Hreinsuð til góðra verka
Hreinsuð til góðra verka
„Hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.“ — 2. KORINTUBRÉF 7:1.
1. Hvers krefst Jehóva af þeim sem tilbiðja hann?
„HVER fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað?“ Davíð Ísraelskonungur varpaði fram þessari áleitnu spurningu varðandi það hvers konar tilbeiðsla sé Jehóva þóknanleg. Hann svaraði spurningunni sjálfur: „Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.“ (Sálmur 24:3, 4) Jehóva er ímynd heilagleikans þannig að við verðum að vera hrein og heilög til að þóknast honum. Áður hafði Jehóva sagt söfnuði Ísraelsmanna: „Helgist og verið heilagir, því að ég er heilagur.“ — 3. Mósebók 11:44, 45; 19:2.
2. Hvernig lögðu Páll og Jakob áherslu á mikilvægi hreinleika í sannri tilbeiðslu?
2 Öldum síðar skrifaði Páll trúsystkinum sínum í Korintuborg þar sem siðspilling var á háu stigi: „Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.“ (2. Korintubréf 7:1) Hér er enn á ný minnt á að við verðum að vera hrein og laus við líkamlegan og andlegan óhreinleika og spillingu til að eiga samband við Guð og hljóta þá blessun sem hann hefur heitið. Lærisveinninn Jakob skrifaði einnig um þá tilbeiðslu sem er Guði þóknanleg og sagði: „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ — Jakobsbréfið 1:27.
3. Um hvað þurfum við að láta okkur annt til að tilbeiðsla okkar sé Guði þóknanleg?
3 Að vera hreinn, heilagur og óspilltur er svo mikilvægt í sannri tilbeiðslu að allir sem þrá velþóknun Guðs ættu að láta sér mjög annt um að standast þessa kröfu. Mælikvarðar manna og skilningur þeirra á hreinleika er hins vegar æði Sálmur 119:9; Daníel 12:10.
misjafn þannig að við þurfum að skilja hvað Jehóva telur hreint og boðlegt og halda okkur við það. Við þurfum að kanna hvers Guð krefst af dýrkendum sínum á þessu sviði og hvað hann hefur gert til að hjálpa þeim að verða hreinir og halda sér hreinum og þóknanlegum frammi fyrir sér. —Hrein til tilbeiðslu
4. Skýrðu biblíulega hugtakið hreinleiki.
4 Að vera hreinn merkir í hugum flestra það eitt að vera ekki óhreinn eða mengaður. Í Biblíunni eru hins vegar notuð allmörg grísk og hebresk orð til að lýsa hreinleikahugtakinu, ekki aðeins líkamlega heldur oftar siðferðilega og andlega. Því segir biblíualfræðibók: „Hugtökin ‚hreinn‘ og ‚óhreinn‘ eru sjaldan tengd hreinlæti eingöngu heldur eru þau fyrst og fremst trúarleg. Samkvæmt því snertir meginreglan um ‚hreinleika‘ næstum öll svið lífsins.“
5. Hversu víðtæk voru hreinleikaákvæði Móselaganna?
5 Í Móselögunum voru reglur og ákvæði um nánast öll svið í lífi Ísraelsmanna þar sem tilgreint var hvað væri hreint og boðlegt og hvað ekki. Til dæmis finnum við ítarleg fyrirmæli í 11. til 15. kafla 3. Mósebókar um hreinleika og óhreinleika. Viss dýr voru óhrein og Ísraelsmenn máttu ekki borða þau. Kona var óhrein um ákveðinn tíma eftir barnsburð. Vissir húðsjúkdómar, einkum holdsveiki, og rennsli úr kynfærum karla og kvenna, gerðu fólk líka óhreint. Lögmálið tiltók einnig hvað ætti að gera þegar óhreinleiki kæmi upp. Til dæmis lesum við í 4. Mósebók 5:2: „Bjóð þú Ísraelsmönnum að láta burt fara úr herbúðunum alla menn líkþráa og alla, er rennsli hafa, svo og alla þá, er saurgaðir eru af líki.“
6. Í hvaða tilgangi voru hreinleikalögin sett?
6 Eflaust hafa þessi lög Jehóva og önnur fleiri endurspeglað þekkingu á læknis- og lífeðlisfræðilegum fyrirbærum sem var langt á undan sinni samtíð, og það var fólki til góðs að fara eftir þeim. En lögin voru ekki sett fyrst og fremst til heilsuverndar eða sem læknisfræðileg viðmið. Þau voru þáttur í sannri tilbeiðslu. Sú staðreynd að þau komu inn á daglegt líf manna — mat, barnsfæðingar, samskipti hjóna og fleira — undirstrikaði einungis að Guð þeirra, Jehóva, hafði þann rétt að ákveða hvað væri viðeigandi og hvað ekki á öllum sviðum lífsins sem var fullkomlega helgað honum. — 5. Mósebók 7:6; Sálmur 135:4.
