Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Verður fátækt einhvern tíma útrýmt?

Verður fátækt einhvern tíma útrýmt?

Verður fátækt einhvern tíma útrýmt?

,TÁR hinna undirokuðu streyma, en enginn huggar þá. Af hendi kúgara sinna sæta þeir ofbeldi, en enginn huggar þá,‘ sagði hinn vitri Salómon Ísraelskonungur. (Prédikarinn 4:1) Margir þessara undirokuðu manna voru án efa einnig fátækir.

Tölur um fjárhag segja aðeins takmarkað um fátækt mannanna. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum í júní 2002 „er talið að árið 1998 hafi 1,2 milljarðar manna í heiminum lifað á tæplega einum dollara á dag . . . og 2,8 milljarðar hafi haft minna en tvo dollara til ráðstöfunar á dag.“ Nefnt var að þótt þessar tölur væru lægri en áður hefði verið talið „væru þær samt of háar og vitnuðu um þjáningar mannkynsins.“

Verður fátækt einhvern tíma útrýmt? Jesús Kristur sagði við lærisveina sína: „Fátæka hafið þér ætíð hjá yður.“ (Jóhannes 12:8) En átti Jesús við að fátækt og fylgifiskar hennar myndu ávallt fylgja mönnunum? Nei, þó svo að hann hafi ekki lofað fylgjendum sínum að þeir yrðu allir efnaðir var hann ekki að gefa í skyn að fátækir hefðu enga von.

Loforð manna um að útrýma fátækt hafa vissulega ekki ræst en Biblían fullvissar okkur engu að síður um að fátækt verði bráðlega liðin tíð. Og Jesús flutti „fátækum gleðilegan boðskap.“ (Lúkas 4:18) Í þessum gleðilega boðskap er meðal annars fólgið loforð um að fátækt verði útrýmt. Það gerist þegar Guðsríki lætur réttlætið ríkja á jörðinni.

Þá verður mikil breyting til batnaðar. Himneski konungurinn Jesús Kristur „aumkast yfir bágstadda og snauða, og fátækum hjálpar hann. Frá ofbeldi og ofríki leysir hann þá.“ — Sálmur 72:13, 14.

Míka 4:4 segir um þann tíma: „Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá. Því að munnur Drottins allsherjar hefir talað það.“ Guðsríki leysir öll vandamálin sem hrjá mannkynið og útrýmir meira að segja sjúkdómum og dauða. Guð „mun afmá dauðann að eilífu, og hinn alvaldi Drottinn mun þerra tárin af hverri ásjónu.“ — Jesaja 25:8.

Þú getur treyst þessum loforðum því að þau eru innblásin af Guði. Væri ekki áhugavert að skoða hvers vegna hægt sé að treysta biblíuspádómunum?

[Mynd credit line á blaðsíðu 32]

Mynd FAO/M. Marzot