Dómsdagur Jehóva er nálægur
Dómsdagur Jehóva er nálægur
„Hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög.“ — SEFANÍA 1:14.
1. Við hverju varaði Guð fyrir munn Sefanía?
JEHÓVA GUÐ er í þann mund að láta til skarar skríða gegn hinum óguðlegu. Hlýðið á viðvörun hans: „Ég vil sópa burt mönnum . . . Ég vil afmá mennina af jörðunni.“ (Sefanía 1:3) Alvaldur Drottinn Jehóva mælti þessi orð fyrir munn Sefanía spámanns sem var að öllum líkindum langalangafabarn hins trúfasta Hiskía konungs. Yfirlýsingin var gefin á dögum góða konungsins Jósía og boðaði ekki gott fyrir óguðlega Júdabúa.
2. Hvers vegna afstýrði siðbót Jósía ekki dómsdegi Jehóva?
2 Vafalaust hefur spámannsstarf Sefanía vakið hinn unga Jósía enn betur til vitundar um að uppræta þyrfti óhreina guðsdýrkun úr Júda. En herferð Jósía gegn falstrú dugir ekki til að uppræta illsku þjóðarinnar með öllu og bætir ekki fyrir syndir afa hans, Manasse konungs, sem „fyllti Jerúsalem saklausu blóði.“ (2. Konungabók 24:3, 4; 2. Kroníkubók 34:3) Dómsdagur Jehóva er því óumflýjanlegur.
3. Hvernig getum við verið viss um að það sé hægt að lifa af ‚reiðidag Jehóva‘?
3 En sumir munu lifa af þennan óttalega dag. Spámaður Guðs hvetur því: „Áður en þér verðið eins og fjúkandi sáðir, áður en hin brennandi reiði [Jehóva] kemur yfir yður, áður en reiðidagur [Jehóva] kemur yfir yður. Leitið [Jehóva], allir þér hinir auðmjúku í landinu, þér sem breytið eftir hans boðorðum. Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi [Jehóva].“ (Sefanía 2:2, 3) Við skulum athuga Sefaníabók með þá von í brjósti að fá að lifa af dómsdag Jehóva. Bókin var rituð í Júda fyrir árið 648 f.o.t. og er hluti ‚hins spámannlega orðs‘ Guðs sem við ættum að gefa gaum. — 2. Pétursbréf 1:19.
Jehóva ‚útréttir‘ hönd sína
4, 5. Hvernig rættist Sefanía 1:1-3 á hinum óguðlegu í Júda?
4 ‚Orð Jehóva‘ til Sefanía hefst á viðvöruninni hér að framan: „Ég vil gjörsópa öllu burt af jörðunni — segir [Jehóva]. Ég vil sópa burt mönnum og skepnum, ég vil sópa burt fuglum himinsins og fiskum sjávarins, hneykslunum ásamt hinum óguðlegu, og ég vil afmá mennina af jörðunni — segir [Jehóva].“ — Sefanía 1:1-3.
5 Jehóva ætlar að afmá illskuna úr Júda. En hvern notar hann til að „gjörsópa öllu burt af jörðunni“ eða landinu? Þar eð Sefanía spáir sennilega snemma í stjórnartíð Jósía konungs, sem hófst 659 f.o.t., vísa spádómsorðin til eyðingar Júda og höfuðborgarinnar Jerúsalem fyrir hendi Babýloníumanna árið 607 f.o.t. Þá var hinum óguðlegu í Júda ‚sópað burt.‘
6-8. Hverju var spáð í Sefanía 1:4-6 og hvernig rættist spádómurinn á Forn-Júda?
6 Sefanía 1:4-6 segir um aðgerðir Guðs gegn falsguðadýrkendum: „Ég mun útrétta hönd mína gegn Júda og gegn öllum Jerúsalembúum og afmá nafn Baals af þessum stað, nafn hofgoðanna ásamt prestunum, svo og þá er á þökunum falla fram fyrir her himinsins, og þá sem falla fram fyrir [Jehóva], en sverja um leið við Milkóm, svo og þá sem gjörst hafa [Jehóva] fráhverfir og eigi leita [Jehóva] né spyrja eftir honum.“
7 Hönd Jehóva er útrétt gegn íbúum Júda og Jerúsalem. Hann er staðráðinn í að afmá alla dýrkendur kanverska frjósemisguðsins Baals. Ýmsir staðarguðir bera Baalsnafnið af því að dýrkendurnir telja áhrifamátt þeirra bundinn við vissa staði. Má þar nefna Baal þann sem Móabítar og Midíanítar tilbáðu á Peór-fjalli. (4. Mósebók 25:1, 3, 6) Jehóva ætlar að afmá Baalspresta alls staðar í Júda og ótrúa levítapresta sem brjóta lög hans með því að umgangast þá. — 2. Mósebók 20:2, 3.
