Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er nóg að vera einlægur?

Er nóg að vera einlægur?

Er nóg að vera einlægur?

ER ÆSKILEGT að vera einlægur? Einlægni er það sama og heiðarleiki og hreinskilni, það að vera laus við yfirborðsmennsku og hræsni. Þessi eiginleiki stuðlar greinilega að góðu sambandi við aðra. Páll postuli hvatti: „Verið hlýðnir í öllu jarðneskum drottnum yðar, ekki með augnaþjónustu, eins og þeir er mönnum vilja þóknast, heldur í einlægni hjartans og í ótta Drottins.“ (Kólossubréfið 3:22) Væri ekki gott að hafa svona einlægan mann í vinnu hjá sér? Það er oft auðveldara fyrir einlægt fólk að fá vinnu og halda henni.

En einlægni er ekki síst æskileg vegna þess að hún styrkir samband okkar við Guð. Ísraelsmenn til forna nutu blessunar Guðs þegar þeir hlýddu lögmálinu og héldu hátíðirnar. Páll sagði við kristna menn í sambandi við hreinleika safnaðarins: „Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans [„einlægninnar,“ NW ] og sannleikans.“ (1. Korintubréf 5:8) Einlægni er ekki aðeins æskileg heldur einnig nauðsynleg til þess að tilbeiðsla okkar sé Guði velþóknanleg. En taktu eftir því að það er ekki nóg að vera bara einlægur. Það þarf líka að leita sannleikans.

Bæði smiðir og farþegar risaskipsins Titanic trúðu ef til vill einlæglega að skipið gæti ekki sokkið. En í fyrstu sjóferð sinni árið 1912 rakst skipið á borgarísjaka og 1517 manns fórust. Sumir Gyðingar á fyrstu öld trúðu kannski í einlægni að þeir tilbæðu Guð á réttan hátt en þeir voru ekki kostgæfir með réttum skilningi. (Rómverjabréfið 10:2) Ef við viljum njóta velþóknunar Guðs verður einlæg trú okkar að vera byggð á nákvæmum staðreyndum. Vottar Jehóva í þínu bæjarfélagi munu fúslega aðstoða þig við að rannsaka hvernig hægt sé að þjóna Guði í einlægni og sannleika.