7. Hvaða blessun áttu Ísraelsmenn að hljóta ef þeir héldu lögmálið?
7 Lagasáttmálinn verndaði Ísraelsmenn enn fremur gegn spilltu hátterni grannþjóðanna. Með því að halda lögmálið dyggilega, þar á meðal allar kröfurnar um að halda sér hreinum í augum Jehóva, voru Ísraelsmenn hæfir til að þjóna honum og hljóta blessun hans. Hann sagði þjóðinni þar um: „Ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín. Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður.“ — 2. Mósebók 19:5, 6; 5. Mósebók 26:19.
8. Af hverju ættu kristnir menn að gefa gaum að hreinleikaákvæðum lögmálsins?
8 Nú setti Jehóva fram öll þessi smáatriði í lögmálinu til að fræða Ísraelsmenn um það hvernig þeir gætu orðið hreinir, heilagir og honum þóknanlegir. Ber okkur, kristnum mönnum, þá ekki að íhuga vandlega hvernig við stöndum okkur að þessu leyti? Þó svo að kristnir menn séu ekki undir lagasáttmálanum þurfa þeir að hafa hugfast, eins og Páll útskýrði, að allt í lögmálinu væri „skuggi þess, sem koma átti, en líkaminn [það er að segja veruleikinn] er Krists.“ (Kólossubréfið 2:17; Hebreabréfið 10:1) Fyrst Jehóva Guð, sem segist ‚ekki hafa breytt sér,‘ áleit hreinleika og óhreinleika skipta svona miklu máli í sannri tilbeiðslu forðum daga, þá þurfum við að hugsa alvarlega um það að vera hrein líkamlega, siðferðilega og andlega ef við viljum hafa blessun hans og velþóknun. — Malakí 3:6; Rómverjabréfið 15:4; 1. Korintubréf 10:11, 31.
Líkamlegt hreinlæti er okkur til hróss
9, 10. (a) Af hverju er mikilvægt að kristinn maður sé hreinlátur? (b) Hvað er oft sagt um mót Votta Jehóva?
9 Er líkamlegt hreinlæti enn þá mikilvægur þáttur í sannri tilbeiðslu? Hreinlæti eitt sér gerir mann ekki að sönnum guðsdýrkanda. Hins vegar er mikilvægt að sannur guðsdýrkandi sé eins hreinlátur og aðstæður hans leyfa. Margir hugsa nú orðið lítið um að halda sjálfum sér, fötum sínum eða umhverfi hreinu, þannig að það er gjarnan eftir þeim tekið sem eru hreinlátir. Þetta getur haft jákvæð áhrif eins og Páll postuli sagði kristnum mönnum í Korintu: „Í engu viljum vér vera neinum til ásteytingar, til þess að þjónustan verði ekki fyrir lasti. Á allan hátt sýnum vér, að vér erum þjónar Guðs.“ — 2. Korintubréf 6:3, 4.
10 Vottar Jehóva hafa margsinnis hlotið hrós fjölmiðla og ráðamanna fyrir hreinlæti, góða reglu og virðingu í hegðun og háttum, ekki síst á stórmótum sínum. Dagblaðið La Stampa sagði til dæmis um mót sem haldið var í Savona-héraði á Ítalíu: „Hreinlæti og reglusemi fólksins vekur strax athygli þegar gengið er um mótsstaðinn.“ Eftir að Vottarnir héldu mót á leikvangi í São Paulo í Brasilíu sagði yfirmaður á staðnum við umsjónarmann hreingerninga: „Héðan í frá viljum við að leikvangurinn sé þrifinn eins og Vottar Jehóva þrifu hann.“ Annar yfirmaður á sama leikvangi sagði: „Þegar Vottar Jehóva vilja leigja leikvanginn eru það einungis dagsetningarnar sem skipta máli. Við höfum ekki áhyggjur af öðru.“
11, 12. (a) Hvaða meginreglu ættum við að hafa í huga í sambandi við persónulegt hreinlæti? (b) Hvaða spurninga má spyrja varðandi venjur og líferni sjálfra okkar?
