Þau afbáru flein í holdinu
Þau afbáru flein í holdinu
„Mér [er] gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig.“ — 2. KORINTUBRÉF 12:7.
1. Nefndu dæmi um vandamál sem við er að glíma nú á dögum.
ÁTT þú við langvinna prófraun að glíma? Þá ertu ekki einn á báti. Hinir síðustu dagar eru erfiðir og trúfastir kristnir menn eiga við harða andstöðu að etja, heimilisvandamál, veikindi, peningaáhyggjur, tilfinningaleg vandamál, ástvinamissi og aðrar þrautir. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Sums staðar í heiminum eru margir í lífshættu vegna stríðsátaka og matvælaskorts.
2, 3. Hvernig gætu erfið vandamál gert okkur neikvæð og af hverju gæti það reynst hættulegt?
2 Vandamál sem þessi geta verið yfirþyrmandi, einkum þegar margs konar þrengingar bresta á samtímis. Orðskviðirnir 24:10 segja: „Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill.“ Prófraunirnar geta dregið svo úr okkur kjarkinn að við verðum máttlítil og efins um að við megnum að þrauka allt til enda. Hvernig þá?
3 Kjarkleysi getur gert okkur erfitt um vik að vera hlutlæg. Það er til dæmis hægur vandi að mikla erfiðleikana fyrir sér og fara að vorkenna sjálfum sér. Sumir hrópa jafnvel til Guðs: „Hvers vegna læturðu mig lenda í þessu?“ Ef neikvæðar hugsanir sem þessar tækju sér bólfestu í hjarta manns gæti það spillt gleði hans og trúartrausti. Þjónn Guðs gæti orðið svo miður sín að hann gæfist upp og hætti að berjast „trúarinnar góðu baráttu.“ — 1. Tímóteusarbréf 6:12.
4, 5. Hvernig á Satan stundum þátt í vandamálum okkar en hverju getum við treyst?
4 Prófraunir okkar eru auðvitað ekki Jehóva Guði að kenna. (Jakobsbréfið 1:13) Sumar prófraunir stafa hreinlega af því að við erum að reyna að vera honum trúföst. Allir sem þjóna Jehóva gera sig auðvitað að skotspæni erkióvinarins Satans djöfulsins. Á þeim stutta tíma, sem hinn illi „guð þessarar aldar“ á eftir, reynir hann að knýja alla sem elska Jehóva til að gefast upp við að gera vilja hans. (2. Korintubréf 4:4) Satan veldur bræðrafélaginu um heim allan eins miklum þjáningum og hann getur. (1. Pétursbréf 5:9) Auðvitað er hann ekki beinlínis valdur að öllum vandamálum okkar, en hann getur notfært sér þau, sem að okkur steðja, til að reyna að veikja okkur enn frekar.
5 En við getum sigrað Satan og gildir þá einu hve ógurleg vopn hans eru. Hvers vegna getum við verið örugg um það? Vegna þess að Jehóva Guð berst fyrir okkur. Hann hefur séð til þess að þjónar sínir viti hvaða aðferðum Satan beitir. (2. Korintubréf 2:11) Orð Guðs segir reyndar mjög margt um þær prófraunir sem sannkristnir menn eiga við að etja. Biblían kemst til dæmis svo að orði að Páll postuli hafi verið með ‚flein í holdinu.‘ Hvers vegna? Við skulum kanna hvernig Biblían skýrir þetta orðasamband. Þá sjáum við að við erum hvergi nærri ein um að þurfa hjálp Jehóva til að sigrast á prófraunum.
Hvers vegna eru prófraunir eins og fleinn í holdi?