8 Guð ætlar líka að afmá þá sem „falla fram fyrir her himinsins,“ það er að segja stunda stjörnuspeki og sóldýrkun. (2. Konungabók 23:11; Jeremía 19:13; 32:29) Hann ætlar einnig að gefa reiði sinni lausan tauminn gegn þeim sem reyna að blanda saman sannri tilbeiðslu og falskri með því að ‚sverja við Jehóva og Milkóm.‘ Milkóm er hugsanlega annað heiti á Mólok, aðalguði Ammoníta, en tilbiðjendur hans stunda meðal annars barnafórnir. — 1. Konungabók 11:5; Jeremía 32:35.
Endalok kristna heimsins yfirvofandi
9. (a) Um hvað er kristni heimurinn sekur? (b) Hvað ættum við að vera staðráðin í að gera, ólíkt ótrúum Júdabúum?
9 Allt þetta kann að minna á kristna heiminn sem er gagnsýrður falstilbeiðslu og stjörnuspeki og hefur átt þátt í að fórna milljónum mannslífa á stríðsaltarinu í styrjöldum sem klerkarnir hafa stutt með ráðum og dáð. Hvílík viðurstyggð! Verum aldrei eins og hinir ótrúu Júdabúar er ‚gerðust fráhverfir Jehóva‘ og skeytingarlausir, og hættu að leita hans og leiðsagnar hans. Verum heldur ráðvönd Guði.
10. Útskýrðu spádómlega merkingu Sefanía 1:7.
10 Næstu orð spámannsins eiga jafnt við illgerðamenn Júda sem óguðlega nú á tímum. Sefanía 1:7 segir: „Verið hljóðir fyrir [Jehóva] Guði! Því að nálægur er dagur [Jehóva]. Já, [Jehóva] hefir efnt til fórnar, hann hefir þegar vígt gesti sína.“ ‚Gestirnir‘ eru greinilega kaldeískir andstæðingar Júda og ‚fórnin‘ er Júda og höfuðborgin Jerúsalem. Sefanía boðar að Guð ætli að eyða Jerúsalem, og spádómurinn vísar einnig til eyðingar kristna heimsins. Þar eð dómsdagurinn er svo nærri ætti allur heimurinn að vera ‚hljóður fyrir Jehóva Guði‘ og hlýða á boðskap hans fyrir munn hinnar ‚litlu hjarðar‘ smurðra fylgjenda Jesú og félaga þeirra, hinna ‚annarra sauða.‘ (Lúkas 12:32; Jóhannes 10:16) Tortíming bíður þeirra sem vilja ekki hlusta og setja sig þannig upp á móti stjórn Guðsríkis. — Sálmur 2:1, 2.
Dagur kveinstafa í nánd
11. Hvert er inntak Sefanía 1:8-11?
11 Sefanía 1:8-11 segir um dag Jehóva: „Á fórnardegi [Jehóva] mun ég vitja höfðingjanna og konungssonanna, svo og allra þeirra, er klæðast útlenskum klæðnaði. Þann dag vitja ég allra, sem stökkva yfir þröskuldinn, þeirra er fylla hús Drottins síns með ofbeldi og svikum. Á þeim degi — segir [Jehóva] — mun heyrast neyðaróp frá Fiskhliðinu, kveinan úr öðru borgarhverfi og ógurlegt harmakvein frá hæðunum. Kveinið, þér sem búið í Mortélinu, því að allur kaupmannalýðurinn er eyddur, afmáðir allir þeir, er silfur vega.“
12. Hvers vegna ‚klæðast sumir útlenskum klæðnaði‘?
12 Jóahas, Jójakím og Jójakín taka við af Jósía konungi hver á eftir öðrum. Síðan heldur Sedekía um stjórnvölinn og Jerúsalem er eytt. Þrátt fyrir yfirvofandi ógæfu virðast sumir hafa reynt að koma sér í mjúkinn hjá nágrannaþjóðum með því að „klæðast útlenskum klæðnaði.“ Margir sýna líka með ýmsu móti núna að þeir tilheyra ekki skipulagi Jehóva. Þeir eru augljóslega hluti af skipulagi Satans og verður refsað.
