Sýnið „hvers konar hógværð við alla menn“
Sýnið „hvers konar hógværð við alla menn“
„Minn þá á að vera . . . sanngjarnir og sýna hvers konar hógværð við alla menn.“ — TÍTUSARBRÉFIÐ 3:1, 2.
1. Hvers vegna er ekki alltaf auðvelt að sýna af sér hógværð?
„VERIÐ eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists,“ skrifaði Páll postuli. (1. Korintubréf 11:1) Allir þjónar Guðs leggja sig fram um að fara eftir hvatningu hans. Víst er það ekki auðvelt því að við höfum erft eigingirni og skapgerðareinkenni frá foreldrum mannkyns sem stinga í stúf við fordæmi Krists. (Rómverjabréfið 3:23; 7:21-25) En öll getum við sýnt af okkur hógværð ef við leggjum okkur fram. Viljastyrkur nægir þó ekki einn sér. Hvað annað er nauðsynlegt?
2. Hvernig getum við sýnt „hvers konar hógværð við alla menn“?
Títusarbréfið 3:2) Við skulum nú líta nánar á það hvernig við getum líkt eftir fordæmi Jesú og verið þeim sem við umgöngumst til ‚hvíldar.‘ — Matteus 11:29; Galatabréfið 5:22, 23.
2 Hógværð er hluti af ávexti anda Guðs. Þessi ávöxtur kemur því betur í ljós sem við leggjum okkur meira fram við að fylgja handleiðslu andans. Þá og því aðeins getum við sýnt „hvers konar hógværð við alla menn.“ (Í fjölskyldunni
3. Hvernig birtist andi heimsins innan veggja heimilisins?
3 Fjölskyldan er einn vettvangur þar sem hógværð er nauðsynleg. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að heilsu kvenna stafi meiri hætta af heimilisofbeldi en af umferðarslysum og malaríu samanlögðum. Svo tekið sé dæmi frá Lundúnum er fjórðungur allra ofbeldisglæpa, sem kærðir eru, framdir á heimilunum. Lögreglan hittir oft fyrir fólk sem gefur tilfinningunum útrás með „öskrum og svívirðingum.“ Og sum hjón leyfa „beiskju“ að hafa áhrif á samband sitt. Þetta er hryggileg spegilmynd af „anda heimsins“ og á alls ekki heima á kristnu heimili. — Efesusbréfið 4:31; 1. Korintubréf 2:12.
4. Hvaða áhrif getur hógværð haft á fjölskylduna?
4 Við þurfum anda Guðs til sporna gegn veraldlegum tilhneigingum. „Þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.“ (2. Korintubréf 3:17) Kærleikur, góðvild, sjálfstjórn og langlundargeð styrkir samband ófullkominna hjóna. (Efesusbréfið 5:33) Hógværð léttir andrúmsloftið og er kærkomin andstæða þeirra deilna og rifrilda sem valda miklum skaða á mörgum heimilum. Það skiptir miklu máli hvað maður segir en andinn að baki orðunum birtist í því hvernig það er sagt. Það dregur úr spennu að tala hógværlega um áhyggjur sínar og kvíða. Spekingurinn Salómon skrifaði: „Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.“ — Orðskviðirnir 15:1.
5. Hvernig getur hógværð haft góð áhrif á trúarlega skiptu heimili?
5 Hógværð er sérstaklega mikilvæg á trúarlega skiptu heimili og getur, samhliða góðum verkum, unnið þá sem eru ekki hlynntir trúnni til fylgis við Jehóva. Pétur ráðlagði kristnum eiginkonum: „[ Verið] undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar grandvöru og skírlífu hegðun. Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs.“ — 1. Pétursbréf 3:1-4.
6. Hvernig getur hógværð styrkt böndin milli foreldra og barna?
6 Samband foreldra og barna getur verið þvingað, einkum þar sem kærleikann til Jehóva vantar. En hógværð er nauðsynleg á öllum kristnum heimilum. Páll ráðlagði feðrum: „Reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.“ (Efesusbréfið 6:4) Þegar hógværð ríkir á heimilinu styrkir það böndin milli foreldra og barna. Dean átti fjögur systkini. Hann segir um föður sinn: „Pabbi var hógvær að eðlisfari. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma rifist við hann — ekki einu sinni meðan ég var unglingur. Hann var alltaf mildur, jafnvel þegar hann komst í uppnám. Stundum sendi hann mig inn í herbergi eða setti mig í eitthvert bann en við rifumst aldrei. Hann var ekki bara pabbi okkar heldur líka vinur og við vildum ekki valda honum vonbrigðum.“ Hógværð styrkir vissulega böndin milli foreldra og barna.
