Hafðu yndi af réttlæti Jehóva
Hafðu yndi af réttlæti Jehóva
„Láttu þá fagna og gleðjast, sem hafa velþóknan á mínu réttlæti.“ — SÁLMUR 35:27, Biblían 1859.
1. Hvaða háttalag manna hefur haft stórskaðlegar afleiðingar?
„MARGUR vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.“ (Orðskviðirnir 16:25) Þessi orðskviður Biblíunnar lýsir mætavel háttalagi flestra nú á tímum. Almennt séð hugsar fólk um það eitt að gera það sem því finnst sjálfu rétt og gefur jafnvel ekki gaum að brýnustu þörfum annarra. (Orðskviðirnir 21:2) Það heiðrar lög og reglur þjóðar sinnar í orði en reynir að fara á svig við þær þegar færi gefst. Afleiðingin er sundrað, ringlað og ráðvillt þjóðfélag. — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
2. Hvaða brýn þörf blasir við mannkyni?
2 Það er mjög brýnt fyrir okkur að búa við rétt og sanngjörn lög og lífsreglur — lög sem allir menn vilja viðurkenna og hlýða — og það er jafnframt mikilvægt til þess að allir menn geti búið við frið og öryggi. Augljóst er að þessari þörf verður ekki fullnægt með nokkrum lögum eða mælikvarða, sem menn setja, og gildir þá einu hve vitrir eða einlægir höfundarnir eru. (Jeremía 10:23; Rómverjabréfið 3:10, 23) Ef slíkur mælikvarði er til, hvar er hann þá að finna og hvernig skyldi hann vera? En það er kannski mikilvægara að spyrja hvort þú myndir vera ánægður með slíkan mælikvarða og fylgja honum fúslega ef hann væri til.
Að finna hinn réttláta mælikvarða
3. Hver er færastur um að láta í té mælikvarða sem allir geta sætt sig við og er öllum til góðs, og hvers vegna?
3 Til að finna mælikvarða, sem allir geta sætt sig við og er öllum til góðs, þurfum við að leita til einhvers sem er hafinn yfir öll skilmörk kynþátta, menningar og stjórnmála, og er óbundinn af mannlegum veikleikum og skammsýni. Ljóst er að enginn er hæfur til þessa nema hinn alvaldi skapari, Jehóva Guð, sem lýsir yfir: „Svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.“ (Jesaja 55:9) Biblían kallar Jehóva líka ‚trúfastan Guð og tállausan, réttlátan og réttvísan.‘ (5. Mósebók 32:4) „Drottinn er réttlátur,“ segir Biblían hvað eftir annað. (2. Mósebók 9:27; 2. Kroníkubók 12:6; Sálmur 11:7; 129:4; Harmljóðin 1:18) Já, við getum treyst að Jehóva láti í té fullkominn mælikvarða vegna þess að hann er trúfastur, réttlátur og réttvís.
4. Hvað merkir orðið „réttlátur“?
4 Flestir hafa ímugust á fólki sem álítur sig réttlátara eða heilagara en aðra eða niðrar því. Orðabók skýrir orðið „réttlátur“ hins vegar sem „réttsýnn, réttvís, sem ástundar rétt, auðsýnir réttlæti; . . . sem hlýðir boðum Guðs.“ Hefðir þú ekki yndi af því að búa við lög eða mælikvarða sem samsvarar þessari ágætu lýsingu?
5. Hvað er réttlæti eins og hugtakið er notað í Biblíunni?
5 Fræðibókin Encyclopaedia Judaica segir um réttlæti: „Réttlæti er ekki fræðilegt hugtak heldur er það fólgið í því að gera það sem er rétt og sanngjarnt í öllum samskiptum.“ Réttlæti Guðs er ekki einfaldlega persónulegur, innri eiginleiki, líkt og heilagleiki hans og hreinleiki, heldur birting á eðli hans með réttum og réttvísum hætti. Það má orða það svo að allt sem Jehóva gerir og allt sem á upptök sín hjá honum sé réttlátt af því að hann er heilagur og hreinn. Eins og Biblían segir: „Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.“ — Sálmur 145:17.
6. Hvað sagði Páll um vantrúaða Gyðinga sinnar samtíðar og hvers vegna?
Rómverjabréfið 10:3) Hvers vegna orðaði Páll það þannig að þeir ‚þekktu ekki réttlæti Guðs‘? Voru þeir ekki uppfræddir í lögmálinu sem innihélt hina réttlátu mælikvarða Guðs? Jú, vissulega. En þorri þeirra leit einungis á réttlæti sem persónulega dyggð. Réttlæti var ekki mælikvarði til leiðsagnar í samskiptum við aðra heldur áttu menn að ávinna sér það með því að fylgja trúarlegum reglum nákvæmlega og samviskusamlega. Líkt og trúarleiðtogarnir á dögum Jesú misskildu þeir algerlega hvert væri inntak réttvísi og réttlætis. — Matteus 23:23-28.
