‚Íklæðist langlyndi‘
‚Íklæðist langlyndi‘
„Íklæðist . . . hjartans meðaumkun . . . og langlyndi.“ — KÓLOSSUBRÉFIÐ 3:12.
1. Nefndu gott dæmi um langlyndi.
RÉGIS býr í suðvesturhluta Frakklands. Hann lét skírast sem vottur Jehóva árið 1952 og um langt árabil reyndi konan hans allt hvað hún gat til að hindra hann í að þjóna Jehóva. Hún reyndi að stinga gat á hjólbarðana á vélhjólinu hans svo að hann kæmist ekki á samkomur, og eitt sinn elti hún hann er hann var að kynna boðskap Biblíunnar hús úr húsi og gerði grín að honum þegar hann ræddi við húsráðendur um fagnaðarerindið. En Régis sýndi langlundargeð þrátt fyrir stöðuga andstöðu. Hann er öllum kristnum mönnum gott fordæmi þar eð Jehóva krefst þess að allir tilbiðjendur sínir séu langlyndir við aðra.
2. Hver er bókstafleg merking gríska orðsins sem þýtt er „langlyndi“ og hverju lýsir orðið?
2 Gríska orðið, sem þýtt er „langlyndur,“ merkir bókstaflega „langur í lund.“ Í íslensku biblíunni er orðið tíu sinnum þýtt „langlyndi,“ einu sinni „langlyndur,“ einu sinni „umburðarlyndi,“ einu sinni „stöðuglyndi“ og einu sinni „þolinmæði.“ Bæði hebresku og grísku orðin, sem þýdd eru „langlyndi,“ lýsa þolinmæði, umburðarlyndi og því að vera seinn til reiði.
3. Hvernig var afstaða kristinna manna til langlyndis ólík afstöðu Grikkja á fyrstu öld?
3 Langlyndi var ekki álitið dyggð meðal Grikkja á fyrstu öld og Stóuspekingar notuðu orðið aldrei. Biblíufræðingurinn William Barclay segir að langlyndi sé „hrein andstæða grískrar dyggðar“ sem státaði sig meðal annars af því að „neita að umbera nokkra móðgun eða smán.“ Hann segir: „Í augum Grikkja var sá stórmenni sem kom fram hefndum með öllum tiltækum ráðum. Í augum kristins manns var sá stórmenni sem neitaði að hefna sín þótt hann hefði færi á því.“ Grikkir hafa kannski talið langlyndi veikleikamerki en í þessu sem öðru er „heimska Guðs . . . mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.“ — 1. Korintubréf 1:25.
Fordæmi Krists um langlyndi
4, 5. Hvernig er Jesús einstakt dæmi um langlyndi?
4 Á eftir Jehóva er Jesús Kristur besta fordæmið um langlyndi. Hann sýndi ótrúlega stillingu þegar hann var harðræði beittur. Um hann var spáð: „Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.“ — Jesaja 53:7.
5 Jesús sýndi einstakt langlundargeð allan þjónustuferil sinn hér á jörð. Hann mátti þola lævísar spurningar óvina sinna og svívirðingar andstæðinganna. (Matteus 22:15-46; 1. Pétursbréf 2:23) Hann var þolinmóður við lærisveinana þótt þeir deildu stöðugt um hver þeirra væri mestur. (Markús 9:33-37; 10:35-45; Lúkas 22:24-27) Og hann sýndi aðdáunarverða stillingu þegar Pétur og Jóhannes sofnuðu kvöldið sem hann var svikinn, en hann hafði sagt þeim að ‚vaka og biðja.‘ — Matteus 26:36-41.
6. Hvernig naut Páll góðs af langlyndi Jesú og hvaða lærdóm má draga af því?
6 Jesús var langlyndur áfram eftir dauða sinn og upprisu. Páll postuli varð sérstaklega var við það en hann hafði áður ofsótt kristna menn. Hann segir: „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur. En fyrir þá sök var mér miskunnað, að Kristur Jesús skyldi 1. Tímóteusarbréf 1:15, 16) Ef við trúum á Jesú er hann langlyndur við okkur, óháð fortíð okkar, en væntir þess auðvitað að við vinnum „verk samboðin iðruninni.“ (Postulasagan 26:20; Rómverjabréfið 2:4) Skilaboð Krists til safnaðanna sjö í Litlu-Asíu sýna að hann væntir þess að við bætum okkur þótt hann sé langlyndur. — Opinberunarbókin, 2. og 3. kafli.
