Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þér er boðið á landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“

Þér er boðið á landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“

Þér er boðið á landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“

DAGSKRÁIN hefst alla dagana með tónlist kl. 9:30. Eftir opnunarræðuna á fyrsta degi verða nokkrir boðberar Guðsríkis teknir tali. Síðan verða fluttar ræður sem nefnast „Gleðjist yfir Jehóva“ og „Verið þakklát.“ Morgundagskránni lýkur með aðalræðunni „Boðberar Guðsríkis hafa brennandi kostgæfni.“

Á síðdegisdagskrá föstudagsins verður flutt ræðusyrpa í þremur hlutum sem nefnist „Spádómur Míka styrkir okkur í að ganga í nafni Jehóva“ og síðan ræðurnar „Varðveittu hjartað og vertu hreinlífur“ og „Varaðu þig á blekkingum.“ Í lokaræðu dagsins, „Tilbiðjið hinn eina sanna Guð,“ verður svo rætt um hjálpargögn fyrir hina kristnu þjónustu.

Á laugardagsmorgninum er á dagskrá þrískipt ræðusyrpa sem nefnist „Boðberar sem vegsama þjónustu sína.“ Í kjölfar hennar verða fluttar tvær hvetjandi ræður, „Af hverju að ‚biðja án afláts‘?“ og „Andlegar samræður eru uppbyggilegar.“ Morgundagskránni lýkur með ræðu um vígslu og skírn og að henni lokinni geta þeir sem hæfir eru látið skírast.

Eftir hádegi á laugardeginum verður flutt ræðusyrpa sem nefnist „Trúarstaðfestan er reynd í ýmsum prófraunum.“ Ræðurnar munu hjálpa kristnum mönnum að hvika ekki frá hlutleysi sínu. Einn hápunktur mótsins er lokaræða laugardagsins sem nefnist „Nálægðu þig Jehóva.“

Á sunnudagsmorgninum verður athyglinni sérstaklega beint að yngri kynslóðinni og hefst dagskráin á ræðunum „Treystirðu á Jehóva?“ og „Unglingar — byggið til framtíðar með skipulagi Jehóva.“ Í seinni ræðunni verða viðtöl í 20 mínútur. Síðan verður sviðsett leikrit um Jeremía sem andmælti þegar hann var útnefndur spámaður og sagði: „Ég er enn svo ungur.“ (Jeremía 1:6) Boðskapur leikritsins verður svo undirstrikaður í ræðunni á eftir. Síðdegis er á dagskrá opinberi fyrirlesturinn „Mynd þessa heims breytist.“

Það verður örugglega andlega auðgandi fyrir þig að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 9:30 – 12:20 og 14:00 – 16:55. Laugardagur: 9:30 - 12:20 og 14:00 – 16:50. Sunnudagur: 9:30 – 12:10 og 13:30 – 15:55.

Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, 9. – 11. ágúst 2002