Í boðunarstarfinu
7, 8. Af hverju er hógværð mikilvæg í boðunarstarfinu?
7 Boðunarstarfið er annar vettvangur þar sem hógværð er mikilvæg. Við hittum alls konar fólk þegar við kynnum fagnaðarerindið um ríkið. Sumir hlusta fúslega á vonarboðskapinn sem við færum þeim en aðrir bregðast ókvæða við af ýmsum ástæðum. Þá skiptir miklu máli að vera hógvær því að það er mikil hjálp til að skila af okkur því verkefni að vitna til endimarka jarðar. — Postulasagan 1:8; 2. Tímóteusarbréf 4:5.
8 Pétur postuli skrifaði: „Helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er. En gjörið það með hógværð og virðingu.“ (1. Pétursbréf 3:15, 16) Kristur er fyrirmyndin í hjörtum okkar svo að við gætum þess að sýna bæði hógværð og virðingu þegar við vitnum fyrir fólki sem er hranalegt í viðmóti við okkur. Þessi framkoma skilar oft ótrúlegum árangri.
9, 10. Segðu frá dæmi um gildi hógværðar í boðunarstarfinu.
9 Keith hélt sig til hlés þegar bankað var á dyrnar og konan hans fór til dyra. Þegar konan heyrði að gesturinn væri vottur Jehóva sakaði hún vottana reiðilega um grimmd gagnvart börnum. Bróðirinn hélt ró sinni og svaraði hógværlega: „Mér þykir leitt að þér skuli finnast það. Má ég sýna þér hverju vottar
Jehóva trúa?“ Keith hafði hlustað á samtalið og kom nú í dyragættina til að binda enda á það.10 Hjónin sáu fljótlega eftir því að hafa verið svona hranaleg við gestinn. Hógvær framkoma hans hafði snortið þau. Þeim til undrunar birtist bróðirinn aftur viku seinna og þau hjónin leyfðu honum að greina frá biblíulegum forsendum trúar sinnar. „Næstu tvö árin hlustuðum við á fjölda annarra votta,“ sögðu þau síðar. Þau þáðu biblíunámskeið og létu að lokum skírast til tákns um að þau hefðu vígst Jehóva. Einkar ánægjulegt fyrir vottinn sem heimsótti þau fyrst! Hann hitti þau hjónin nokkrum árum síðar og uppgötvaði þá að þau voru orðin trúsystkini hans. Hógværð er áhrifarík.
11. Hvernig getur hógværð stuðlað að því að fólk taki við sannleikanum?
11 Harold hafði verið hermaður og reynslan hafði gert hann beiskan og efins um tilvist Guðs. Til að bæta gráu ofan á svart var hann varanlega fatlaður eftir umferðarslys sem ökumaður undir áhrifum áfengis hafði valdið. Þegar vottar Jehóva bönkuðu upp á hjá honum tilkynnti hann þeim að hann vildi ekki fá heimsóknir vottanna. En dag einn ætlaði vottur, sem heitir Bill, að heimsækja áhugasaman mann sem bjó aðeins tveim húsum frá Harold en bankaði óvart hjá Harold í staðinn. Harold staulaðist til dyra við tvo stafi og opnaði dyrnar. Þegar Bill sá að hann hafði farið húsavillt baðst hann afsökunar og útskýrði að hann hefði ætlað að fara í annað hús. En hvernig brást Harold við? Hann hafði nýverið séð sjónvarpsfrétt um það hvernig vottarnir unnu saman að því að reisa nýjan ríkissal á örskömmum tíma, og honum hafði fundist svo mikið til um það að sjá svona marga vinna saman sem einn maður að hann skipti um skoðun á vottunum. Jafnframt var hann snortinn af því hvernig Bill baðst innilega afsökunar og af hógværð hans og aðlaðandi framkomu svo að hann ákvað að þiggja heimsóknir vottanna. Hann kynnti sér Biblíuna, tók góðum framförum og lét skírast sem þjónn Jehóva.