sýna á mér fyrstum gjörvallt langlyndi sitt, þeim til dæmis, er á hann munu trúa til eilífs lífs.“ (Ávöxtur andans
7. Hvaða samband er milli langlyndis og heilags anda?
7 Í 5. kafla Galatabréfsins ber Páll saman verk holdsins og ávöxt andans. (Galatabréfið 5:19-23) Jehóva er langlyndur þannig að hann er höfundur þessa eiginleika sem er einn af ávöxtum anda hans. (2. Mósebók 34:6, 7) Langlyndi er fjórði eiginleikinn í upptalningu Páls á ávöxtum andans, ásamt ‚kærleika, gleði, friði, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi.‘ (Galatabréfið 5:22, 23) Þegar þjónar Guðs sýna þolinmæði eða langlyndi að fyrirmynd hans gera þeir það undir áhrifum heilags anda.
8. Hvað hjálpar okkar að glæða með okkur ávexti andans, meðal annars langlyndi?
8 Þetta þýðir þó ekki að Jehóva þröngvi anda sínum upp á fólk heldur verðum við að vera fús til að láta hann verka á okkur. (2. Korintubréf 3:17; Efesusbréfið 4:30) Við leyfum andanum að hafa áhrif á líf okkar með því að glæða ávexti hans í öllu sem við gerum. Páll bætir við, eftir að hafa talið upp verk holdsins og ávexti andans: „Fyrst andinn er líf vort skulum vér lifa í andanum! Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.“ (Galatabréfið 5:25; 6:7, 8) Ef okkur á að takast að glæða með okkur langlyndi þurfum við einnig að rækta með okkur hina ávextina sem heilagur andi framkallar í lífi kristinna manna.
„Kærleikurinn er langlyndur“
9. Hver er hugsanlega ástæðan fyrir því að Páll skyldi segja Korintumönnum að ‚kærleikurinn sé langlyndur‘?
9 Páll benti á að sérstakt samband væri á milli kærleika og langlyndis er hann sagði að ‚kærleikurinn sé langlyndur.‘ (1. Korintubréf 13:4) Biblíufræðingurinn Albert Barnes álítur að deilur og erjur í Korintusöfnuðinum hafi valdið því að Páll lagði áherslu á þetta. (1. Korintubréf 1:11, 12) Barnes segir: „Orðið, sem hér er notað fyrir [langlyndi] er andstæða bráðræðis: tilfinningahita, ákaflyndis og skapstyggðar. Það merkir hugarástand sem ÞOLIR LENGI kúgun og ögrun.“ Kærleikur og langlyndi stuðla mjög að friði kristna safnaðarins enn þann dag í dag.
10. (a) Hver er þáttur kærleikans í langlyndi og hvað ráðleggur Páll postuli þar að lútandi? (b) Hvað segir biblíufræðingur um langlyndi og gæsku Guðs? (Sjá neðanmáls.)
10 „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn . . . leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki.“ Kærleikurinn hjálpar okkur * (1. Korintubréf 13:4, 5) Hann gerir okkur kleift að umbera hvert annað þolinmóð og muna að við erum öll ófullkomin og höfum okkar bresti og galla. Hann hjálpar okkur að vera tillitssöm og fús til að fyrirgefa. Páll postuli hvetur okkur til að ‚vera í hvívetna lítillát og hógvær, þolinmóð og langlynd, umbera hvert annað í kærleika og kappkosta að varðveita einingu andans í bandi friðarins.‘ — Efesusbréfið 4:1-3.
því á marga vegu að sýna langlyndi.11. Hvers vegna er sérlega mikilvægt að sýna langlyndi þar sem kristnir menn búa saman eða koma saman til náms eða starfa?
11 Langlyndi stuðlar að friði og hamingju hvar sem kristnir menn koma saman til náms eða starfa, hvort heldur í söfnuðum, á Betelheimilum, trúboðsheimilum, við byggingarframkvæmdir eða í skólum. Ólíkur persónuleiki, smekkur, uppeldi, kurteisisvenjur og jafnvel hreinlætisvenjur geta reynt á þolrifin í okkur af og til. Það getur líka gerst innan fjölskyldunnar. Það er því nauðsynlegt að vera seinn til reiði. (Orðskviðirnir 14:29; 15:18; 19:11) Allir þurfa að vera langlyndir, umburðarlyndir og þolinmóðir og vonast eftir breytingu til batnaðar. — Rómverjabréfið 15:1-6.
