarfórnina með því að bera fúslega og heilshugar fram „lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara.“
13 Kristnir menn bera ekki fram bókstaflegar fórnir — hvorki dýra- né jurtafórnir — en sú Matteus 24:14; 28:19, 20) Notarðu öll tækifæri til að boða fagnaðarerindið um Guðsríki meðal almennings svo að enn fleiri geti kynnst dásemdarverkunum sem Guð hefur fyrirbúið hlýðnu mannkyni? Notarðu fúslega tíma þinn og krafta til að kenna áhugasömum og hjálpa þeim að gerast lærisveinar Jesú Krists? Kostgæfileg þátttaka í boðunarstarfinu er Guði velþóknanleg — eins og þægilegur brennifórnarilmur. — 1. Korintubréf 15:58.
ábyrgð hvílir á þeim að boða fagnaðarerindið um Guðsríki og gera menn að lærisveinum Jesú Krists. (Njóttu félagsskapar við Guð og menn
14. Á hvaða hátt kemur hugmyndin að baki heillafórnum fram í orðum Páls í Hebreabréfinu 10:24, 25?
14 Að síðustu beinir Páll athyglinni að samskiptum okkar við trúbræður í tilbeiðslunni á Guði. „Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“ (Hebreabréfið 10:24, 25) Orðin „hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka,“ „safnaðarsamkomur“ og „uppörvið hver annan“ minna okkur á það sem heillafórnirnar gerðu fyrir fólk Guðs í Ísrael.
15. Hvað er sambærilegt með heillafórnum og kristnum samkomum?
15 Orðið „heillafórn“ er stundum þýtt „friðarfórn.“ Hebreska orðið fyrir „friður“ er hér í fleirtölu sem kann að merkja að þátttaka í slíkri fórn hafi í för með sér frið við Guð og við aðra tilbiðjendur. Fræðimaður segir að heillafórn hafi verið „tími ánægjulegs félagsskapar við sáttmálaguðinn sem var ævinlega gestgjafi Ísraelsmanna en laut nú svo lágt að vera gestur þeirra við fórnarmáltíðina.“ Þetta minnir á loforð Jesú: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ (Matteus 18:20) Í hvert sinn sem við sækjum kristnar samkomur njótum við góðs af uppbyggjandi félagsskap og hvetjandi fræðslu, vitandi það að Drottinn Jesús Kristur er meðal okkar. Þetta gerir samkomurnar trústyrkjandi og gleðilegar.
16. Hvað gerir kristnar samkomur einkar ánægjulegar með hliðsjón af heillafórninni?
16 Þegar heillafórn var borin fram var öll fitan — innyfla- og nýrnamörinn, fitan á lifrarblaðinu og mölunum og öll rófan — færð Jehóva og brennd á altarinu. (3. Mósebók 3:3-16) Fitan var talin næringarríkasti og besti hluti skepnunnar. Að brenna hana á altarinu merkti að gefa Jehóva það besta. Kristnar samkomur eru einkar ánægjulegar af því að þar fáum við fræðslu og lofum Jehóva með því að syngja af hjartans lyst, hlusta með athygli og leggja orð í belg — hæversklega og eftir bestu getu. „Halelúja,“ söng sálmaskáldið. „Syngið [Jehóva] nýjan söng, lofsöngur hans hljómi í söfnuði trúaðra.“ — Sálmur 149:1.
Ríkuleg blessun frá Jehóva bíður okkar
17, 18. (a) Hvaða miklu fórn færði Salómon við musterisvígsluna í Jerúsalem? (b) Hvaða blessun hlaut fólkið sem sótti vígsluhátíðina?
17 Við musterisvígsluna í Jerúsalem í sjöunda mánuðinum árið 1026 f.o.t. fórnaði Salómon konungur miklum „sláturfórnum frammi fyrir [Jehóva].“ Hann fórnaði „brennifórninni og matfórninni og hinum feitu stykkjum heillafórnanna.“ Auk matfórnarinnar var 22.000 nautum og 120.000 sauðum fórnað við þetta tækifæri. — 1. Konungabók 8:62-65.
18 Geturðu gert þér í hugarlund allan kostnaðinn og vinnuna sem hefur verið lögð í þessa umfangsmiklu athöfn? En blessunin, sem féll Ísraelsmönnum í skaut, var greinlega langtum þyngri á metunum. Þegar hátíðahöldunum lauk lét Salómon „fólkið frá sér fara. Og þeir kvöddu konung og fóru heim til sín, glaðir og í góðu skapi yfir öllum þeim gæðum, sem [Jehóva] hafði veitt Davíð þjóni sínum og lýð sínum Ísrael.“ (1. Konungabók 8:66) Eins og Salómon komst svo vel að orði: „Blessun [Jehóva], hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana.“ — Orðskviðirnir 10:22.
19. Hvað getum við gert til að hljóta ríkulega blessun frá Jehóva nú og að eilífu?
19 Við lifum þann tíma þegar ‚skýr mynd hins góða, sem í vændum er,‘ er komin í stað ‚skugga þess.‘ (Hebreabréfið 10:1) Jesús Kristur, æðstipresturinn mikli, hefur gengið inn í sjálfan himininn til að færa fram andvirði blóðs síns og friðþægja fyrir alla sem iðka trú á lausnarfórnina. (Hebreabréfið 9:10, 11, 24-26) Ef við færum Jehóva Guði hreinar og flekklausar lofgerðarfórnir af heilum hug getum við líka gengið fram á grundvelli þessarar miklu fórnar „glaðir og í góðu skapi“ og hlakkað til ríkulegrar blessunar frá honum. — Malakí 3:10.
Hvert er svar þitt?
• Hvaða uppfræðing og huggun er fólgin í fórnum og fórnargjöfum lögmálsins?
• Hvert er meginskilyrðið fyrir því að fórn sé þóknanleg og hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur?
• Hvað getum við borið fram sem samsvarar sjálfviljugri brennifórn?
• Hvernig má líkja kristnum samkomum við heillafórn?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 15]
Jehóva sá mannkyninu fyrir hjálpræði með lausnarfórn Jesú.
[Mynd á blaðsíðu 16]
Við verðum að vera flekklaus til að þjónusta okkar sé Jehóva þóknanleg.
[Mynd á blaðsíðu 17]
Við sýnum að við viðurkennum gæsku Jehóva með því að bera vitni meðal almennings.