Í söfnuðinum
12. Hvaða veraldlegt hátterni ætti að forðast í kristna söfnuðinum?
12 Kristni söfnuðurinn er þriðji vettvangurinn þar sem hógværð er mikils virði. Árekstrar eru algengir í þjóðfélagi nútímans. Deilur, rifrildi og karp eru daglegt brauð hjá þeim sem sjá lífið aðeins frá holdlegu sjónarmiði. Stöku sinnum nær veraldlegt háttalag af þessu tagi að síast inn í söfnuðinn og birtist í deilum og orðastælum. Það Galatabréfið 5:25, 26.
hryggir bræður í ábyrgðarstöðum að þurfa að taka á slíku. En kærleikurinn til Jehóva og bræðranna er þeim hvöt til að reyna að beina fólki frá villu síns vegar. —13, 14. Hvað getur hlotist af því að ‚aga hógværlega þá sem skipast í móti‘?
13 Páll og Tímóteus, félagi hans, urðu fyrir mótstöðu einstakra manna í kristna söfnuðinum á fyrstu öld. Páll hvatti félaga sinn til að gæta sín á bræðrum sem líktust kerum „til vanheiðurs.“ „Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði,“ sagði Páll, „heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum, hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti.“ Ef við varðveitum hógværðina þegar okkur er ögrað getur það fengið gagnrýnismenn til að endurskoða afstöðu sína. Jehóva gefur þeim svo kannski ‚sinnaskipti sem leiða þá til þekkingar á sannleikanum,‘ segir Páll í framhaldinu. (2. Tímóteusarbréf 2:20, 21, 24, 25, Biblían 1912) Við tökum eftir að Páll setur ljúflyndi og sjálfstjórn í samband við hógværð.
14 Páll breytti sjálfur eins og hann boðaði öðrum. Er hann átti í höggi við hina ‚stórmiklu postula‘ í söfnuðinum í Korintu sagði hann bræðrunum: „Nú áminni ég sjálfur, Páll, yður með hógværð og mildi Krists, ég, sem í návist yðar á að vera auðmjúkur, en fjarverandi djarfmáll við yður.“ (2. Korintubréf 10:1; 11:5) Páll líkti sannarlega eftir Kristi. Við tökum eftir að hann höfðaði til bræðranna „með hógværð“ Krists. Þannig forðaðist hann ofríki og ráðríki. Hvatning hans hefur eflaust höfðað til safnaðarmanna sem voru móttækilegir í hjarta sér. Hann dró úr spennu milli manna og lagði grunn að friði og einingu í söfnuðinum. Getum við ekki öll líkt eftir þessu? Öldungar þurfa sérstaklega að leggja sig fram um að líkja eftir Kristi og Páli.
15. Hvers vegna er mikilvægt að sá sem leiðbeinir öðrum sé hógvær?
15 En það er ekki eingöngu þegar friði og einingu safnaðarins er ógnað sem okkur er skylt að hjálpa öðrum. Bræðurnir þurfa að fá ástríka leiðsögn þó að engin sé spennan. „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann,“ hvatti Páll. En hvernig? „Með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka.“ (Galatabréfið 6:1) Það er ekki alltaf auðvelt að sýna „hógværð“ vegna þess að allir í söfnuðinum, einnig öldungarnir, hafa syndugar tilhneigingar. En ef sá sem leiðréttir er hógvær á hinn auðveldara með að leiðrétta sig.
16, 17. Hvað getur unnið gegn tregðu manna að fara eftir ráðleggingum?