Langlyndi hjálpar okkur að vera þolgóð
12. Hvers vegna er langlyndi nauðsynlegt þegar á móti blæs?
12 Langlyndi hjálpar okkur að þola erfiðleika sem sér ekki fyrir endann á eða virðist ekki hægt að leysa með skjótum hætti. Régis, sem getið er í byrjun greinarinnar, er dæmi um það. Árum saman beitti konan hans sér gegn því að hann þjónaði Jehóva. En dag nokkurn kom hún grátandi til hans og sagði: „Ég veit að þetta er sannleikurinn. Hjálpaðu mér. Ég vil fá biblíukennslu.“ Síðar lét hún skírast sem vottur Jehóva. Régis segir: „Þetta sannaði að Jehóva blessaði þau ár sem ég þurfti að berjast með þolinmæði og þolgæði.“ Honum var umbunað langlyndið.
13. Hvað gerði Páli kleift að vera þolgóður og hvernig getur fordæmi hans hjálpað okkur að halda út?
13 Páll postuli var góð fyrirmynd um langlyndi. (2. Korintubréf 6:3-10; 1. Tímóteusarbréf 1:16) Þegar hann átti skammt eftir ólifað réð hann Tímóteusi, ungum félaga sínum, heilt og varaði hann við því að allir kristnir menn myndu þurfa að þola prófraunir. Hann minntist á fordæmi sitt og taldi upp ýmsa kristna eiginleika sem eru nauðsynlegir til að vera þolgóður. Hann segir: „Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði, í ofsóknum og þjáningum, slíkum sem fyrir mig komu í Antíokkíu, í Íkóníum og í Lýstru. Slíkar ofsóknir þoldi ég, og Drottinn frelsaði mig úr þeim öllum. Já, allir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða.“ (2. Tímóteusarbréf 3:10-12; Postulasagan 13:49-51; 14:19-22) Við þurfum öll að búa yfir trú, kærleika og langlyndi til að halda út.
Að íklæðast langlyndi
14. Við hvað líkti Páll eiginleikum eins og langlyndi og hvað ráðlagði hann kristnum mönnum í Kólossu?
14 Páll postuli líkti langlyndi og öðrum guðrækilegum eiginleikum við fatnað sem kristinn maður á að íklæðast eftir að hafa afklæðst þeim verkum sem einkenna ‚hinn gamla mann.‘ (Kólossubréfið 3:5-10) Hann segir: „Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og [Jehóva] hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.“ — Kólossubréfið 3:12-14.
15. Hvað gerist þegar kristnir menn ‚íklæðast‘ langlyndi og öðrum guðrækilegum eiginleikum?
15 Þegar safnaðarmenn ‚íklæðast‘ meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð, langlyndi og kærleika geta þeir ráðið fram úr vandamálum og verið sameinaðir í þjónustu Jehóva. Kristnir umsjónarmenn þurfa að vera langlyndir öðrum fremur. Stundum geta þeir þurft að áminna trúbróður en það er hægt að gera á ýmsa vegu. Páll benti á bestu leiðina er hann skrifaði Tímóteusi: „Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu.“ (2. Tímóteusarbréf 4:2) Það á alltaf að sýna sauðum Jehóva langlyndi, virðingu og mildi. — Matteus 7:12; 11:28; Postulasagan 20:28, 29; Rómverjabréfið 12:10.
„Langlyndir við alla“
16. Hvaða jákvæðar afleiðingar getur það haft að vera ‚langlynd við alla‘?
16 Langlyndi Jehóva í garð mannkyns skyldar okkur siðferðilega til að ‚vera langlynd við alla.‘ (1. Þessaloníkubréf 5:14) Þetta merkir að við þurfum að vera þolinmóð við ættingja sem eru ekki vottar, við nágranna, vinnufélaga og skólasystkini. Vottar hafa sigrast á margvíslegum hleypidómum með því að þola, stundum árum saman, kaldhæðni eða beina andstöðu vinnufélaga eða skólasystkina. (Kólossubréfið 4:5, 6) Pétur postuli segir: „Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðamönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.“ — 1. Pétursbréf 2:12.