11 Fyrst hreinlæti og reglusemi á tilbeiðslustað getur verið þeim Guði, sem við dýrkum, til lofs, er ekki síður mikilvægt að við séum hreinlát og reglusöm heima fyrir. Kannski finnst okkur að við getum slakað á og gert eins og okkur sýnist innan veggja heimilisins. Að sjálfsögðu er okkur frjálst að velja það sem okkur þykir þægilegt og aðlaðandi í klæðaburði, hárgreiðslu og snyrtingu. En þetta frelsi er þó að miklu leyti afstætt. Mundu að Páll hvatti trúsystkini sín til að ‚gæta þess að frelsi þeirra yrði ekki hinum óstyrku að falli‘ og var þá að tala um ákvörðun þeirra um að borða vissan mat. Síðan setti hann fram verðmæta meginreglu: „Allt er leyfilegt, en ekki er allt 1. Korintubréf 8:9; 10:23) Hvernig eiga leiðbeiningar Páls við í sambandi við hreinlæti okkar?
gagnlegt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp.“ (12 Það er rökrétt að fólk megi vænta þess að þjónn Guðs sé hreinn og snyrtilegur. Þess vegna ættum við að gæta þess að heimili okkar og umhverfi þess líti ekki þannig út að það rýri mannorð okkar sem þjóna orðs Guðs. Hvernig vitnar heimili okkar um sjálf okkur og þá trú sem við játum? Sýnir það að við þráum einlæglega að lifa í hreinum og snyrtilegum nýjum heimi þar sem réttlæti býr, þeim heimi sem við hvetjum aðra ákaft til að trúa á? (2. Pétursbréf 3:13) Eins getur útlit okkar sjálfra — bæði í frítíma okkar og í boðunarstarfinu — annaðhvort aukið eða minnkað aðdráttarafl þess boðskapar sem við boðum. Tökum sem dæmi orð blaðamanns í Mexíkó: „Það er margt ungt fólk meðal Votta Jehóva, og það er mjög áberandi hvað það er hreinlátt, snyrtilega klippt og vel til fara.“ Það er sérlega ánægjulegt að hafa ungt fólk sem þetta á meðal okkar!
13. Hvað getum við gert til að tryggja hreinlæti og snyrtimennsku á öllum sviðum lífsins?
13 Það kostar auðvitað einhverja áreynslu að halda sjálfum okkur, eigum okkar og heimili alltaf hreinu og snyrtilegu. En það þarf ekki fullt af flóknum og dýrum áhöldum eða tækjum til þess heldur fyrst og fremst gott skipulag og stefnufestu. Það þarf að ætla ákveðinn tíma til að þvo sér og fötin sín og til að halda heimilinu, bílnum og öðru hreinu. Þó að við séum önnum kafin við að boða trúna, sækja samkomur og nema Biblíuna — auk þess að sinna öðrum skyldum hins daglega lífs — er það engin afsökun fyrir því að halda okkur ekki hreinum og frambærilegum í augum Guðs og manna. Hin gamalkunna meginregla að ‚sérhver hlutur hafi sinn tíma‘ á einnig við á þessu sviði lífsins. — Prédikarinn 3:1.
Óspillt hjarta
14. Hvers vegna má segja að siðferðilegur og andlegur hreinleiki sé enn þýðingarmeiri en líkamlegt hreinlæti?
14 Þótt mikilvægt sé að gefa gaum að líkamlegu hreinlæti er enn þýðingarmeira að láta sér annt um siðferðilegan og andlegan hreinleika. Þetta er eðlileg niðurstaða þegar mið er tekið af því að Jehóva hafnaði ekki Ísraelsþjóðinni vegna þess að hún væri líkamlega óhrein heldur vegna þess að hún spilltist siðferðilega og andlega. Jehóva sagði henni fyrir munn Jesaja spámanns að þar sem hún væri ‚syndug þjóð og misgjörðum hlaðin‘ væru fórnir hennar, tunglkomuhátíðir, hvíldardagshald og meira að segja bænir hennar byrði fyrir sig. Hvað átti þjóðin að gera til að hljóta velþóknun Guðs á nýjan leik? Hann sagði: „Þvoið yður, hreinsið yður. Takið illskubreytni yðar í burt frá augum mínum. Látið af að gjöra illt.“ — Jesaja 1:4, 11-16.
15, 16. Hvað sagði Jesús að saurgaði manninn og hvað lærum við af orðum hans?
