Hvert er viðhorf þitt til dauðans?
Hvert er viðhorf þitt til dauðans?
DAUÐINN varpar skugga á daglegt líf okkar allra, hversu hraust eða auðug sem við erum. Hann getur lagt til atlögu í næsta skipti sem við förum yfir götu eða liggjum í rúminu. Hörmungar eins og hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington, D.C., 11. september 2001 minna okkur á þá staðreynd að fórnarlömb dauðans, ‚síðasta óvinarins,‘ koma úr öllum aldurshópum og stéttum, og stundum er líf þúsunda manna tekið á örfáum mínútum. — 1. Korintubréf 15:26.
Þrátt fyrir þetta virðist fólk heillað af dauðanum. Ekkert virðist selja fleiri eintök af dagblöðum eða draga fleiri andlit að sjónvarpsskjánum en fréttir af dauðsföllum og þá sérstaklega þegar margir deyja með voveiflegum hætti. Það er eins og fólk fái aldrei nóg, hvort sem dauðsföllin verða vegna styrjalda, náttúruhamfara, glæpa eða sjúkdóma. Þessi óviðráðanlegi áhugi á dauðanum lýsir sér á mjög einkennilegan hátt í því tilfinningaflóði sem verður þegar framámenn og frægar stjörnur deyja.
En svona er veruleikinn. Menn hrífast af dauðanum — það er að segja dauða annarra. En þegar dæmið snýr að þeim sjálfum hryllir þá við tilhugsuninni. Fæstir vilja hugsa um eigin dauða.
Dauðinn er ráðgáta
Tilhugsunin um okkar eigin dauða er alltaf óþægileg og mun alltaf vera það. Ástæðan er sú að Guð hefur gefið okkur sterka löngun til að lifa að eilífu. „Jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra,“ segir Prédikarinn 3:11. Sú staðreynd að dauðinn er óumflýjanlegur hefur skapað í mönnum innri baráttu, vitund um þráláta togstreitu. Til að leysa þessa innri togstreitu og fullnægja eðlilegri löngun til að lifa áfram hafa mennirnir búið til alls konar trúarhugmyndir, allt frá kenningunni um ódauðlega sál til trúar á endurholdgun.
Hvað sem því líður er dauðinn kvíðvænlegur og ógnvekjandi og alls staðar í heiminum óttast menn hann. Það er því ekki nema eðlilegt að mannfélaginu í heild skuli finnast erfitt að takast á við dauðann. En dauðinn sýnir okkur líka fram á hversu tilgangslaust sé að eyða öllu lífinu í að sækjast eftir peningum og völdum.
Einsemd dauðans
Hér áður fyrr fengu þeir sem voru lífshættulega slasaðir eða með banvænan sjúkdóm að 1. Mósebók 49:1, 2, 33) Þegar svo er kemur fjölskyldan saman og börnin eru höfð með í samræðunum. Þetta minnir alla í fjölskyldunni á að þeir eru ekki einir í sorginni og það veitir þeim þá huggun sem fylgir sameiginlegri ábyrgðarkennd og sameiginlegri sorg.
deyja heima hjá sér í kunnuglegu umhverfi og meðal ástvina. Þannig var það oft á biblíutímanum og er enn í sumum menningarsamfélögum. (Þetta er í algerri andstöðu við samfélög þar sem bannað er að tala um dauðann og það er talið óhugnanlegt. Þar er börnum líka haldið fyrir utan allt á þeirri forsendu að þau ráði ekki við það. Þegar fólk deyr nú á dögum er það á margan hátt mjög ólíkt því sem áður var og það er oft mun einmanalegra. Þó að flestir vildu helst deyja heima hjá sér í kyrrð í faðmi fjölskyldunnar er veruleikinn sá að margir deyja með kvalarfullum hætti á spítala, þar sem þeir eru venjulega einangraðir og tengdir við alls konar ógnvekjandi vélar og hátæknibúnað. Milljónir manna eru hins vegar óþekkt fórnarlömb þjóðarmorða, hungursneyða, alnæmis, borgarastríða eða hreinnar örbirgðar.
Verðugt umhugsunarefni
Biblían segir okkur ekki að forðast að hugsa um dauðann. Í Prédikaranum 7:2 kemur meira að segja fram að ‚betra sé að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal, því að það eru endalok sérhvers manns.‘ Þegar við erum minnt á þann raunveruleika sem dauðinn er beinum við kannski athyglinni frá hinum hversdagslegu áhyggjum og verkum og hugsum um hverfulleika lífsins. Það getur hjálpað okkur að lifa lífinu á tilgangsríkari hátt í staðinn fyrir að slampast bara einhvern veginn í gegnum það eða sóa því.
Hvert er viðhorf þitt til dauðans? Hefurðu hugleitt hvaða skoðanir þú hefur, hverju þú trúir og hvað þú vonar eða óttast í sambandi við endalok lífsins?
Það er hvorki á valdi mannsins að útskýra eða skilja eðli lífsins né eðli dauðans. Sá eini sem hefur örugga vitneskju um þetta er skapari okkar. Hjá honum „er uppspretta lífsins,“ og hann „bjargar frá dauðanum.“ (Sálmur 36:10; 68:21) Það kemur kannski mörgum á óvart en þegar sumar algengar hugmyndir um dauðann eru skoðaðar í ljósi Biblíunnar veitir niðurstaðan bæði huggun og von. Hún leiðir í ljós að dauðinn þarf ekki að vera endir alls.
[Innskot á blaðsíðu 4]
Sú vitund að við getum dáið hjálpar okkur að lifa lífinu á tilgangsríkari hátt.