13. Hvað gerist samkvæmt spádómi Sefanía er Babýloníumenn ráðast á Jerúsalem?
13 ‚Vitjunardagur‘ Júda samsvarar deginum er Jehóva fullnægir dómi yfir óvinum sínum, bindur enda á illskuna og sannar yfirburði sína. Þegar Babýloníumenn ráðast á Jerúsalem mun heyrast neyðaróp frá Fiskhliðinu, en hliðið dregur hugsanlega nafn sitt af fiskmarkaðinum í grenndinni. (Nehemíabók 13:16) Her Babýlonar skyldi brjótast inn þar sem kallast annað borgarhverfið og ‚hið ógurlega harmakvein frá hæðunum‘ gæti vísað til hávaðans er Kaldea ber að garði. Íbúar Mortélsins, líklega í efri hluta Miðdalsins, ‚kveina‘ vegna þess að öll verslun hættir þar, meðal annars viðskipti ‚þeirra er silfur vega.‘
14. Hve náið ætlar Guð að rannsaka þá sem segjast tilbiðja hann?
14 Hve náið ætlar Jehóva að rannsaka þá sem segjast tilbiðja hann? Spádómurinn segir áfram: „Í þann tíma mun ég rannsaka Jerúsalem með skriðljósum og vitja þeirra manna, sem liggja á dreggjum sínum, þeirra er segja í hjarta sínu: ‚[Jehóva] gjörir hvorki gott né illt.‘ Þá munu fjármunir þeirra verða að herfangi og hús þeirra að auðn. Þeir munu byggja hús, en ekki búa í þeim, planta víngarða, en ekki drekka vínið, sem úr þeim kemur.“ — Sefanía 1:12, 13.
15. (a) Hvað verður um fráhvarfspresta Jerúsalem? (b) Hvað eiga falstrúariðkendur nútímans í vændum?
15 Fráhvarfsprestar Jerúsalem blanda falstrú saman við tilbeiðsluna á Jehóva. Þótt þeir telji sig óhulta ætlar Guð að leita þá uppi með logandi ljósum sem lýsa upp andlega myrkrið þar sem þeir hafa leitað skjóls. Enginn kemst hjá yfirlýstum dómi hans. Þessir sjálfumglöðu fráhvarfsmenn hafa komið sér vel fyrir líkt og dreggjar í ámubotni. Þeir vilja ekki láta nokkra yfirlýsingu um yfirvofandi íhlutun Guðs í málefni manna raska ró sinni, en þeir komast ekki undan dómi hans. Falstrúariðkendur nútímans komast heldur ekki undan, hvorki þeir sem eru í kristna heiminum né þeir sem hafa gerst fráhverfir tilbeiðslunni á Jehóva. Þeir neita því að þetta séu ‚síðustu dagar‘ og segja í hjarta sér: „[Jehóva] gjörir hvorki gott né illt.“ En þeim skjátlast hrapallega! — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5; 2. Pétursbréf 3:3, 4, 10.
16. Hvað á að gerast þegar Guð fullnægir dómi yfir Júda og hvaða áhrif ætti það að hafa á okkur?
16 Fráhvarfsmenn í Júda eru varaðir við að Babýloníumenn muni ræna fjármunum þeirra, rústa húsunum og hirða ávöxt víngarðanna. Efnislegir munir verða einskis virði þegar Guð fullnægir dómi yfir Júda. Hið sama verður uppi á teningnum þegar dómsdagur Jehóva kemur yfir núverandi heimskerfi. Varðveitum því skýra andlega sjón og ‚söfnum fjársjóðum á himni‘ með því að láta þjónustuna við Jehóva ganga fyrir í lífinu. —‚Hinn mikli dagur Jehóva er nálægur‘
17. Hve nálægur er dómsdagur Jehóva samkvæmt Sefanía 1:14-16?
17 Hve nálægur er dómsdagur Jehóva? Guð segir í Sefanía 1:14-16: „Hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr! Dagur [Jehóva]! Beisklega kveinar þá kappinn. Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu, dagur skýþykknis og skýsorta, dagur lúðra og herblásturs — gegn víggirtu borgunum og háu múrtindunum.“
18. Hvers vegna megum við ekki halda að dómsdagur Jehóva sé langt undan?
18 Syndugum prestum, höfðingjum og íbúum Júda er gert ljóst að „hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur.“ ‚Dagur Jehóva hraðar sér mjög‘ gegn Júda. Enginn skal heldur halda að dómur Jehóva yfir hinum óguðlegu nú á tímum sé víðsfjarri. Hann mun ‚hraða‘ aftökudeginum líkt og hann greip til skjótra aðgerða í Júda. (Opinberunarbókin 16:14, 16) Það verður bitur tími fyrir alla sem hunsa viðvaranir Jehóva fyrir munn votta hans og neita að taka upp sanna tilbeiðslu.
