Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Nafn Guðs er notað í Mið-Afríku

Nafn Guðs er notað í Mið-Afríku

Nafn Guðs er notað í Mið-Afríku

MEIRIHLUTI manna í Mið-Afríku trúir á Guð og er fullviss um að hann sé skapari allra hluta. (Opinberunarbókin 4:11) En eins og svo margir aðrir sinna þeir ekki um einkanafn hans — Jehóva.

Í Mið-Afríku, og reyndar víða um heim, vísa menn til nafnsins þegar þeir fara með faðirvorið og segja: „Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Lengi vel þekktu fáir þetta nafn en með árunum hefur kröftugt boðunarstarf Votta Jehóva hins vegar breytt viðhorfi manna til nafnsins. Núna er það þekkt og viðurkennt í mörgum tungumálum Afríkulandanna eins og súlú (uJehova), jórúba (Jehofah), xhósa (uYehova) og svahilí (Yehova). Flestar biblíuþýðingar á þessum tungumálum forðast eftir sem áður að nota nafnið.

Sande er tungumál sem talað er á svæðum í Mið-Afríkulýðveldinu, Súdan og Alþýðulýðveldinu Kongó. Biblíuþýðing á því máli notar nafn Guðs og stafsetur það Yekova. En óháð því hvernig nafn Guðs er stafsett er mikilvægt að nota það því að „hver sem ákallar nafn [Jehóva], mun hólpinn verða.“ — Rómverjabréfið 10:13.

[Kort/mynd á blaðsíðu 32]

(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)

SÚDAN

MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ

ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ KONGÓ

[Credit line]

The Complete Encyclopedia of Illustration/J. G. Heck