„Vakið!“
„Vakið!“
„Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“ — Markús 13:37.
1, 2. (a) Hvað lærði maður nokkur af reynslunni? (b) Hvað má læra um gildi þess að vaka af líkingu Jesú um þjófinn?
JUAN geymdi þau verðmæti, sem hann átti, undir rúminu sínu. Hann taldi það vera öruggasta staðinn. En nótt eina braust þjófur inn í húsið og læddist inn í svefnherbergið meðan hjónin sváfu. Hann vissi greinilega hvar hann átti að leita. Hljóðlega tíndi hann hvern hlutinn á fætur öðrum undan rúminu og tók jafnframt peningana sem Juan geymdi í náttborðsskúffunni. Juan uppgötvaði þjófnaðinn morguninn eftir. Hann gleymir því seint að maður gætir ekki eigna sinna sofandi.
2 Hið sama gildir í andlegum efnum. Við getum ekki varðveitt vonina og trúna ef við sofnum. Þess vegna hvatti Páll eindregið: „Vér skulum . . . ekki sofa eins og aðrir, heldur vökum og verum algáðir.“ (1. Þessaloníkubréf 5:6) Jesús tók þjóf sem dæmi til að minna á hve áríðandi það sé að halda vöku sinni. Hann lýsti atburðum sem yrðu aðdragandi þess að hann kæmi til að dæma og sagði svo: „Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ (Matteus 24:42-44) Þjófur tilkynnir ekki komu sína heldur vonast til að enginn eigi von á honum þegar hann kemur. Endir núverandi heimskerfis kemur sömuleiðis á þeirri stundu þegar við eigum ekki von á því.
„Vakið, standið stöðugir í trúnni“
3. Hvernig sýndi Jesús fram á mikilvægi þess að vaka, með dæmisögunni um þjónana sem biðu þess að húsbóndinn kæmi heim úr brúðkaupi?
3 Í Lúkasarguðspjalli líkir Jesús kristnum mönnum við þjóna er bíða þess að húsbóndinn komi heim úr brúðkaupi. Þeir þurfa að gæta þess að vera vakandi þegar hann kemur svo að þeir séu viðbúnir að taka á móti honum. Síðan sagði Jesús: „Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ (Lúkas 12:40) Sumir hafa þjónað Jehóva árum saman en missa kannski sjónar á því hve mikið er í húfi nú á tímum. Kannski finnst þeim jafnvel að endirinn geti verið órafjarri. En slíkur hugsunarháttur getur orðið til þess að við beinum athyglinni frá andlegu markmiðunum og látum glepjast af efnislegum markmiðum þannig að við verðum andlega syfjuð. — Lúkas 8:14; 21:34, 35.
4. Hvaða sannfæring er okkur hvöt til að vera vakandi og hvernig benti Jesús á það?
4 Við getum dregið annan lærdóm af dæmisögu Jesú. Þjónarnir vissu greinilega á hvaða nóttu húsbóndinn kæmi, þó að þeir vissu ekki hvenær. Þeir hefðu átt erfitt með að vaka alla þá nótt ef þeir hefðu haldið að húsbóndinn kæmi kannski einhverja aðra nótt. En þeir vissu hvaða nótt hann kæmi og það var þeim sterk hvöt til að vaka. Spádómar Biblíunnar opinbera greinilega að við lifum á endalokatímanum en þeir tiltaka ekki hvaða dag eða á hvaða stund endirinn kemur. (Matteus 24:36) Við trúum að endirinn komi og það hjálpar okkur að vaka, en ef við erum sannfærð um að dagur Jehóva sé í raun og veru nærri vekur það með okkur miklu sterkari hvöt til að vera vakandi. — Sefanía 1:14.
5. Hvernig getum við farið eftir hvatningu Páls um að ‚vaka‘?
5 Í bréfi sínu til Korintumanna hvatti Páll: „Vakið, standið stöðugir í trúnni.“ (1. Korintubréf 16:13) Að vaka er tengt því að standa stöðugur í kristinni trú. Hvernig getum við vakað? Með því að styrkja þekkinguna á orði Guðs. (2. Tímóteusarbréf 3:14, 15) Við getum styrkt trúna með því að sækja samkomur reglulega og temja okkur góðar námsvenjur, og það er mikilvægur þáttur í trúnni að hafa dag Jehóva ofarlega í huga. Þess vegna er hollt að rifja upp af og til hvernig Biblían sannar að endalok þessa heimskerfis séu nærri. Þá missum við ekki sjónar á mikilvægum atriðum varðandi endinn sem framundan er. * Okkur er líka hollt að taka eftir hvernig atburðir heimsmála uppfylla spádóma Biblíunnar. Þýskur bróðir skrifaði: „Í hvert sinn sem ég horfi á fréttirnar — stríðin, jarðskjálftana, ofbeldið og mengun jarðar — þá minnir það mig á hve nálægur endirinn er.“
