Hvernig hafa sumir fengið svör?
Hvernig hafa sumir fengið svör?
MILLJÓNIR manna biðja til Guðs. Sumir eru fullvissir um að þeir fái bænheyrslu. Aðrir eru í vafa um hvort Guð heyri bænir þeirra. Enn aðrir leita svara en hafa ekki hugleitt að bera upp bón sína í bæn til Guðs.
Biblían segir að hinn sanni Guð ‚heyri bænir.‘ (Sálmur 65:3) Ef þú biður, ertu þá viss um að bænir þínar beinist til hins sanna Guðs? Eru bænir þínar þess eðlis að hann svari þeim?
Margir hafa svarað þessum spurningum játandi. Hvernig fengu þeir svör? Að hverju komust þeir?
Hver er Guð?
Kona, sem var skólakennari í Portúgal, hafði farið í kaþólskan skóla þegar hún var barn og var mjög einlæg og virk í trú sinni. En þegar kirkjan breytti og hvarf frá kenningum sem konan hafði lært að væru mikilvægar varð hún ráðvillt. Á ferðalögum sínum kynntist hún austurlenskum trúarbrögðum og fór að velta fyrir sér hvort til væri aðeins einn sannur Guð. Hvernig átti hún að bera sig að við tilbeiðslu sína? Þegar hún spurði prestinn sinn um biblíutengd mál varð hún fyrir vonbrigðum því að hann svaraði ekki spurningum hennar.
Kaþólska kirkjan hafði dreift bæklingi í heimabæ konunnar til að vara sóknarbörnin við því að tala við votta Jehóva. En spurningum hennar var enn ósvarað. Dag einn, þegar vottarnir bönkuðu upp á, hlustaði hún og sýndi áhuga á því sem hún heyrði. Þetta var í fyrsta sinn sem hún talaði við þá.
Til að fá svör við spurningum sínum fór konan að kynna sér Biblíuna með hjálp votta Jehóva. Í hverri viku var hún með langan lista af spurningum sem hún lagði fyrir vottana. Hún vildi fá að vita nafn Guðs, hvort til væri aðeins einn sannur Guð, hvort hann vildi að fólk notaði líkneski við tilbeiðsluna og margt fleira. Hún tók eftir því að öll svörin, sem hún fékk, voru byggð á Biblíunni en ekki persónulegum skoðunum og þess vegna var hún bæði undrandi og ánægð með það sem hún lærði. Jóhannes 4:23.
Smám saman fékk hún svör við öllum spurningum sínum. Núna tilbiður hún Guð í anda og sannleika eins og Jesús Kristur sagði að „hinir sönnu tilbiðjendur“ myndu gera. —Á Sri Lanka var fjölskylda sem las reglulega saman í Biblíunni en fékk ekki svör við mörgum spurningum sem henni fannst mikilvægar. Þótt fjölskyldan þyrfti aðstoð gat presturinn ekki hjálpað. Vottar Jehóva heimsóttu fjölskylduna og skildu eftir biblíutengd rit sem reyndust mjög gagnleg. Seinna, þegar vottar Jehóva gáfu fjölskyldunni fullnægjandi svör við biblíuspurningum hennar, þáði hún biblíunámskeið. Það sem fjölskyldan lærði á námskeiðinu vakti mikinn áhuga hjá henni.
En það sem eiginkonan hafði lært í kirkjunni þegar hún var barn kom í veg fyrir að hún gæti skilið að faðir Jesú Krists væri ‚hinn eini sanni Guð‘ eins og Jesús sagði sjálfur. (Jóhannes 17:1, 3) Henni hafði verið kennt að Jesús og faðirinn væru jafnir og að ekki mætti draga þennan „leyndardóm“ í efa. Í örvæntingu fór hún með einlæga bæn til Jehóva, notaði nafn hans og bað hann að sýna sér hver Jesús væri. Síðan fór hún aftur vandlega yfir ritningarstaðina sem fjölluðu um þetta efni. (Jóhannes 14:28; 17:21; 1. Korintubréf 8:5, 6) Það var eins og hulu hefði verið svipt frá augum hennar. Núna sá hún greinilega að Jehóva — skapari himins og jarðar og faðir Jesú Krists — er hinn sanni Guð. — Jesaja 42:8; Jeremía 10:10-12.
Af hverju þjáningar?