6 Páll postuli lagði áherslu á þetta í bréfi sínu til kristinna manna í Róm. Hann skrifaði um vissa Gyðinga sem ekki trúðu: „Með því þeir þekkja ekki réttlæti Guðs og leitast við að koma til vegar eigin réttlæti, hafa þeir ekki gefið sig undir réttlæti Guðs.“ (7. Hvernig birtist réttlæti Jehóva?
7 Réttlæti Jehóva birtist hins vegar skýrt og greinilega í öllu sem hann gerir. Þó svo að réttlæti hans leyfi honum ekki að líta fram hjá syndum þrjóskra brotamanna er hann ekki kaldur og kröfuharður Guð sem ber að óttast og halda sér í hæfilegri fjarlægð frá. Réttlætisverk hans eru þvert á móti forsenda þess að menn geti nálgast hann og bjargast undan skelfilegum afleiðingum syndarinnar. Það er því fullkomlega við hæfi að lýsa Jehóva sem ‚sönnum Guði og hjálpara.‘ — Jesaja 45:21.
Réttlæti og hjálpræði
8, 9. Á hvaða vegu birti lögmálið réttlæti Guðs?
8 Til að skilja sambandið milli réttlætis Guðs og ástríkra hjálpræðisverka hans er gott að skyggnast inn í lögmálið sem hann gaf Ísraelsmönnum fyrir milligöngu Móse. Enginn vafi leikur á að lögmálið var réttlátt. Móse sagði Ísraelsmönnum í kveðjuræðu sinni: „Hver er sú stórþjóð, er hafi svo réttlát lög og ákvæði, eins og allt þetta lögmál er, sem ég legg fyrir yður í dag?“ (5. Mósebók 4:8) Öldum síðar lýsti Davíð Ísraelskonungur yfir: „Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát.“ — Sálmur 19:10.
9 Með lögmáli sínu setti Jehóva skýrt fram hina fullkomnu mælikvarða sína á rétt og rangt. Lögmálið tíundaði í smáatriðum hvernig Ísraelsmenn áttu að hegða sér, ekki aðeins í trúarlegum efnum heldur einnig í viðskiptum og í samskiptum við maka sinn, og í sambandi við mataræði, hreinlæti og að sjálfsögðu dómsúrskurði. Í lögmálinu voru einnig ströng viðurlög við brotum og við sumum lá jafnvel dauðarefsing. * En voru réttlátar kröfur Guðs í lögmálinu harðneskjuleg og íþyngjandi byrði á fólkinu? Rændu þau fólk frelsi og gleði eins og margir halda fram nú á tímum?
10. Hvernig litu þeir sem elskuðu Jehóva á lögmál hans?
10 Þeir sem elskuðu Jehóva höfðu mikið yndi af réttlátum lögum hans og ákvæðum. Davíð konungur viðurkenndi að ákvæði Jehóva væru sönn og rétt, eins og við höfum séð, og hafði jafnframt mikið dálæti á þeim. Hann skrifaði að „lögmál Drottins“ væri ‚dýrmætara heldur en gull, já, gnóttir af skíru gulli, og sætara en hunang, já, hunangsseimur. Þjónn þinn varðveitir það kostgæfilega, að halda það hefur mikil laun í för með sér.‘ — Sálmur 19:8, 11, 12.
11. Hvernig var lögmálið ‚tyftari þangað til Kristur kom‘?
11 Öldum síðar benti Páll á að lögmálið hefði enn meira gildi en þetta. Hann skrifaði í Galatabréfinu: „Lögmálið [hefur] orðið tyftari vor, þangað til Kristur kom, til þess að vér réttlættumst af trú.“ (Galatabréfið 3:24) Það sem hér er kallað tyftari (barnakennari, Kingdom Interlinear) var á dögum Páls þjónn eða þræll á fjölmennu heimili sem hafði það verkefni að vernda börnin og fylgja þeim í skóla. Á viðlíka hátt verndaði lögmálið Ísraelsmenn gegn spilltum siðferðis- og trúarathöfnum grannþjóðanna. (5. Mósebók 18:9-13; Galatabréfið 3:23) Og lögmálið vakti Ísraelsmenn til vitundar um að þeir væru syndarar og þörfnuðust fyrirgefningar og hjálpræðis. (Galatabréfið 3:19) Fórnafyrirkomulagið vísaði til þess að þörf væri á lausnarfórn, og veitti spádómlega fyrirmynd til að hægt væri að þekkja hinn sanna Messías. (Hebreabréfið 10:1, 11, 12) Þannig notaði Jehóva lögmálið til að birta réttlæti sitt, en hann gerði það með eilíft hjálpræði fólksins í huga.
