Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Velkomin á landsmótið „Kennarar orðsins“

Velkomin á landsmótið „Kennarar orðsins“

Velkomin á landsmótið „Kennarar orðsins“

MILLJÓNIR MANNA verða viðstaddar mótið sem haldið verður um heim allan. Hér á landi verður mótið haldið dagana 10. til 12. ágúst.

Dagskráin hefst alla dagana með tónlist kl. 9:30. Eftir opnunarræðuna verður fjallað um nokkur biblíustef í ræðunum „Kennsla Guðsríkis ber góðan ávöxt,“ „Snortin af ‚stórmerkjum Guðs‘“ og „Hafið yndi af réttlæti Jehóva.“ Morgundagskránni lýkur með aðalræðunni, „Albúnir kennarar orðsins.“

Síðdegis verður flutt ræðan „Hreinsuð til góðra verka“ og síðan þrískipt ræðusyrpa sem nefnist „Lærum sjálf þegar við kennum öðrum.“ Hún leggur áherslu á að við þurfum að breyta eins og við bjóðum í siðferðismálum og í einkabiblíunámi og á nauðsyn þess að streitast á móti þegar Satan reynir að afvegaleiða okkur. Á eftir henni verður ræðan „Hafið andstyggð á klámplágu heimsins.“ Dagskránni lýkur með ræðu, sem fjallar um 60. kafla Jesajabókar, og nefnist „Jehóva prýðir fólk sitt ljósi.“

Ræðurnar „Hvíld undir oki Krists,“ „Líkið eftir kennaranum mikla“ og „Ertu fús að þjóna öðrum,“ sem fluttar verða á laugardeginum, benda á mikilvægi þess að fylgja fordæmi Krists. Þá verða líka fluttar tvær klukkustundarlangar ræðusyrpur sem nefnast „Boðberar sem leiða aðra til trúar“ og „Hafðu meira gagn af fræðslu Guðs.“ Í fyrri ræðusyrpunni fáum við tillögur um það hvernig við getum gert menn að lærisveinum og seinni ræðusyrpan bendir okkur á hvernig við getum haft meira gagn af biblíunámi og samkomusókn. Morgundagskránni lýkur með skírnarræðu og að henni lokinni geta þeir sem hæfir eru látið skírast. Margir eru eflaust spenntir að heyra lokaræðu laugardagsins, „Ný hjálp til andlegra framfara.“

Á sunnudagsmorgninum verður flutt ræðusyrpa í þremur hlutum sem fjallar um bók Malakís og bendir á hvernig hún á við nútímaaðstæður. Að henni lokinni verður sviðsett leikrit um uppreisn Kóra, Datans og Abírams gegn því yfirvaldi sem Guð gaf Móse. Á eftir því verður flutt ræða sem undirstrikar boðskap leikritsins. Eftir hádegi verður fluttur opinber fyrirlestur sem nefnist „Hverjir kenna öllum þjóðum sannleikann?“

Það verður örugglega andlega auðgandi fyrir þig að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 9:30 – 12:20 og 14:00 – 16:55. Laugardagur: 9:30 – 12:20 og 14:00 – 16:50. Sunnudagur: 9:30 – 12:10 og 13:30 – 15:55. Mótið verður haldið í

Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi 10. – 12. ágúst 2001.