15 Við áttum okkur enn betur á mikilvægi þess að vera siðferðilega og andlega hrein ef við rifjum upp hvað Jesús sagði þegar fræðimenn og farísear fullyrtu að lærisveinar hans væru óhreinir af því að þeir þvoðu sér ekki um hendur áður en þeir borðuðu. Jesús leiðrétti þá og sagði: „Ekki saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn, sem út fer af munni.“ Hann skýrði síðan orð sín: „Það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.“ — Matteus 15:11, 18-20.
16 Hvað lærum við af orðum Jesú? Hann var að benda á að ill, siðlaus og óhrein verk ættu upptök sín í illum, siðlausum og óhreinum tilhneigingum í hjartanu. Eins og lærisveinninn Jakob orðaði Jakobsbréfið 1:14, 15) Til að fremja ekki þær alvarlegu syndir, sem Jesús lýsti, þurfum við að uppræta allar tilhneigingar í þá átt úr hjarta okkar og halda því hreinu af öllu slíku. Það þýðir að við verðum að hafa gát á því hvað við lesum, horfum á og hlustum á. Í nafni málfrelsis og listamannaleyfis ryður skemmti- og auglýsingaiðnaðurinn frá sér endalausum ósköpum af hljóðum og myndum sem höfða til langana hins fallna holds. Við ættum að vera harðákveðin í því að leyfa engum slíkum hugmyndum að festa rætur í hjörtum okkar. Kjarni málsins er sá að við getum ekki þóknast Guði nema við séum stöðugt á verði til að viðhalda hreinu og óspilltu hjarta. — Orðskviðirnir 4:23.
það er það „eigin girnd, sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir.“ (Hreinsuð til góðra verka
17. Hvers vegna hefur Jehóva hreinsað fólk sitt?
17 Það er vissulega mikil blessun og vernd að Jehóva skuli hjálpa okkur að standa hrein frammi fyrir sér. (2. Korintubréf 6:14-18) Okkur er engu að síður ljóst að hann hefur hreinsað fólk sitt í sérstökum tilgangi. Páll sagði Títusi að Kristur Jesús hefði ‚gefið sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.‘ (Títusarbréfið 2:14) Við hvaða verk ættum við að vera kostgæfin sem hreinsað fólk?
18. Hvernig getum við sýnt að við séum kostgæfin til góðra verka?
18 Fyrst og fremst ættum við að leggja okkur fram við að boða fagnaðarerindið um ríki Guðs meðal almennings. (Matteus 24:14) Þannig bendum við fólki alls staðar á vonina um eilíft líf á ómengaðri jörð. (2. Pétursbréf 3:13) Góðu verkin eru einnig fólgin í því að vegsama himneskan föður okkar með því að bera ávöxt anda hans í hinu daglega lífi. (Galatabréfið 5:22, 23; 1. Pétursbréf 2:12) Og ekki gleymum við þeim sem eru ekki í sannleikanum en hafa mátt þola náttúruhamfarir eða einhverja hryggilega atburði. Við erum minnug þess sem Páll hvatti til: „Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.“ (Galatabréfið 6:10) Öll slík þjónusta, sem er veitt af hreinu hjarta og tilefni, er Guði þóknanleg. — 1. Tímóteusarbréf 1:5.
19. Hvaða blessun eigum við í vændum ef við höldum okkur tandurhreinum líkamlega, siðferðilega og andlega?
19 Við sem erum þjónar hins hæsta förum eftir hvatningu Páls: „Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.“ (Rómverjabréfið 12:1) Höldum áfram að varðveita þau sérréttindi að vera hreinsuð af hendi Jehóva og gerum okkar ýtrasta til að halda okkur tandurhreinum líkamlega, siðferðilega og andlega. Það veitir okkur sjálfsvirðingu og lífsfyllingu núna en jafnframt von um að sjá „hið fyrra“ — hið illa og óhreina kerfi sem nú er — hverfa þegar Guð ‚gerir alla hluti nýja.‘ — Opinberunarbókin 21:4, 5.
Manstu?
• Hvers vegna voru Ísraelsmönnum sett mörg lagaákvæði um hreinleika?
• Hvernig eykur líkamlegt hreinlæti aðdráttarafl boðskaparins sem við prédikum?
• Hvers vegna er siðferðilegur og andlegur hreinleiki enn mikilvægari en líkamlegt hreinlæti?
• Hvernig getum við sýnt að við séum ‚kostgæfin til góðra verka‘?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 29]
Líkamlegt hreinlæti eykur aðdráttarafl boðskaparins sem við prédikum.
[Myndir á blaðsíðu 31]
Vottar Jehóva eru hreinir og kostgæfnir til góðra verka.