6. Hvernig lýsti Jesús tilhneigingunni til að slaka á árvekninni með tímanum?
6 Í 13. kaflanum hjá Markúsi er að finna aðra frásögu af því er Jesús hvatti fylgjendur sína til að vaka. Þar líkir hann þeim við dyravörð sem bíður þess að húsbóndinn komi heim frá útlöndum úr ferðalagi. Dyravörðurinn veit ekki á hvaða tíma nætur húsbóndinn kemur heim. Hann verður einfaldlega að standa vörð. Jesús nefnir fjórar næturvökur þegar húsbóndinn kann að koma. Fjórða vakan stóð frá klukkan þrjú að nóttu fram að sólarupprás. Dyravörðurinn gat hæglega orðið syfjaður á síðustu næturvökunni. Sagt er að hermenn telji auðveldast að koma óvinum að óvörum síðustu stundina fyrir dögun. Núna er langt liðið á endalokatímann og umheimurinn er í fastasvefni gagnvart því sem andlegt er, og þá gæti verið erfiðast fyrir okkur að halda okkur vakandi. (Rómverjabréfið 13:11, 12) Þess vegna segir Jesús aftur og aftur í dæmisögunni um dyravörðinn: „Verið varir um yður, vakið! . . . Vakið því, . . . það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“ — Markús 13:32-37.
7. Hvaða hætta steðjar að og hvaða hvatningu lesum við þar af leiðandi oft í Biblíunni?
7 Jesús hvatti fylgjendur sína til árvekni mörgum sinnum meðan hann þjónaði á jörðinni og eins eftir upprisu sína. Það er næstum regla að minnt sé á mikilvægi þess að vaka þegar Biblían talar um endalok þessa heimskerfis. * (Lúkas 12:38, 40; Opinberunarbókin 3:2; 16:14-16) Það er ljóst að við eigum á hættu að verða andlega syfjuð þannig að allar þessar viðvaranir eru nauðsynlegar fyrir okkur öll. — 1. Korintubréf 10:12; 1. Þessaloníkubréf 5:2, 6.
Þrír postular sem gátu ekki vakað
8. Hvernig fór í Getsemanegarðinum er Jesús bað postulana þrjá um að vaka?
8 Góður ásetningur nægir ekki einn og sér til að vaka eins og þeir Pétur, Jakob og Matteus 26:38) Þrisvar sinnum bað Jesús af miklum ákafa til föður síns á himnum, og þrisvar sinnum kom hann að vinum sínum sofandi. — Matteus 26:40, 43, 45.
Jóhannes eru dæmi um. Þremenningarnir voru andlega sterkir, fylgdu Jesú dyggilega og þeim þótti afar vænt um hann. En nóttina 14. nísan árið 33 tókst þeim samt ekki að vaka. Postularnir þrír yfirgáfu loftstofuna þar sem þeir höfðu haldið páska og fylgdu Jesú út í Getsemanegarðinn. Þar sagði hann þeim: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“ (9. Hvað olli því líklega að postularnir voru syfjaðir?
9 Hvers vegna brugðust dyggir félagar Jesú honum þessa nótt? Að hluta til vegna þess að þeir voru þreyttir. Það var orðið áliðið, sennilega komið fram yfir miðnætti, og „drungi var á augum þeirra“ sökum syfju. (Matteus 26:43) Samt sagði Jesús: „Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.“ — Matteus 26:41.
10, 11. (a) Hvað hjálpaði Jesú að halda vöku sinni í Getsemanegarðinum, þótt hann væri þreyttur? (b) Hvað getum við lært af því sem gerðist þegar Jesús bað postulana þrjá að vaka?
10 Jesús var eflaust þreyttur líka þetta sögulega kvöld. En í stað þess að sofna notaði hann síðustu stundirnar, sem hann var frjáls, til að biðjast ákaft fyrir. Fáeinum dögum áður hafði hann hvatt fylgjendur sína til að biðja og sagði þá: „Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“ (Lúkas 21:36; Efesusbréfið 6:18) Við eigum auðveldara með að halda okkur andlega vakandi ef við fylgjum ráðum Jesú og biðjum innilega til Jehóva eins og hann.
