Kannt þú að meta kærleika Guðs?
Kannt þú að meta kærleika Guðs?
MAÐURINN Job lýsti eitt sinn ástandi ófullkominna manna með þessum orðum: „Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi. Hann rennur upp og fölnar eins og blóm, flýr burt eins og skuggi og hefir ekkert viðnám.“ (Jobsbók 14:1, 2) Á þeim tíma var líf Jobs fullt af angist og sorg. Hefur þér einhvern tíma liðið þannig?
Við þurfum að glíma við ýmis vandamál og erfiðleika. En það er til örugg von sem er grundvölluð á meðaumkun og kærleika Guðs. Í fyrsta lagi hefur faðirinn á himnum séð okkur fyrir lausnarfórninni til að losa mannkynið undan syndugu ástandi þess. Samkvæmt Jóhannesi 3:16, 17 sagði Jesús: „Svo elskaði Guð heiminn [mannkynið], að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn [Jesús] í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“
Hugleiddu einnig hve hlýlegur Guð er í okkar garð. Páll postuli lýsti yfir: „Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar, er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra. Hann vildi, að þær leituðu Guðs, ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss.“ (Postulasagan 17:26, 27) Hugsaðu þér, við getum átt einkasamband við kærleiksríkan skapara okkar, Jehóva Guð, þrátt fyrir að við erum ófullkomnir menn.
Við getum tekist örugg á við framtíðina því að við vitum að Guð ber umhyggju fyrir okkur og hefur í kærleika sínum gert ráðstöfun sem er okkur til eilífrar blessunar. (1. Pétursbréf 5:7; 2. Pétursbréf 3:1) Við höfum því fulla ástæðu til að læra meira um kærleiksríkan Guð okkar með námi í orði hans, Biblíunni.