19, 20. (a) Hvernig fullnægði Guð reiðidómi sínum yfir Júda og Jerúsalem? (b) Hvaða spurningar vakna fyrst Guð ætlar að eyða sumum en þyrma öðrum?
19 Þegar Guð hellti úr skálum reiði sinnar var það „dagur neyðar og þrengingar“ fyrir Júda og Jerúsalem. Babýlonskir innrásarmenn ollu Júdabúum miklum þjáningum og þrengingum, dauða og eyðileggingu. Þessi „dagur eyðingar og umturnunar“ var dagur myrkurs, skýþykknis og skýsorta, kannski ekki aðeins í táknrænum
skilningi heldur einnig bókstaflegum því að reykur og ummerki blóðbaðsins sáust alls staðar. Þetta var „dagur lúðra og herblásturs,“ en viðvaranirnar voru til einskis.20 Múrbrjótar Babýloníumanna steyptu „háu múrtindunum“ án þess að varðmenn Jerúsalem fengu rönd við reist. Varnarvirki þessa heims verða jafngagnslaus gagnvart þeim vopnum sem Guð beitir bráðlega er hann eyðir sumum en þyrmir öðrum. Vonast þú til að þér verði þyrmt? Hefurðu tekið eindregna afstöðu með Jehóva sem „varðveitir alla þá er elska hann, en útrýmir öllum níðingum“? — Sálmur 145:20.
21, 22. Hvernig rætist Sefanía 1:17, 18 á okkar tímum?
21 Sefanía 1:17, 18 lýsir hræðilegum dómsdegi. „Ég [mun] hræða mennina,“ segir Jehóva Guð, „svo að þeir ráfi eins og blindir menn, af því að þeir hafa syndgað gegn [Jehóva], og blóði þeirra skal úthellt verða sem dufti og innyflum þeirra sem saur. Hvorki silfur þeirra né gull fær frelsað þá á reiðidegi [Jehóva], heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa.“
22 Líkt og á dögum Sefanía ætlar Jehóva brátt að þjá ‚alla þá sem á jörðunni búa,‘ þá sem neita að hlýða viðvörun hans. Hann lætur þá ráfa hjálparvana um eins og blinda menn er enga björgun finna af því að þeir syndga gegn honum. Á dómsdeginum verður blóði þeirra ‚úthellt sem dufti‘ líkt og það sé einskis virði. Smánarleg endalok bíða þessara óguðlegu manna því að Guð ætlar að strá líkum þeirra — jafnvel innyflum — „sem saur“ á jörðina.
23. Hvaða von veitir spádómur Sefanía enda þótt illgerðamenn komist ekki undan á ‚reiðidegi Jehóva‘?
23 Enginn getur bjargað þeim sem berjast gegn Guði og fólki hans. Hvorki silfur né gull gat frelsað illgerðamenn Júda og engin uppsöfnuð auðæfi eða mútur geta verndað eða bjargað ‚á reiðidegi Jehóva‘ gegn kristna heiminum og hinu illa heimskerfi í heild. Daníel 12:4) Dómsdagur Jehóva er nærri og brátt fullnægir hann hefndardómi yfir óvinum sínum. En spádómur Sefanía veitir von um björgun. Hvað þurfum við að gera til að bjargast á reiðidegi Jehóva?
‚Allt landið skal eyðast‘ fyrir vandlætingareldi Guðs á reikningsskiladeginum þegar hann tortímir hinum óguðlegu. Við trúum á spádómsorð Guðs og erum sannfærð um að langt sé liðið á ‚endalokatímann.‘ (Hvert er svar þitt?
• Hvernig rættist spádómur Sefanía á Júda og Jerúsalem?
• Hvað á kristni heimurinn og allir óguðlegir menn í vændum?
• Hvers vegna ættum við ekki að halda að dómsdagur Jehóva sé víðsfjarri?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 15]
Sefanía boðaði hugrakkur að dómsdagur Jehóva væri fyrir dyrum.
[Credit line]
Úr Self-Pronouncing Edition of the Holy Bible með King James og Revised biblíuútgáfunum.
[Mynd á blaðsíðu 17]
Dagur Jehóva kom þegar Babýloníumenn eyddu Júda og Jerúsalem árið 607 f.o.t.
[Mynd á blaðsíðu 18]
Vonastu til að þér verði þyrmt þegar Jehóva eyðir hinum óguðlegu?