11 Jesús vissi auðvitað að hann yrði handtekinn og dæmdur til dauða innan stundar en lærisveinar hans gerðu sér ekki grein fyrir því á þeim tíma. Prófraun hans myndi ná hámarki með kvalafullum dauða á aftökustaur. Jesús hafði varað postulana við þessu en þeir höfðu ekki skilið það sem hann sagði. Þess vegna sofnuðu þeir meðan hann vakti og baðst fyrir. (Markús 14:27-31; Lúkas 22:15-18) Við erum í svipaðri aðstöðu og postularnir að því leyti að holdið er veikt og það er ýmislegt sem við vitum ekki enn. En ef við missum sjónar á því á hvaða tímum við lifum gætum við sofnað andlega. Eina leiðin til að vera á varðbergi er sú að halda vöku sinni.
Þrír mikilvægir eiginleikar
12. Hvaða þrjá eiginleika nefnir Páll sem eru okkur hjálp til að vaka?
12 Hvernig getum við haldið ákefðinni vakandi? Við erum búin að átta okkur á því hve mikilvægt það er að biðja og hafa dag Jehóva í huga. Páll nefnir auk þess þrjá mikilvæga eiginleika sem við ættum að leggja rækt við. Hann segir: „En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi.“ (1. Þessaloníkubréf 5:8) Við skulum kanna stuttlega hvernig trú, von og kærleikur eru hjálp til að halda andlegri vöku okkar.
13. Hvernig er trú hjálp til að halda andlegri vöku sinni?
13 Við verðum að trúa því statt og stöðugt að Jehóva sé til og að „hann umbuni þeim, er hans leita.“ (Hebreabréfið 11:6) Spádómur Jesú um endalokin rættist upphaflega á fyrstu öld og það styrkir trú okkar á frekari uppfyllingu hans á okkar tímum. Og trúin hefur þau áhrif að við væntum dags Jehóva með ákafa og erum örugg um að sýnin muni „vissulega fram koma og ekki undan líða.“ — Habakkuk 2:3.
14. Af hverju er von nauðsynleg til að halda vöku sinni?
14 Vonin er örugg eins og „akkeri sálarinnar“ sem gerir okkur kleift að standast erfiðleika, þó að við þurfum að bíða eftir því að loforð Guðs rætist. (Hebreabréfið 6:18, 19) Margaret er andasmurð systir á tíræðisaldri. Hún lét skírast fyrir meira en 70 árum. Hún viðurkennir: „Þegar maðurinn minn lá fyrir dauðanum með krabbamein árið 1963 fannst mér að það yrði yndislegt ef endirinn kæmi fljótlega. En mér er það ljóst núna að ég var aðallega að hugsa um sjálfa mig. Þá höfðum við enga hugmynd um hvernig starfið ætti eftir að aukast og vaxa út um allan heim. Það eru meira að segja enn þá til staðir þar sem starfið er rétt að hefjast, þannig að það gleður mig að Jehóva skuli hafa verið þolinmóður.“ Páll postuli fullvissar okkur um að ‚þolgæðið veki fullreynd, fullreyndin von og vonin bregðist okkur ekki.‘ — Rómverjabréfið 5:3-5.
15. Hvaða áhrif hefur kærleikurinn á okkur þó að okkur finnist við hafa beðið lengi?
1. Korintubréf 13:13) Kærleikurinn gerir okkur þolgóð og hjálpar okkur að vaka. „[Kærleikurinn] trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ — 1. Korintubréf 13:7, 8.
15 Kristinn kærleikur er einstakur eiginleiki af því að hann er undirrót alls sem við gerum. Við þjónum Jehóva vegna þess að við elskum hann óháð stundaskrá hans. Náungakærleikurinn fær okkur til að boða fagnaðarerindið um ríkið, óháð því hve lengi Guð vill að við gerum það, og óháð því hve oft við þurfum að banka á sömu dyrnar. Eins og Páll skrifaði varir „trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ („Haltu fast því, sem þú hefur“
16. Hvaða afstöðu ættum við að tileinka okkur frekar en að slá slöku við?
16 Við lifum á örlagatímum og heimsatburðirnir minna okkur sífellt á að hinir síðustu dagar standi yfir. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Við megum ekki slá slöku við núna heldur þurfum við að ‚halda fast því sem við höfum.‘ (Opinberunarbókin 3:11) Við sýnum að við erum tilbúin fyrir reynslustundina ef við erum ‚gætin og algáð til bæna‘ og þroskum með okkur trú, von og kærleika. (1. Pétursbréf 4:7) Við höfum meira en nóg að gera í starfi Drottins og höldum okkur andlega glaðvakandi með því að ástunda guðrækni. — 2. Pétursbréf 3:11.
