Hefur hið illa sigrað?
Hefur hið illa sigrað?
HUGMYNDIN um baráttu góðs og ills í alheiminum hefur orðið kveikjan að óteljandi getgátum rithöfunda og heimspekinga í aldanna rás. En til er bók sem inniheldur nákvæma frásögu af baráttu Guðs og djöfulsins. Þessi bók er Biblían. Hún varpar ljósi á ágreiningsmálin í þessari viðureign og sýnir fram á hvernig hægt sé að ákvarða hvor hafi borið sigur úr býtum.
Skömmu eftir sköpun fyrsta mannsins og fyrstu konunnar véfengdi ósýnileg andavera, Satan djöfullinn, rétt Guðs til að stjórna. Hvernig þá? Með því að gefa lævíslega í skyn að Guð meinaði sköpunarverum sínum um viss gæði og að mönnum myndi farnast betur án hans. — 1. Mósebók 3:1-5; Opinberunarbókin 12:9.
Seinna bar Satan upp annað mál. Það var á dögum ættföðurins Jobs. Satan reyndi að fá Job til að láta af ráðvendni sinni gagnvart Guði og sagði: „Nær er skinnið en skyrtan, og fyrir líf sitt gefur maðurinn allt sem hann á.“ (Jobsbók 2:4) Hvílík alhæfing! Með því að nota orðið „maðurinn“ í staðinn fyrir nafn Jobs dró Satan í efa ráðvendni allra manna. Hann fullyrti með öðrum orðum: ‚Menn gera hvað sem er til að bjarga lífi sínu. Ef ég fæ frjálsar hendur get ég snúið hverjum sem er gegn Guði.‘
Sigurinn í baráttu Guðs og djöfulsins ræðst af svörunum við tveimur spurningum: Er mannkynið fært um að stjórna sér sjálft svo vel fari? Hefur djöflinum tekist að fá alla til að snúa baki við hinum sanna Guði?
Getur mannkynið stjórnað sér sjálft svo vel fari?
Um þúsundir ára hafa menn gert tilraunir með ýmiss konar stjórnarfar. Sagan hefur sýnt að mismunandi stjórnarfar hefur verið reynt, svo sem konungsstjórn, höfðingjaveldi, lýðveldi, einræði, fasismi og kommúnismi. En benda sífelldar tilraunir með mismunandi stjórnarfar ekki einmitt til þess að það sé ófullnægjandi?
„Rómverjar voru nálega áður en þá varði komnir út í stórfellda ríkisstjórnartilraun.“ skrifaði H.G. Wells í Veraldarsögu sinni sem kom út á ensku árið 1922. * Hann heldur áfram: „[Ríkið] var alltaf að breytast. Það náði aldrei neinu föstu formi. Tilraunin mistókst því að nokkru leyti. Að nokkru leyti er henni ekki lokið enn, og Evrópa og Ameríka eru enn í dag að reyna að leysa þær þrautir heimstjórnmálanna, sem Rómverjar urðu fyrstir að glíma við.“
Tilraunir með ýmiss konar stjórnarfar hafa haldið áfram allt fram á okkar daga. Lýðræði naut meiri vinsælda undir lok 20. aldarinnar en nokkru sinni fyrr. Fræðilega séð getur hver og einn haft áhrif á lýðræðið. En hefur lýðræðið sýnt að mannkynið geti farið með stjórn óháð Guði svo vel fari? Jawaharlal Nehru, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, sagði að lýðræði væri ágætt en bætti við: „Ég segi það vegna þess að aðrir stjórnarhættir eru verri.“ Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sagði: „Við getum staðfest að fulltrúalýðræði er í kreppu.“
Strax á fimmtu öld f.o.t. sá gríski heimspekingurinn Plató veikleika á lýðræðinu. Samkvæmt bókinni A History of Political Theory, réðst hann á „fáfræði og vangetu stjórnmálamanna sem er bölvun lýðræðisins.“
