Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Dulin heilbrigðishætta“

„Dulin heilbrigðishætta“

„Dulin heilbrigðishætta“

ÞÓTT ótrúlegt sé hefur heill þriðjungur fullorðinna Netverja í Bandaríkjunum skoðað einhvers konar klámvefi. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var nýlega. Gríðarlega margir gefa kynhvötinni útrás með hjálp Netsins. „Þetta er dulin heilbrigðishætta sem er að brjótast út eins og faraldur, að hluta til vegna þess að fáir viðurkenna hættuna eða taka hana alvarlega,“ segir dr. Al Cooper, sálfræðingur sem stóð fyrir könnuninni.

Hverjir sækja mest í klámfengið efni á Netinu? „Þeir sem hafa verið kynferðislega bældir og takmarkaðir alla ævi“ en „fá nú allt í einu ótakmörkuð kynferðisleg tækifæri“ á Netinu, að sögn Coopers.

En flestir, sem venja komur sínar á klámfengin vefsetur, telja það skaðlaust. En er það skaðlaust? Fíkill myndar ákveðið þol gegn fíkniefninu sem hann er háður, og margir klámfíklar þurfa æ stærri „skammta“ af klámefni á Netinu til að fullnægja löngunum sínum. Margir stofna jafnvel vinnunni og hjónabandinu í hættu.

En þeir sem vilja þóknast Guði hafa enn aðra ástæðu til að forðast klámsíður Netsins. Orð Guðs hvetur: „Deyðið því hið jarðneska í fari yðar: Hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd, sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun. Af þessu kemur reiði Guðs.“ (Kólossubréfið 3:5, 6) Til að ‚deyða‘ limi líkamans gagnvart losta og vondri fýsn þarf maður að byggja upp sterkan kærleika til Jehóva Guðs. (Sálmur 97:10) Þyki einhverjum freistandi að skoða klámfengið efni á Netinu þarf hann að styrkja kærleikann til Jehóva með námi í orði hans, Biblíunni. Heilnæmur félagsskapur við votta Jehóva í ríkissalnum getur styrkt einbeitni þess sem vill þóknast Guði.