16 Gríska sögnin, sem þýdd er ‚leiðrétta,‘ getur átt við það að setja saman brotið bein Orðskviðirnir 25:15.
og það getur verið býsna sársaukafullt. Læknir ræðir við sjúklinginn um nauðsyn þess að setja saman beinið og reynir að róa hann. Hann er rólegur í fasi og það hefur sefandi áhrif. Fáein valin orð í upphafi geta dregið aðeins úr óþægindunum. Eins getur andleg leiðrétting verið sársaukafull. En hógværðin gerir hana bærilegri, greiðir fyrir þægilegum samskiptum og stuðlar að því að hinn villuráfandi breyti um stefnu. Jafnvel þó að hann sé tregur í fyrstu til að fara eftir góðum, biblíulegum ráðum getur sá sem býður fram hjálp sína yfirunnið það með hógværðinni. —17 Þegar við hjálpum öðrum að leiðrétta sig er alltaf hætta á að litið sé á ráðleggingarnar sem gagnrýni. Höfundur skýringarrits orðar það þannig: „Hættan á óviðeigandi sjálfsfremd er mest þegar við áminnum aðra svo að hógværð er aldrei mikilvægari en þá.“ Kristnir ráðgjafar eiga auðveldara með að forðast þessa hættu ef þeir temja sér hógværð og mildi.
„Við alla menn“
18, 19. (a) Hvers vegna getur kristnum mönnum þótt erfitt að sýna hógværð í samskiptum við yfirvöld? (b) Hvað hjálpar kristnum manni að sýna valdamönnum hógværð og hvað getur hlotist af því?
18 Mörgum getur þótt erfitt að vera hógværir í samskiptum við veraldleg yfirvöld. Óneitanlega eru sumir valdamenn harðneskjulegir og hvassir í framkomu. (Prédikarinn 4:1; 8:9) Engu að síður viljum við sýna að við elskum Jehóva með því að virða yfirvöldin og sýna þeim þá skilyrtu undirgefni sem þeim ber. (Rómverjabréfið 13:1, 4; 1. Tímóteusarbréf 2:1, 2) Jafnvel ef það gerist að ráðamenn reyna að tálma okkur að tilbiðja Jehóva fyrir opnum tjöldum leitum við eftir sem áður færis að færa honum lofgerðarfórnir. — Hebreabréfið 13:15.
19 Við forðumst undir öllum kringumstæðum að sýna af okkur fjandskap og láta ófriðlega. Við reynum að vera sanngjörn án þess að hvika frá réttum meginreglum. Með þessum hætti tekst trúbræðrum okkar að stunda þjónustu sína í 234 löndum í heiminum. Við gerum eins og Páll hvetur til og erum ‚undirgefin höfðingjum og yfirvöldum, hlýðin og reiðubúin til sérhvers góðs verks, lastmælum engum, erum ódeilugjörn, sanngjörn og sýnum hvers konar hógværð við alla menn.‘ — Títusarbréfið 3:1, 2.
20. Hvaða laun bíða hógværra manna?
20 Hógværir menn eiga ríkulega blessun í vændum. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa,“ sagði Jesús. (Matteus 5:5) Með því að varðveita hógværðina tryggja andasmurðir bræður Krists hamingju sína og sérréttindin að fá að ráða yfir jarðneskum vettvangi Guðsríkis. Hinn ‚mikli múgur‘ ‚annarra sauða‘ heldur áfram að sýna hógværð og hann hlakkar til þess að fá að lifa að eilífu í paradís á jörð. (Opinberunarbókin 7:9; Jóhannes 10:16; Sálmur 37:11) Framtíðarhorfurnar eru unaðslegar. Við skulum því alltaf vera minnug þess sem Páll leiðbeindi kristnum mönnum í Efesus um: „Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni yður þess vegna um að hegða yður svo sem samboðið er þeirri köllun, sem þér hafið hlotið. Verið í hvívetna lítillátir og hógværir.“ — Efesusbréfið 4:1, 2.
Til upprifjunar
• Hvaða blessun fylgir því að sýna hógværð
• í fjölskyldunni?
• í boðunarstarfinu?
• í söfnuðinum?
• Hvað eiga hógværir menn í vændum?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 27]
Hógværð er sérstaklega mikilvæg á trúarlega skiptu heimili.
[Mynd á blaðsíðu 27]
Hógværð styrkir fjölskylduböndin.
[Mynd á blaðsíðu 29]
Verðu trúna með hógværð og virðingu.
[Mynd á blaðsíðu 30]
Með hógværðinni getur ráðgjafi hjálpað manni á villigötum.