Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Var þetta öld Satans?

Var þetta öld Satans?

Var þetta öld Satans?

„ÞETTA var öld Satans þegar verst lét. Engin önnur öld hefur einkennst af öðrum eins morðhug og áfergju manna í að drepa milljónir annarra vegna kynþáttar þeirra, trúarbragða eða þjóðfélagsstéttar.“

Þessi ummæli birtust í leiðara The New York Times, 26. janúar 1995, í tilefni þess að 50 ár voru liðin síðan saklaus fórnarlömb nasista voru frelsuð úr útrýmingarbúðum. Sex milljónum Gyðinga var tortímt í Helförinni — þekktustu útrýmingarherferð sögunnar. Næstum þrjár milljónir Pólverja, sem voru ekki gyðingaættar, týndu lífi í hinni svokölluðu „gleymdu helför.“

„Áætlað hefur verið að 86 milljónir manna hafi fallið í styrjöldum á árunum 1900 til 1989,“ segir Jonathan Glover í bók sinni Humanity — A Moral History of the Twentieth Century. Hann bætir við: „Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim gífurlega fjölda sem beið bana í styrjöldum tuttugustu aldarinnar. Það er óraunhæft að reikna eitthvert meðaltal út frá tölu látinna, þar sem tveir af hverjum þremur (58 milljónir) féllu í heimsstyrjöldunum tveimur. En ef fjölda látinna væri deilt jafnt á allt tímabilið, hefðu um 2500 manns beðið bana af völdum styrjalda á hverjum degi. Það samsvarar rúmlega 100 manns á klukkustund, allan sólarhringinn í 90 ár.“

Því er engin furða að tuttugasta öldin sé kölluð ein blóðugasta öld mannkynssögunnar. Í bókinni Hope Against Hope, skrifar Nadezhda Mandelstam: „Við höfum séð illskuna fara með sigur af hólmi eftir að siðferðisgildi húmanismans hafa verið ófrægð og fótum troðin.“ Hefur hið illa þá sigrað í baráttu góðs og ills?

[Mynd credit line á blaðsíðu 3]

Ljósmynd: U.S. Department of Energy