6. Hvað átti Páll við þegar hann talaði um ‚flein í holdinu‘ og hvers eðlis kann fleinninn að hafa verið?
6 Páll gekk í gegnum erfiðustu prófraunir og var innblásið að skrifa: „Mér [er] gefinn 2. Korintubréf 12:7) Hver var þessi fleinn í holdi Páls? Það væri óneitanlega sársaukafullt að vera með flein djúpt í holdi sér. Myndmálið bendir því til einhvers sem var sársaukafullt fyrir Pál, annaðhvort líkamlega, tilfinningalega eða hvort tveggja. Hugsanlegt er að hann hafi átt við augnsjúkdóm að stríða eða annan heilsubrest. Þá má og vera að fleinninn hafi verið tengdur mönnum sem véfengdu postuladóm Páls og gerðu lítið úr boðun hans og kennslu. (2. Korintubréf 10:10-12; 11:5, 6, 13) Hvað sem um var að ræða var fleinninn fastur á sínum stað og engin leið að fjarlægja hann.
fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig, til þess að ég skuli ekki hrokast upp.“ (7, 8. (a) Hvað gefur orðið ‚að slá‘ til kynna? (b) Hvers vegna verðum við að afbera hvern þann flein sem kann að hrjá okkur núna?
7 Við tökum eftir að fleinninn ‚sló‘ Pál. Það er athyglisvert að Páll notar hér gríska sögn dregna af orði sem merkir „hnúar.“ Orðið er notað í bókstaflegri merkingu í Matteusi 26:67 og óeiginlegri í 1. Korintubréfi 4:11. Í þessum versum er hugmyndin sú að berja með hnefum og misþyrma. Í ljósi þess hve stækt hatur Satan hefur á Jehóva og þjónum hans getum við gengið að því vísu að hann hafi notið þess að fleinninn skyldi kvelja Pál linnulaust. Satan er ekki síður ánægður þegar við erum með flein í holdinu sem kvelur okkur.
8 Við þurfum því að læra að afbera slíkan flein í holdi líkt og Páll gerði. Líf okkar er undir því komið! Munum að Jehóva vill framlengja líf okkar endalaust í nýja heiminum og þar verða engin vandamál sem kvelja okkur eins og fleinn í holdi. Jehóva hefur látið í té fjölmörg dæmi í orði sínu Biblíunni til að hjálpa okkur að hljóta þessi unaðslegu laun, og þau sýna að trúföstum þjónum hans hefur tekist með ágætum að afbera flein í holdi sér. Þessir þjónar Guðs voru venjulegt, ófullkomið fólk rétt eins og við. Að virða fyrir okkur suma þeirra getur kannski auðveldað okkur að ‚þreyta þolgóð skeið það sem við eigum framundan.‘ (Hebreabréfið 12:1) Og með því að hugleiða hvað þeir máttu þola getum við haft þá sannfæringu að við getum afborið hvern þann flein sem Satan kann að reka í okkur.
Fleinar Mefíbósets
9, 10. (a) Hvernig atvikaðist það að Mefíbóset fékk flein í holdið? (b) Hvaða góðvild sýndi Davíð konungur Mefíbóset og hvernig getum við líkt eftir Davíð?
9 Tökum Mefíbóset sem dæmi en hann var sonur Jónatans, vinar Davíðs. Hann var fimm ára þegar þær fréttir bárust að Jónatan faðir hans og Sál konungur, afi hans, væru fallnir. Fóstra drengsins var felmtri slegin við tíðindin, tók hann „og flýði, en í ofboðinu, er hún flýði, féll hann og varð lami.“ (2. Samúelsbók 4:4) Þessi fötlun hlýtur að hafa verið Mefíbóset erfiður fleinn í holdi er hann óx úr grasi.
10 Davíð konungur unni Jónatan mjög og fyrir vikið sýndi hann Mefíbóset ást og umhyggju nokkrum árum síðar. Hann afhenti honum allar eignir Sáls og fól Síba, þjóni Sáls, að annast jarðeignirnar. „Þú skalt jafnan eta við mitt borð,“ sagði hann Mefíbóset. (2. Samúelsbók 9:6-10) Eflaust hefur ást Davíðs og umhyggja hughreyst Mefíbóset og linað sársaukann sem fylgdi fötluninni. Þetta ágæta dæmi minnir á að við ættum líka að sýna þeim umhyggju sem eiga við flein í holdinu að stríða.
