Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvað er síðasta kvöldmáltíðin?

Hvað er síðasta kvöldmáltíðin?

Hvað er síðasta kvöldmáltíðin?

HVAÐ dettur þér í hug þegar þú heyrir minnst á „síðustu kvöldmáltíðina“? Mörgum verður hugsað til hinnar dáðu veggmyndar málarans Leonardos da Vincis í Mílanó (1452-1519). Síðasta kvöldmáltíðin hefur verið vinsælt viðfangsefni listmálara, rithöfunda og tónskálda um aldaraðir.

En hvað er síðasta kvöldmáltíðin og hvaða þýðingu hefur hún fyrir okkur sem lifum á 21. öld? Orða- og alfræðibækur upplýsa að síðasta kvöldmáltíðin, sem er einnig nefnd kvöldmáltíð Drottins, sé máltíðin sem Jesús Kristur neytti með postulum sínum kvöldið áður en hann dó. Þar sem þetta var síðasta kvöldmáltíð Jesú með trúum fylgjendum sínum er venja að kalla hana síðustu kvöldmáltíðina. Og þar sem Drottinn Jesús Kristur stofnaði til hennar sjálfur er viðeigandi að kalla hana kvöldmáltíð Drottins.

Í aldanna rás hafa margir fórnað lífinu fyrir málstað sem þeir töldu verðugt að deyja fyrir. Stöku sinnum reyndist það öðru fólki til hagsbóta um stundar sakir. En þó að það geti verið lofsvert að láta lífið í þágu verðugs málstaðar hefur dauði þessara manna hvergi nærri jafnmikla þýðingu og dauði Jesú Krists. Og aldrei í sögu mannkyns hefur dauði nokkurs manns haft eins mikla þýðingu og dauði Jesú. Hvers vegna?

Við hvetjum þig til að lesa greinina á eftir til að fá svar við því og til að kanna hvaða þýðingu kvöldmáltíð Drottins hefur fyrir þig.