Þeir sem Guð taldi réttláta
12. Hvað hefðu Ísraelsmenn getað áunnið sér með því að halda lögmálið grandgæfilega?
12 Þar eð lögmálið, sem Jehóva lét í té, var réttlátt að öllu leyti hefðu Ísraelsmenn getað áunnið sér réttláta stöðu frammi fyrir Guði með því að hlýða því. Móse minnti þá á þetta rétt áður en þeir gengu inn í fyrirheitna landið: „Vér munum taldir verða réttlátir, ef vér gætum þess að breyta eftir öllum þessum skipunum fyrir augliti Drottins Guðs vors, eins og hann hefir boðið oss.“ (5. Mósebók 6:25) Jehóva hafði enn fremur lofað: „Þér skuluð því varðveita setningar mínar og lög. Sá sem breytir eftir þeim skal lifa fyrir þau. Ég er Drottinn.“ — 3. Mósebók 18:5; Rómverjabréfið 10:5.
13. Var það ranglátt af Jehóva að krefjast þess að fólk hans hlýddi réttlátu lögmáli sínu? Skýrðu svarið.
13 Því miður gættu Ísraelsmenn þess ekki sem þjóð að „breyta eftir öllum þessum skipunum fyrir augliti Drottins,“ og þar af leiðandi fóru þeir á mis við blessunina sem heitið var. Þeim tókst ekki að halda öll boðorð Guðs vegna þess að lögmál hans var fullkomið en þeir ekki. Var Guð þá ranglátur eða óréttvís? Alls ekki. Páll skrifaði: „Hvað eigum vér þá að segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því.“ (Rómverjabréfið 9:14) Staðreyndin er sú að einstaklingar, bæði fyrir og eftir tilkomu lögmálsins, hafa talist réttlátir í augum Guðs þótt þeir væru ófullkomnir og syndugir. Í hópi þessa fólks voru meðal annarra Nói, Abraham, Job, Rahab og Daníel. (1. Mósebók 7:1; 15:6; Jobsbók 1:1; Esekíel 14:14; Jakobsbréfið 2:25) Sú spurning vaknar því á hvaða grundvelli Guð hafi talið þetta fólk réttlátt.
14. Hvað á Biblían við þegar hún kallar menn „réttláta“?
14 Þegar Biblían kallar menn „réttláta“ er ekki verið að gefa í skyn að þeir hafi verið syndlausir eða fullkomnir, heldur að þeir hafi risið undir skuldbindingum sínum frammi fyrir Guði og mönnum. Nói var til dæmis kallaður „maður réttlátur og vandaður á sinni öld“ vegna þess að hann ‚gerði allt eins og Guð bauð honum.‘ (1. Mósebók 6:9, 22; Malakí 3:18) Sakaría og Elísabet, foreldrar Jóhannesar skírara, „voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu vammlaus eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins.“ (Lúkas 1:6) Og annarrar þjóðar maður, ítalski herforinginn Kornelíus, var kallaður „réttlátur maður og guðhræddur.“ — Postulasagan 10:22.
15. Hverju er réttlæti nátengt?
15 Réttlæti manna byggist ekki aðeins á því að gera það sem Jehóva krefst heldur er það nátengt því sem býr í hjartanu — trú þeirra á Jehóva og fyrirheit hans, þakklæti þeirra og kærleika. Biblían segir að Abraham hafi ‚trúað Drottni og hann hafi reiknað honum það til réttlætis.‘ (1. Mósebók 15:6) Abraham trúði ekki aðeins að Guð væri til heldur einnig á fyrirheit hans um ‚sæðið.‘ (1. Mósebók 3:15; 12:2; 15:5; 22:18) Á grundvelli slíkrar trúar og verka, sem voru samtaka trúnni, gat Jehóva átt samskipti við Abraham og aðra trúfasta menn og blessað þá þótt þeir væru ófullkomnir. — Sálmur 36:11; Rómverjabréfið 4:20-22.
16. Hvað hefur trú á lausnargjaldið haft í för með sér?
Rómverjabréfið 3:24) Páll er hér að tala um þá sem voru útvaldir til að ríkja með Kristi á himnum. En lausnarfórn Krists opnaði líka milljónum annarra tækifæri til að hljóta réttláta stöðu frammi fyrir Guði. Jóhannes postuli sá í sýn ‚mikinn múg sem enginn gat tölu á komið . . . Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum.‘ Hvítu skikkjurnar tákna að þeir séu hreinir og réttlátir frammi fyrir Guði vegna þess að þeir „hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins.“ — Opinberunarbókin 7:9, 14.
