Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bók sem fæstir unglingar sýna áhuga

Bók sem fæstir unglingar sýna áhuga

Bók sem fæstir unglingar sýna áhuga

„HVERNIG á ég að vita hvort Biblían sé í raun og veru orð Guðs? Þetta er bók sem ég hef bara ekki áhuga á,“ sagði ung kona sem heitir Beate.

Beate býr í Þýskalandi og þar er flest ungt fólk sömu skoðunar og hún; því finnst ekki mikilvægt að lesa Biblíuna. Nýleg könnun þar í landi leiddi í ljós að um það bil 1 prósent ungmenna les Biblíuna mjög oft, 2 prósent oft, 19 prósent sjaldan og nálægt 80 prósent aldrei. Útkoman yrði sennilega svipuð í öðrum löndum, kannski líka þar sem þú býrð. Biblían er greinilega bók sem fæstir unglingar sýna áhuga.

Það er engin furða að fáfræði um Biblíuna sé almenn á meðal yngri kynslóðarinnar. Snemma á árinu 2000 greindi dagblaðið Lausitzer Rundschau frá könnun sem leiddi í ljós hve margir þekktu boðorðin tíu og höfðu þau að leiðarljósi í lífinu. Sextíu og sjö prósent þeirra, sem komnir voru yfir sextugt, þekktu boðorðin og höfðu þau til leiðsagnar en aðeins 28 prósent þeirra, sem voru undir þrítugu, gerðu það. Já, margt ungt fólk er ókunnugt orði Guðs.

Sumir hafa aðra skoðun

Milljónir ungmenna alls staðar í heiminum telja á hinn bóginn að orð Guðs sé mjög gagnlegt. Alexander, sem er 19 ára gamall, les til dæmis í Biblíunni á hverjum morgni áður en hann fer í vinnu. „Ég get ekki hugsað mér betri leið til að hefja daginn,“ segir hann. Sandra les í Biblíunni á hverju kvöldi. Hún segir: „Þetta er orðinn þáttur í mínu daglega lífi.“ Og Júlía, sem er 13 ára, hefur nú þegar fyrir venju að lesa að minnsta kosti einn kafla í Biblíunni áður en hún fer að sofa á kvöldin. „Mér finnst það mjög gaman og mig langar til að halda því áfram í framtíðinni.“

Hvort viðhorfið er skynsamlegra? Er Biblían þess virði að lesa hana? Er hún gagnleg fyrir yngri kynslóðina? Hvað finnst þér?