11. Hvað fullyrti Síba um Mefíbóset en hvernig vitum við að það var ósatt? (Sjá neðanmáls.)
11 Síðar fékk Mefíbóset annan flein í holdið. Síba, þjónn hans, rægði hann við Davíð konung sem var þá á flótta frá Jerúsalem vegna uppreisnar Absalons sonar síns. Síba sagði að Mefíbóset hefði sýnt þá sviksemi að vera eftir í Jerúsalem í von um að ná konungdóminum. * Davíð trúði rógi Síba og gaf lygaranum allar eignir Mefíbósets! — 2. Samúelsbók 16:1-4.
12. Hvernig brást Mefíbóset við stöðu mála og hvernig gaf hann okkur gott fordæmi?
12 Þegar Mefíbóset hitti Davíð að lokum sagði hann konungi hvers kyns var. Hann hafði verið að búa sig til að fylgja Davíð er Síba blekkti hann og bauðst til að fara í hans stað. Bætti Davíð úr hinu ranga sem hann hafði gert? Að hluta til. Hann skipti eignunum milli mannanna tveggja. Þetta hefði getað orðið nýr fleinn í holdi Mefíbósets. Var hann illa vonsvikinn? Mótmælti hann ákvörðun Davíðs og kvartaði undan að hún væri ósanngjörn? Nei, hann féllst auðmjúkur á óskir konungs. Hann einbeitti sér að hinu jákvæða og fagnaði því að réttmætur konungur Ísraels væri kominn aftur heill á húfi. Mefíbóset setti prýðisfordæmi með því að afbera fötlun sína, róginn og vonbrigðin. — 2. Samúelsbók 19:24-30.
Nehemía stóðst prófraunir sínar
13, 14. Hvaða fleina í holdinu þurfti Nehemía að afbera er hann sneri heim til að endurreisa múra Jerúsalem?
13 Nehemía mátti afbera táknræna fleina í holdi sér er hann sneri heim til Jerúsalem á fimmtu öld f.o.t. Borgin var þá múrveggjalaus og nánast varnarlaus, og hinir heimkomnu Gyðingar voru óskipulagðir, kjarklitlir og óhreinir í augum Jehóva. Nehemía hafði umboð Artaxerxesar konungs til að endurbyggja borgarmúrana en komst fljótlega að raun um að stjórnendur grannríkjanna höfðu megna andúð á því. „Gramdist þeim það mikillega, að kominn skyldi vera maður til að annast hagsmuni Ísraelsmanna.“ — Nehemíabók 2:10.
14 Þessir erlendu andstæðingar gerðu allt sem þeir gátu til að stöðva starf Nehemía. Hótanir þeirra, lygar, rógburður og ógnanir — meðal annars njósnarar sem sendir voru til að letja hann — hljóta að hafa verið eins og þrálátur fleinn í holdi hans. Lét hann vélræði þessara óvina tálma sér? Nei, hann missti ekki kjarkinn heldur treysti Guði fullkomlega. Þegar múrar Jerúsalem voru fullgerðir voru þeir varanlegur vitnisburður þess að Jehóva hafði stutt Nehemía. — Nehemíabók 4:1-12; 6:1-19.
15. Hvaða vandamál meðal Gyðinga voru Nehemía til sárrar skapraunar?
15 Sem landstjóri átti Nehemía einnig í höggi við ýmis vandamál meðal þjóðar Guðs. Þessir erfiðleikar voru eins og fleinar sem Nehemíabók 5:1-10) Margir Gyðingar brutu hvíldardagsboðið og studdu hvorki rekstur musterisins né framfærslu levítanna. Sumir höfðu gengið að eiga „konur frá Asdód eða ammónítískar eða móabítískar konur.“ Nehemía var sár skapraun að þessu. En hann gafst ekki upp þrátt fyrir þessa fleina í holdinu. Aftur og aftur reyndist hann vandanum vaxinn og framfylgdi réttlátum lögum Guðs trúfastlega. Líkjum eftir Nehemía og látum ekki ótryggð annarra letja okkur þess að þjóna Jehóva dyggilega. — Nehemíabók 13:10-13, 23-27.