16 Réttlæti manna er ekki síst háð því að þeir trúi á lausnarfórn Jesú Krists. Páll skrifaði um kristna menn á fyrstu öld: „Þeir réttlætast án verðskuldunar af náð [Guðs] fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.“ (Hafðu yndi af réttlæti Jehóva
17. Hvað þarf að gera til að stunda réttlæti?
17 Þó svo að Jehóva hafi unnið það kærleiksverk að gefa son sinn til að menn gætu staðið réttlátir frammi fyrir sér gerist það engan veginn sjálfkrafa. Hver og einn þarf að iðka trú á lausnargjaldið, laga líf sitt að vilja Guðs, vígjast honum og gefa tákn um það með niðurdýfingarskírn. Síðan þarf hann að halda áfram að stunda réttlæti og aðra andlega eiginleika. Tímóteus var skírður kristinn maður með himneska köllun, en Páll hvatti hann: „Stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð.“ (1. Tímóteusarbréf 6:11; 2. Tímóteusarbréf 2:22) Jesús var sömuleiðis að tala um áframhaldandi viðleitni er hann sagði: ‚Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis.‘ Við leggjum kannski hart að okkur við að leita blessunarinnar sem Guðsríki veitir, en leggjum við jafnhart að okkur við að leita réttlætis Jehóva? — Matteus 6:33.
18. (a) Af hverju er ekki auðvelt að stunda réttlæti? (b) Hvað getum við lært af fordæmi Lots?
18 Það er engan veginn auðvelt að stunda réttlæti vegna þess að við erum öll ófullkomin og hneigjumst að eðlisfari til ranglætis. (Jesaja 64:5) Auk þess erum við umkringd fólki sem ber litla virðingu fyrir réttlátum vegum Jehóva. Við stöndum að mörgu leyti í svipuðum sporum og Lot sem bjó í hinni illræmdu Sódómuborg. Pétur postuli tekur fram hvers vegna Jehóva taldi viðeigandi að frelsa Lot þegar eyðing vofði yfir borginni. Pétur segir: „Sá réttláti maður bjó á meðal þeirra og mæddist í sinni réttlátu sálu dag frá degi af þeim ólöglegu verkum, er hann sá og heyrði.“ (2. Pétursbréf 2:7, 8) Við ættum öll að spyrja: ‚Legg ég innra með mér blessun mína yfir siðleysi umheimsins? Finnst mér ofbeldisfullt skemmtiefni eða íþróttir bara ósmekklegt? Eða mæðist ég af þessu ranglæti eins og Lot?‘
19. Hvaða blessun getum við hlotið ef við höfum yndi af réttlæti Jehóva?
Sálmur 15:1, 2) Með því að stunda réttlæti Guðs og hafa yndi af því getum við varðveitt gott samband við hann og notið hylli hans og blessunar áfram. Við erum þar af leiðandi hamingjusöm og höfum sjálfsvirðingu og hugarró. „Lát þá kveða fagnaðarópi og gleðjast, er unna mér réttar,“ segir Jehóva. (Sálmur 35:27) Auk þess leggjum við okkur fram um að vera réttlát og sannsýn í öllu sem við gerum, og það stuðlar að ánægjulegum samskiptum við aðra og eykur lífsgæði okkar — siðferðilega og andlega. Sálmaritarinn lýsti yfir: „Sælir eru þeir, sem gæta réttarins, sem iðka réttlæti alla tíma.“ — Sálmur 106:3.
19 Á þeim hættu- og óvissutímum, sem við lifum, er bæði öryggi og vernd í því að hafa yndi af réttlæti Jehóva. Davíð konungur varpaði fram spurningunni: „Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga?“ og svaraði henni síðan: „Sá er fram gengur í flekkleysi og iðkar réttlæti.“ ([Neðanmáls]
^ gr. 9 Nánari upplýsingar um yfirgrip Móselaganna er að finna í bókinni Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði, bls. 152, og í greininni „Some Features of the Law Covenant,“ á bls. 214-20 í 2. bindi handbókarinnar Insight on the Scriptures. Bækurnar eru gefnar út af Vottum Jehóva.
Geturðu svarað?
• Hvað er réttlæti?
• Hvernig er hjálpræði tengt réttlæti Guðs?
• Á hvaða grundvelli eru menn taldir réttlátir í augum Guðs?
• Hvernig getum við haft yndi af réttlæti Jehóva?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 25]
Davíð hafði mikið dálæti á lögum Guðs.
[Mynd á blaðsíðu 26]
Nói, Abraham, Sakaría, Elísabet og Kornelíus voru öll réttlát í augum Guðs. Veistu hvers vegna?