17. (a) Af hverju ættum við ekki að láta vonbrigði, sem við gætum orðið fyrir, gera okkur vondauf? (Sjá rammagrein á bls. 21.) (b) Hvernig getum við líkt eftir Jehóva og hvaða blessun bíður þeirra sem gera það?
17 „Drottinn er hlutdeild mín,“ orti Jeremía, „þess vegna vil ég vona á hann. Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.“ (Harmljóðin 3:24-26) Sum okkar hafa aðeins beðið stuttan tíma eftir hjálpræði Jehóva en aðrir árum saman. En biðtíminn er ósköp stuttur í samanburði við eilífðina framundan! (2. Korintubréf 4:16-18) Og meðan við bíðum eftir að tími Jehóva renni upp getum við þroskað með okkur nauðsynlega, kristna eiginleika og hjálpað öðrum að notfæra sér þolinmæði Jehóva til að taka við sannleikanum. Við skulum því öll halda vöku okkar. Líkjum eftir Jehóva og verum þolinmóð og þakklát fyrir vonina sem hann hefur gefið okkur. Og höldum fast í vonina um eilífa lífið. Þetta spádómlega fyrirheit mun þá rætast á okkur: „Þá mun [Jehóva] hefja þig upp, að þú erfir landið, og þú skalt horfa á, þegar illvirkjum verður útrýmt.“ — Sálmur 37:34.
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Gott getur verið að rifja upp hina sexþættu sönnun fyrir því að við lifum á „síðustu dögum“ sem lýst var í Varðturninum 1. mars 2000, bls. 26-7. — 2. Tímóteusarbréf 3:1.
^ gr. 7 Orðabókarhöfundurinn W. E. Vine segir að gríska sögnin, sem þýdd er „vakið,“ merki bókstaflega ‚að reka burt svefninn‘ og hún „lýsi ekki aðeins árvekni heldur árvekni þeirra sem eru staðráðnir í einhverju.“
Hvert er svarið?
• Hvernig getum við sannfærst enn betur um að þetta heimskerfi sé alveg að líða undir lok?
• Hvaða lærdóm má draga af Pétri, Jakobi og Jóhannesi?
• Hvaða þrír eiginleikar hjálpa okkur að vera andlega árvökur?
• Af hverju verðum við að ‚halda fast því sem við höfum‘?
[Spurningar]
[Rammi/mynd á blaðsíðu 21]
„Sæll er sá, sem þolugur þreyr.“ — Daníel 12:12
Ímyndaðu þér að varðmann gruni að þjófur ætli að brjótast inn í húsnæði sem hann gætir. Nóttin leggst á og varðmaðurinn hlustar eftir hverju hljóði sem kann að vera vísbending um að þjófurinn sé kominn. Klukkustundum saman sperrir hann augu og eyru. Það er ekki vandséð hvers vegna hann gæti látið villast af óvæntum hljóðum — vindhviðu sem gnauðar í trjánum eða ketti sem veltir einhverju um koll. — Lúkas 12:39, 40.
Eitthvað svipað getur gerst hjá þeim sem bíða ákafir eftir ‚opinberun Drottins Jesú Krists.‘ (1. Korintubréf 1:7) Postularnir héldu að Jesús ætlaði að „endurreisa ríkið handa Ísrael“ skömmu eftir upprisu sína. (Postulasagan 1:6) Mörgum árum síðar þurfti að minna kristna menn í Þessaloníku á að nærvera Jesú væri enn langt framundan. (2. Þessaloníkubréf 2:3, 8) En þó að fylgjendur Jesú á þeim tíma hafi oftúlkað ýmis merki, hættu þeir ekki að ganga veginn til lífsins. — Matteus 7:13.
Við ættum ekki að slaka á verðinum þó að okkur finnist það dragast að þetta heimskerfi líði undir lok. Vökull varðmaður getur látið ýmis merki gabba sig en hann verður eftir sem áður að halda vöku sinni. Það er starf hans. Kristnir menn eru í svipaðri aðstöðu.
[Mynd á blaðsíðu 18]
Ertu sannfærður um að dagur Jehóva sé nærri?
[Myndir á blaðsíðu 19]
Samkomur, bænir og góðar námsvenjur hjálpa okkur að vaka.
[Mynd á blaðsíðu 22]
Verum þolinmóð eins og Margaret og höldum vöku okkar.