Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Kaupirðu upp hentugan tíma“?

„Kaupirðu upp hentugan tíma“?

„Kaupirðu upp hentugan tíma“?

PÁLL postuli ráðlagði kristnum mönum í Efesus fyrstu aldar að ‚hafa nákvæma gát á hvernig þeir breyttu, ekki sem fávísir, heldur sem vísir, og kaupa upp hentugan tíma því að dagarnir væru vondir.‘ (Efesusbréfið 5:15, 16, síðara versið samkvæmt New World Translation) Hvers vegna var þörf á þessari ráðleggingu? Til að fá svar við því þurfum við að glöggva okkur á þeim aðstæðum sem kristnir menn bjuggu við í Efesus fortíðar.

Borgin Efesus var kunn fyrir mikla auðlegð, gróft siðleysi, stjórnlausa glæpi og fjölbreytta djöfladýrkun. Og kristnir menn þar í borg áttu einnig í höggi við heimspekihugmyndir um tímann. Grikkir, aðrir en kristnir, trúðu ekki á einstefnu tímans heldur kenndi heimspeki þeirra að lífið endurtæki sig í endalausum hringrásum. Sá sem sólundaði tímanum í einni hringrás lífsins gat endurheimt hann allan í næstu hringrás. Þessi hugsunarháttur hefði getað gert kristna menn í Efesus kærulausa gagnvart tímaáætlun Jehóva, þar á meðal tímasettum dómi hans. Það var því eðlilegt að Páll skyldi hvetja þá til að ‚kaupa upp hentugan tíma.‘

Páll átti ekki við tíma í almennum skilningi. Gríska orðið, sem hann notar, táknar fastákveðinn tíma, hentugan tíma til ákveðinna nota. Hann var því að ráðleggja kristnum mönnum að nota viturlega hinn hentuga tíma sem þeir höfðu, tímann sem velþóknun Guðs stæði yfir, áður en endirinn kæmi og miskunn hans og hjálpræðisboð tæki enda. — Rómverjabréfið 13:11-13; 1. Þessaloníkubréf 5:6-11.

Við lifum á hagkvæmu tímabili núna líkt og þá var. Það væri óviturlegt af kristnum mönnum að sólunda þessum einstæða velvildartíma Guðs í stundlegan unað og afþreyingu heimsins. Þeir ættu að nota hinn tiltæka tíma viturlega til að ástunda ‚heilaga breytni‘ og styrkja samband sitt við skaparann, Jehóva Guð. — 2. Pétursbréf 3:11; Sálmur 73:28; Filippíbréfið 1:10.