Nú á dögum kvarta margir stjórnmálamenn yfir því hversu erfitt sé að finna hæfileikaríka einstaklinga sem eru færir um að taka sæti í ríkisstjórnum. Fólki „gremst við leiðtoga sem virðast svo lítilvægir einmitt þegar þeir þurfa að greiða úr miklum vandamálum,“ segir í The Wall Street Journal. Og blaðið heldur áfram: „Fólk hefur andstyggð á ráðaleysi og spillingu þegar það væntir forystu.“Virðum nú fyrir okkur stjórn Salómons konungs í Ísrael til forna. Jehóva Guð veitti Salómon óvenjulega visku. (1. Konungabók 4:29-34) Hvernig farnaðist Ísraelsþjóðinni í 40 ára stjórnartíð Salómons? „Júda og Ísrael voru fjölmennir,“ svarar Biblían, „sem sandur á sjávarströndu, þeir átu og drukku og voru glaðir.“ Frásagan segir líka: „Júda og Ísrael bjuggu öruggir, hver maður undir sínu víntré og fíkjutré, frá Dan til Beerseba, alla ævi Salómons.“ (1. Konungabók 4:20, 25) Þjóðin naut óviðjafnanlegs stöðugleika og velmegunar undir stjórn viturs konungs, sýnilegs fulltrúa hins ósýnilega valdhafa alheimsins, Jehóva Guðs.
Það er reginmunur á stjórnarháttum Guðs og manna. Getur nokkur sagt með réttu að Satan hafi borið sigur úr býtum í deilunni um yfirráðin? Nei, því Jeremía spámaður sagði réttilega: „Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.“ — Jeremía 10:23.
Getur Satan snúið öllum gegn Guði?
Hefur Satan tekist að fá alla til að snúa baki við Guði, eins og hann hélt fram? Í 11. kafla Hebreabréfsins telur Páll postuli upp fjölda trúfastra karla og kvenna frá því fyrir daga kristninnar. Síðan segir hann: „Mig mundi skorta tíma, ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta, og af Davíð, Samúel og spámönnunum.“ (Hebreabréfið 11:32) Páll kallar þessa trúföstu þjóna Guðs einfaldlega „fjölda votta.“ (Hebreabréfið 12:1) Frumgríska orðið merkir „ský votta“ sem þýddi ekki einstakt, skýrt afmarkað ský með ákveðna lögun, heldur risastór formlaus skýjabakki. Það á vel við því að trúfastir þjónar Guðs hafa á liðnum öldum verið það margir að þeim má líkja við gríðarstóran skýjabakka. Já, frá alda öðli hafa ótal margir notfært sér frjálsan vilja sinn og kosið að sýna Jehóva Guði hollustu. — Jósúabók 24:15.
Hvernig standa málin núna? Vottum Jehóva hefur fjölgað um allan heim og þeir eru nú rösklega sex milljónir, þrátt fyrir hroðalegar ofsóknir og andstöðu sem þeir urðu fyrir á 20. öldinni. Auk þeirra sækja um
níu milljónir manna samkomur og af þeim hafa margir gert ráðstafanir til að öðlast náið, persónulegt samband við Guð.Besta svarið við staðhæfingu Satans um að hann geti fengið mennina til að snúa baki við Jehóva, kom frá syni Guðs sjálfum, Jesú Kristi. Óbærilegar þjáningar á kvalastaur gátu ekki einu sinni brotið ráðvendni hans á bak aftur. Þegar Jesús gaf upp andann kallaði hann: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!“ — Lúkas 23:46.
Satan notar allt sem hann mögulega getur — allt frá freistingum til beinna ofsókna — til að reyna að ná mönnum á sitt vald. Hann notar „fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti“ til að freista fólks og reynir ýmist að halda fólki frá Jehóva eða lokka það frá honum. (1. Jóhannesarbréf 2:16) Satan hefur líka „blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists.“ (2. Korintubréf 4:4) Og hann hikar ekki við að grípa til hótana eða notfæra sér ótta fólks til að ná fram markmiði sínu. — Postulasagan 5:40.
