Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Við vorum vargar en erum nú lömb!

Við vorum vargar en erum nú lömb!

Við vorum vargar en erum nú lömb!

Við Sakina vorum nágrannar þegar við vorum stelpur. Sakina var stór og sterkbyggð en ég var lítil og grönn. Oft rifumst við heiftarlega en dag nokkurn lentum við í hörkuáflogum. Við hvorki heilsuðumst né töluðumst við eftir það. Síðar fluttum við báðar og vissum ekki hvar hin var niðurkomin.

Árið 1994 fór ég að kynna mér Biblíuna með hjálp Votta Jehóva og smám saman breyttist persónuleiki minn. Fjórum árum síðar var ég stödd á eins dags móti í Bújúmbúra í Búrúndí og rakst þá á Sakinu, mér til mikillar furðu. Ég var ánægð að sjá hana á mótinu en kveðjurnar voru þó fremur fálegar. Ég trúði varla eigin augum síðar um daginn þegar ég sá hana í hópi skírnþeganna! Hún hafði líka tekið stórkostlegum breytingum. Hún var ekki lengur áflogagjarna manneskjan sem ég hafði rifist svo oft við. Ég var óumræðilega glöð að sjá hana skírast til tákns um vígslu sína til Guðs.

Ég flýtti mér til hennar þegar hún steig upp úr vatninu, tók utan um hana og hvíslaði í eyra hennar: „Manstu hvernig við slógumst?“ „Já,“ svaraði hún, „ég man það vel en það var í gamla daga. Nú er ég ný manneskja.“

Við erum báðar mjög ánægðar að hafa fundið hinn sameinandi sannleika Biblíunnar og yfir því að hafa breyst úr vörgum í sauði hins mikla hirðis, Jehóva Guðs. Sannleikur Biblíunnar breytir fólki óneitanlega.