Aðstoð við að skilja Biblíuna
Aðstoð við að skilja Biblíuna
BIBLÍAN er einstök bók. Ritararnir segjast hafa fengið innblástur frá Guði og efnið sannar svo ekki verður um villst að það er rétt. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Meðal annars segir Biblían frá uppruna okkar, tilgangi lífsins og framtíðinni. Slík bók er svo sannarlega athugunar virði.
Kannski hefurðu reynt að lesa Biblíuna en þótt hún torskilin. Kannski veistu ekki hvar þú átt að leita svara við spurningum þínum. Þú ert ekki einn um það. Að mörgu leyti ertu í svipaðri aðstöðu og maður nokkur á fyrstu öld. Þetta var eþíópskur hirðmaður sem var á heimleið frá Jerúsalem í vagni sínum. Á leiðinni las hann upphátt úr bók Jesaja spámanns sem skrifuð var rösklega sjö hundruð árum fyrir hans dag.
Allt í einu heilsar honum maður sem hleypur með vagninum. Maðurinn var Filippus, lærisveinn Jesú, og hann spurði Eþíópíumanninn hvort hann skildi það sem hann væri að lesa. „Hvernig ætti ég að geta það, ef enginn leiðbeinir mér?“ svaraði Eþíópíumaðurinn. Síðan bauð hann Filippusi að stíga upp í vagninn. Filippus skýrði fyrir honum ritningargreinina, sem hann hafði verið að lesa, og boðaði honum „fagnaðarerindið um Jesú.“ — Postulasagan 8:30-35.
Hebreabréfið 6:1) Smám saman er hægt að snúa sér að ‚föstu fæðunni‘ sem Páll postuli kallaði svo, það er að segja að hinum dýpri sannindum. (Hebreabréfið 5:14) Og þó að þú sért að kynna þér Biblíuna sjálfa geta ýmis námsrit auðveldað þér að finna og skilja ritningargreinar, sem fjalla um margs konar ólík efni.
Vottar Jehóva aðstoða fólk við að skilja Biblíuna, líkt og Filippus hjálpaði manninum frá Eþíópíu. Og þeir eru meira en fúsir til að aðstoða þig líka. Að jafnaði er best að kynna sér Biblíuna kerfisbundið og byrja á undirstöðukenningunum. (Yfirleitt er hægt að velja stað og stund fyrir námið eftir því sem hentar þér best. Stundum fer námið jafnvel fram símleiðis. Umgjörð námsins líkist ekki skóla heldur er það sniðið að þörfum og aðstæðum hvers og eins, og tekið er mið af menntun fólks og uppruna. Námið kostar ekkert og engin próf eru haldin. (Matteus 10:8) Þú færð svör við spurningum þínum og lærir hvernig þú getur eignast náið samband við Guð. En af hverju ættirðu að kynna þér Biblíuna? Lítum á nokkrar ástæður fyrir því að biblíunám geti aukið lífsgleði þína.