Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Baráttan gegn fátækt — er hún töpuð?

Baráttan gegn fátækt — er hún töpuð?

Baráttan gegn fátækt — er hún töpuð?

ÞEGAR gestir koma til að skoða byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York er þeim meðal annars sýndur þingsalur Efnahags- og félagsmálaráðs. Í loftinu blasa við berar pípur og stokkar. Leiðsögumaðurinn segir: „Þetta ‚ófrágengna‘ loft er almennt skoðað sem táknræn áminning um að efnahags- og félagsmálastarfi Sameinuðu þjóðanna lýkur aldrei; að það er alltaf hægt að gera meira til að bæta lífsskilyrði fólks í heiminum.“

Hið verðuga verkefni Efnahags- og félagsmálaráðs að bæta lífskjör allra virðist óendanlegt. Það er athyglisvert að Jesús Kristur sagði á fyrstu öld okkar tímatals: „Andi [Jehóva] er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap.“ (Lúkas 4:18) Hvaða ‚gleðilegan boðskap‘ flutti Jesús? Boðskapurinn fjallaði um ríki undir forystu Jesú sem Jehóva Guð ætlar að koma á, en Jehóva er kallaður „vörn hins vesala í nauðum hans.“ Jesaja boðaði í spádómi hvað þetta ríki myndi afreka: „[Jehóva] allsherjar mun . . . búa öllum þjóðum veislu með krásum, veislu með dreggjavíni, mergjuðum krásum og skírðu dreggjavíni. Hann mun afmá dauðann að eilífu, og hinn alvaldi [Jehóva] mun þerra tárin af hverri ásjónu.“ — Jesaja 25:4-6, 8.

Langar þig til að vita meira um það hvernig Guðsríki mun „bæta lífsskilyrði fólks í heiminum“ svo að enginn skortur verði framar? Þú getur fengið hæfan leiðbeinanda í heimsókn til að sýna þér fleira sem Biblían segir um þessi mál.