kvöldu hann mjög því að þeir höfðu áhrif á samband fólksins við Jehóva. Auðmenn kröfðust hárra vaxta og fátækir bræður þeirra urðu að láta landareignir sínar af hendi og jafnvel að selja börn sín í þrælkun til að greiða skuldir sínar og skattinn til Persa. (Aðrir þrautgóðir þjónar Guðs
16-18. Hvernig voru heimiliserjur mikil raun fyrir Ísak, Rebekku, Hönnu, Davíð og Hósea?
16 Biblían segir frá mörgum fleirum er afbáru ýmiss konar fleina í holdi sér. Erfiðleikar í fjölskyldunni voru algeng orsök. Þeim Ísak og Rebekku, foreldrum Esaús, var „sár skapraun“ að eiginkonum hans tveim. Rebekka tók svo djúpt í árinni að hún væri orðin leið á lífinu vegna þeirra. (1. Mósebók 26:34, 35; 27:46) Og hugsaðu til þess hvernig Peninna „skapraunaði“ Hönnu af því að hún var barnlaus. Kannski mátti Hanna oft þola háðsglósur hennar heima fyrir. En Peninna skapraunaði Hönnu einnig opinberlega, eflaust í viðurvist vina og ættingja, þegar fjölskyldan sótti hátíðina í Síló. Það var eins og fleinninn væri rekinn dýpra í hold Hönnu. — 1. Samúelsbók 1:4-7.
17 Veltu fyrir þér hvað Davíð mátti þola vegna fáránlegrar öfundar Sáls konungs, tengdaföður síns. Hann mátti hafast við í hellum í Engedí-eyðimörk til að bjarga lífi sínu og þurfti að fara þar um þverhnípi og hættuleg klettaskörð. Honum hlýtur að hafa sviðið ranglætið því að hann hafði ekki gert Sál neitt til miska. En Davíð mátti vera á flótta svo árum skipti vegna öfundar Sáls. — 1. Samúelsbók 24:15,16; Orðskviðirnir 27:4.
18 Hugsaðu þér heimiliserjurnar sem spámaðurinn Hósea þurfti að þola. Eiginkona hans gerðist hórkona. Siðleysi hennar hlýtur að hafa stungið hann eins og fleinn í hjartastað. Og ekki hefur kvöl hans minnkað er hún ól tvö hórbörn! — Hósea 1:2-9.
19. Hvað mátti spámaðurinn Míka þola?
19 Ofsóknir eru líka fleinn í holdinu. Míka spámaður mátti þola margt. Það hlýtur að hafa kvalið réttláta sál hans að sjá hinn illa Akab konung safna að sér falsspámönnum 1. Konungabók 22:6, 9, 15-17, 23-28) Jeremía var sömuleiðis ofsóttur af mönnum sem vildu hann feigan. — Jeremía 20:1-9.
og trúa óskammfeilnum lygum þeirra. Og hvað gerði forsprakki spámannanna þegar Míka sagði Akab að allir þessir svikarar væru með „lygianda“? Hann sló Míka „kinnhest.“ Ekki brást Akab betur við þeirri viðvörun Jehóva að það væri vonlaust að gera út her til að endurheimta Ramót í Gíleað. Hann lét varpa Míka í fangelsi upp á vatn og brauð af skornum skammti. (20. Hvaða flein í holdinu mátti Naomí þola en hvernig var henni umbunað?
20 Ástvinamissir er einnig sár og getur verið eins og fleinn í holdi. Naomí mátti þola þá kvöl að missa eiginmann sinn og tvo syni. Hún var enn í sárum eftir þessi áföll er hún sneri heim til Betlehem. Hún sagði vinum sínum að kalla sig Möru en ekki Naomí, en nafnið Mara var til vitnis um þá beiskju sem hún hafði mátt þola. En um síðir umbunaði Jehóva henni þolgæðið og veitti henni sonarson sem var liður í ætt Messíasar. — Rutarbók 1:3-5, 19-21; 4:13-17; Matteus 1:1, 5.
