Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Varanlegra en skíragull

Varanlegra en skíragull

Varanlegra en skíragull

GULL er mjög eftirsótt sökum fegurðar og endingar. Það sem gerir gullið einstakt er að það virðist aldrei missa gljáann eða verða matt. Þetta stafar af því að það er ónæmt fyrir áhrifum vatns, súrefnis, brennisteins og næstum allra annarra efna. Margir gullgripir, sem fundist hafa í skipsflökum eða annars staðar, glansa enn eftir hundruð ára.

Það er athyglisvert að Biblían segir að til sé eitthvað sem er varanlegra og ‚langtum dýrmætara en forgengilegt gull sem þó stenst eldraunina.‘ (1. Pétursbréf 1:7) Gull getur orðið 99,9 prósent hreint ef það er hreinsað í eldi og með öðrum aðferðum. En jafnvel hreint gull eyðileggst eða leysist upp í kóngavatni sem er þrír fjórðu saltsýra og einn fjórði saltpéturssýra. Biblían er því vísindalega rétt þegar hún talar um „forgengilegt gull.“

Sannkristinn trú getur á hinn bóginn verið okkur „til sáluhjálpar.“ (Hebreabréfið 10:39, Biblían 1912) Menn geta líflátið þá sem hafa sterka trú líkt og þeir líflétu Jesú. En sanntrúuðum mönnum er gefið þetta loforð: „Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ (Opinberunarbókin 2:10) Þeir sem trúfastir eru allt til dauða lifa áfram í minni Guðs og hann reisir þá upp til lífs á ný. (Jóhannes 5:28, 29) Gull getur ekki komið því til leiðar, hversu mikið sem það er. Að þessu leyti er trúin sannarlega miklu verðmætari en gull. En gildi trúarinnar eykst til muna þegar á hana reynir. Pétur sagði að það væri ‚trúarstaðfestan‘ sem væri verðmætari en gull. Vottar Jehóva eru meira en fúsir til að aðstoða þig við að kynna þér Biblíuna svo að þú getir eignast sterka trú á hinn sanna Guð Jehóva og son hans Jesú Krist, og viðhaldið henni. Samkvæmt Jesú ‚er það hið eilífa líf.‘ — Jóhannes 17:3.