En djöfullinn getur ekki bugað fólk sem stendur með Guði. Það hefur kynnst Jehóva Guði og ‚elskar hann af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga.‘ (Matteus 22:37) Já, óhagganleg hollusta Jesú Krists og ótalmargra manna ber vott um gríðarlegan ósigur Satans djöfulsins.
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Halda menn áfram að gera stjórnarfarstilraunir um alla framtíð? Daníel spámaður boðaði: „En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“ (Daníel 2:44) Ríkið sem Guð himnanna stofnsetur er himnesk stjórn í höndum Jesú Krists. Það er ríkið sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um. (Matteus 6:9, 10) Þetta ríki útrýmir öllum ríkisstjórnum manna ‚í hinu komandi stríði á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘ og mun hafa áhrif út um alla jörðina. — Opinberunarbókin 16:14, 16.
Hvað bíður Satans? Biblían lýsir væntanlegum atburði þannig: „[Engill Jehóva] tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin.“ (Opinberunarbókin 20:1-3) Þúsund ára stjórn Jesú Krists hefst ekki fyrr en eftir að Satan verður varpað í undirdjúp athafnaleysis.
Jörðin verður þá unaðslegur staður. Illskan verður horfin ásamt þeim sem eiga sök á henni. Biblían lofar: „Illvirkjarnir verða afmáðir . . . en hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu.“ (Sálmur 37:9-11) Hvorki menn né dýr fá ógnað friði þeirra. (Jesaja 11:6-9) Milljónir manna verða reistar upp til lífs á ný og fá fræðslu frá Guði þó að þetta fólk hafi staðið með djöflinum í aldanna rás vegna vanþekkingar og af því að það hafði ekki tækifæri til að kynnast Jehóva. — Postulasagan 24:15.
Undir lok þúsundáraríkisins verður jörðin gerð að paradís, og mannkyninu lyft upp til fullkomleika. Þá verður Satan leystur „um stuttan tíma“ síðan verður honum eytt að eilífu ásamt öllum andstæðingum stjórnar Guðs. — Opinberunarbókin 20:3, 7-10.
Með hvorum ætlar þú að standa?
Satan olli gríðarlega miklu tjóni á jörðinni á tuttugustu öldinni. En það gefur ekki til kynna að hann hafi borið sigur úr býtum heldur er ástandið á jörðinni merki um að við lifum á hinum síðustu dögum þessa illa Matteus 24:3-14; Opinberunarbókin 6:1-8) Það er hvorki umfang illskunnar né afstaða fjöldans sem sker úr um það hver hefur vinninginn heldur ræðst það af því hver er hæfastur til að stjórna og því hvort nokkur hafi þjónað Guði af kærleika. Í báðum tilfellum er það Jehóva sem hefur vinninginn.
heimskerfis. (Hvers vegna leyfir Guð illskunni að viðgangast fyrst tíminn hefur leitt í ljós að Satan hefur haft rangt fyrir sér? Jehóva er langlyndur „þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.“ (2. Pétursbréf 3:9) Það er vilji Guðs að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tímóteusarbréf 2:4) Vonandi notar þú tímann, sem eftir er, til að kynna þér Biblíuna og til að læra að ‚þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem hann sendi, Jesú Krist.‘ (Jóhannes 17:3) Vottar Jehóva munu með ánægju aðstoða þig við að afla þér þekkingar svo að þú getir líka verið í hópi þeirra milljóna sem taka staðfasta afstöðu með sigurvegaranum.
[Neðanmáls]
^ gr. 8 Í íslenskri þýðingu Guðmundar Finnbogasonar. Reykjavík. 1938. Bókadeild Menningarsjóðs.
[Myndir á blaðsíðu 5]
Ráðvendni votta Jehóva hefur staðfest ósigur Satans.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Jehóva á sér marga dygga þjóna.