17. Hvernig getum við líkt eftir kærleika og langlyndi Jehóva og hvers vegna ættum við að gera það?
17 Langlyndi Jehóva hefur í för með sér hjálpræði fyrir milljónir manna. (2. Pétursbréf 3:9, 15) Ef við líkjum eftir kærleika og langlyndi Jehóva höldum við þolinmóð áfram að boða fagnaðarerindið um ríkið og kenna öðrum að lúta stjórn Krists. (Matteus 28:18-20; Markús 13:10) Ef við hættum að prédika væri það sambærilegt við að vilja takmarka langlyndi Jehóva og viðurkenna ekki tilganginn með því, sem er sá að leiða fólk til iðrunar. — Rómverjabréfið 2:4.
18. Um hvað bað Páll fyrir hönd Kólossumanna?
18 Páll segir í bréfi til kristinna manna í Kólossu í Litlu Asíu: „Frá þeim degi, er vér heyrðum þetta, höfum vér því ekki látið af að biðja fyrir yður. Vér biðjum þess, að þér mættuð fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans, svo að þér hegðið yður eins og [Jehóva] er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði. Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi [eða langlyndi] . . . með gleði.“ — Kólossubréfið 1:9-11.
19, 20. (a) Hvernig getum við forðast að líta á langlyndi Jehóva sem prófraun? (b) Hvaða gagni þjónar langlyndi okkar?
19 Áframhaldandi langlyndi Jehóva verður ekki prófraun fyrir okkur ef við ‚fyllumst þekkingu á vilja hans‘ sem er sá að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tímóteusarbréf 2:4) Við höldum þá áfram að ‚bera ávöxt í öllu góðu verki,‘ einkum við boðun ‚fagnaðarerindisins.‘ (Matteus 24:14) Ef við vinnum dyggilega að því ‚styrkir Jehóva okkur á allan hátt‘ svo að við ‚fyllumst í hvívetna þolgæði og langlyndi með gleði.‘ Þá ‚hegðum við okkur eins og Jehóva er samboðið‘ og njótum þess friðar sem er samfara þeirri vitneskju að við erum „honum til þóknunar á allan hátt.“
20 Verum fullkomlega sannfærð um viskuna að baki langlyndi Jehóva. Það stuðlar að hjálpræði okkar og þeirra sem við prédikum fyrir og kennum. (1. Tímóteusarbréf 4:16) Þegar við glæðum ávöxt andans í fari okkur — kærleika, gæsku, góðvild, hógværð og sjálfstjórn — getum við verið langlynd með gleði. Við eigum þá auðveldara með að búa í friði með fjölskyldunni og trúsystkinum okkar í söfnuðinum. Langlyndi auðveldar okkur einnig að vera þolinmóð við vinnufélaga eða skólasystkini. Og langlyndi okkar þjónar þá þeim tilgangi að bjarga syndugum mönnum og vegsama Jehóva, hinn langlynda Guð.
[Neðanmáls]
^ gr. 10 Biblíufræðingurinn Gordon D. Fee segir um þau orð Páls að ‚kærleikurinn sé langlyndur‘: „Í guðfræði Páls tákna [langlyndi og kærleikur] hina tvíþættu afstöðu Guðs til mannkyns (sbr. Rómv. 2:4). Annars vegar birtist kærleikur hans og umburðarlyndi í því að hann heldur aftur af reiði sinni vegna uppreisnar mannsins; hins vegar birtist gæska hans þúsundfalt í miskunnarverkunum. Lýsing Páls á kærleikanum hefst því á þessari tvíþættu lýsingu á Guði sem hefur, fyrir milligöngu Krists, sýnt sig umburðarlyndan og góðviljaðan í garð þeirra sem verðskulda dóm hans.“
Geturðu svarað?
• Á hvaða vegu er Kristur afbragðsdæmi um langlyndi?
• Hvað hjálpar okkur að þroska með okkur langlyndi?
• Hvernig er langlyndi til góðs fyrir kristna menn sem koma saman til náms og starfa, og fyrir fjölskyldur og öldunga?
• Hvernig getur langlyndi okkar verið okkur og öðrum til gagns?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 29]
Jesús var þolinmóður við lærisveinana jafnvel þegar hann var undir miklu álagi.
[Mynd á blaðsíðu 30]
Kristnir umsjónarmenn eiga að vera langlyndir í samskiptum við trúbræður sína.
[Mynd á blaðsíðu 31]
Við líkjum eftir kærleika og langlyndi Jehóva ef við höldum áfram að boða fagnaðarerindið.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Páll bað þess að kristnir menn væru ‚langlyndir með gleði.‘