21, 22. Hvað missti Job og hvernig brást hann við?
21 Hugsaðu þér hvílíkt áfall það hefur verið fyrir Job þegar hann frétti að ástkær börn hans, tíu að tölu, hefðu farist skyndilega, að ekki sé minnst á allan bústofninn og þjónana sem hann missti. Líf hans virtist vera lagt í rúst á örskotsstundu! Hann var varla búinn að átta sig á þessum áföllum þegar Satan sló hann illkynja sjúkdómi. Kannski bjóst Job við því að þessi sjúkdómur myndi draga sig til dauða. Svo óbærileg var kvölin að honum fannst að dauðinn myndi verða sér léttir. — Jobsbók 1:13-20; 2:7, 8.
22 Rétt eins og Job væri ekki búinn að þola nóg þá kom konan hans til hans og hrópaði í harmi sínum og angist: „Formæltu Guði og farðu að deyja!“ Hvílíkur fleinn í helaumu holdi hans! Þessu næst réðust þrír félagar Jobs að honum með villurökum í stað þess að hughreysta hann. Þeir sökuðu hann um að hafa syndgað í laumi og héldu því fram að hann gæti sjálfum sér um kennt. Villurök þeirra ráku fleinana æ dýpra í hold hans ef svo má að orði komast. Og það er rétt að hafa hugfast að Job vissi ekki hvers vegna þessar hörmungar gengu yfir hann, né heldur að lífi hans yrði þyrmt. En „í öllu þessu syndgaði Job ekki, og ekki átaldi hann Guð heimskulega.“ (Jobsbók 1:22; 2:9, 10; 3:3; 14:13; 30:17) Aldrei hvikaði hann frá ráðvendni sinni þótt margir fleinar væru reknir samtímis í hold hans. Þetta er einkar hvetjandi fordæmi!
23. Af hverju gátu þjónar Guðs, sem við höfum fjallað um, afborið ýmsa fleina í holdinu?
23 Þau dæmi, sem nefnd hafa verið, eru hvergi nærri tæmandi. Biblían hefur að geyma mörg til viðbótar. Allir þessir trúföstu þjónar Guðs voru með táknræna fleina í holdi sínu. Og vandamál þeirra voru æði breytileg. En eitt var þeim öllum sameiginlegt. Enginn þeirra hætti að þjóna Jehóva. Þrátt fyrir allar þessar erfiðu prófraunir sigruðu þeir Satan í þeim krafti sem Jehóva veitti þeim. Hvernig? Því er svarað í greininni á eftir og þar kemur einnig fram hvernig við getum afborið hvaðeina sem er eins og fleinn í holdinu.
[Neðanmáls]
^ gr. 11 Það hefði verið afar ólíkt þakklátum og auðmjúkum manni eins og Mefíbóset að ætla sér svo metnaðarfullt takmark. Eflaust vissi hann vel hve trúfastur Jónatan faðir hans hafði verið. Þótt Jónatan væri sonur Sáls konungs hafði hann auðmjúklega viðurkennt Davíð sem útvalinn konung Jehóva yfir Ísrael. (1. Samúelsbók 20:12-17) Jónatan var tryggur vinur Davíðs og guðhræddur faðir og hann hefði ekki kennt ungum syni sínum að sækjast eftir konungstign.
Hverju svarar þú?
• Af hverju má líkja vandamálum okkar við fleina í holdi?
• Hvað þurftu Mefíbóset og Nehemía að þola sem var eins og fleinar í holdi þeirra?
• Hvaða biblíuleg dæmi um karla og konur, sem afbáru fleina í holdinu, snertu þig sérstaklega og hvers vegna?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 25]
Mefíbóset mátti þola fötlun, róg og vonbrigði.
[Mynd á blaðsíðu 26]
Nehemía þraukaði þrátt fyrir mótstöðu.