Maðurinn Job þurfti að þola mjög miklar þjáningar. Hann missti eigur sínar og börn hans dóu öll í óveðri. Hann fékk líka kvalafullan sjúkdóm og falskir vinir gerðu honum lífið leitt. Þegar allir þessir erfiðleikar voru í hámarki sagði hann ýmislegt vanhugsað. (Jobsbók 6:3) En Guð tók tillit til aðstæðna. (Jobsbók 35:15) Hann vissi hvað bjó í hjarta Jobs og gaf honum viðeigandi leiðbeiningar. Hann gerir það sama fyrir fólk nú á dögum.
Castro, sem býr í Mósambík, var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans dó. Hann var niðurbrotinn. „Af hverju þurfti hún að deyja og fara frá okkur?“ spurði hann. Þótt hann hefði verið alinn upp af guðhræddum foreldrum skildi hann þetta ekki. Hvað gat sefað huga hans og hjarta? Honum fannst hughreystandi að lesa í lítilli biblíu á síseva-máli og ræða við eldri bræður sína um það sem hann las.
Smám saman skildi Castro að móðir hans dó ekki vegna þess að Guð væri óréttlátur heldur vegna ófullkomleikans sem við höfum öll fengið í arf. (Rómverjabréfið 5:12; 6:23) Upprisuvon Biblíunnar huggaði hann því að hennar vegna gat hann treyst því að hann fengi að sjá móður sína á ný. (Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15) Því miður dó faðir hans aðeins fjórum árum seinna. En nú var auðveldara fyrir Castro að takast á við missinn. Núna elskar hann Jehóva og notar líf sitt trúfastlega í þjónustu hans. Gleðin sem hann hefur fundið er augljós öllum sem þekkja hann.
Margir sem hafa misst ástvini í dauðann finna huggun í sömu biblíusannindum og hughreystu Castro. En sumir hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika af völdum vondra manna. Þetta fólk spyr oft eins og Job: „Hvers vegna lifa hinir óguðlegu?“ (Jobsbók 21:7) Þegar fólk hlustar á það sem Guð segir í orði sínu lærir það að aðferð Guðs til að leysa málin er því í hag. — 2. Pétursbréf 3:9.
Barbara ólst upp í Bandaríkjunum. Þótt hún hafi ekki sjálf upplifað stríðshörmungar geisaði heimsstyrjöld á uppvaxtarárum hennar. Daglega bárust fréttir af stríðshörmungum. Ýmsir atburðir mannkynssögunnar ollu henni heilabrotum í skóla því að henni fannst þeir þróast á ófyrirsjáanlegan hátt. Hver var ástæðan? Stóð Guði á sama um allt sem var að gerast? Hún trúði á Guð en tilfinningar hennar í hans garð voru blendnar.
En viðhorf Barböru til lífsins breyttist smám saman þegar hún fór að umgangast votta Jehóva. Hún hlustaði á þá og kynnti sér
Biblíuna með þeirra hjálp. Hún fór á samkomur hjá þeim. Hún fór meira að segja á eitt af stóru mótunum sem þeir halda. Enn fremur tók hún eftir því að þegar hún spurði spurninga höfðu vottarnir ekki ólíkar skoðanir heldur voru þeir allir sammála af því að viðhorf þeirra voru byggð á Biblíunni.Vottarnir notuðu Biblíuna til að sýna henni að heimurinn er undir áhrifum Satans djöfulsins, höfðingja heimsins, og að heimurinn endurspegli anda hans. (Jóhannes 14:30; 2. Korintubréf 4:4; Efesusbréfið 2:1-3; 1. Jóhannesarbréf 5:19) Þeir útskýrðu að atburðir mannkynssögunnar, sem hún átti erfitt með að skilja, væru uppfylling á spádómum Biblíunnar. (Daníel, kaflar 2, 7 og 8) Guð getur séð framtíðina fyrir þegar hann kýs að gera það og hann var búinn að spá því að þessir atburðir myndu eiga sér stað. Guð kom því sumum þessara atburða af stað en öðrum leyfði hann einfaldlega að gerast. Vottarnir sýndu Barböru að Biblían segi líka fyrir góða og slæma atburði sem eigi sér stað nú á dögum og útskýrir þýðingu þeirra. (Matteus 24:3-14) Þeir sýndu henni loforð Biblíunnar um nýjan heim þar sem réttlæti mun ríkja og þjáningar heyra fortíðinni til. — 2. Pétursbréf 3:13; Opinberunarbókin 21:3, 4.
Smám saman fór Barbara að skilja að Jehóva Guð er ekki ábyrgur fyrir þjáningum manna þótt hann komi ekki í veg fyrir þær með því að neyða menn til að fara eftir boðum sínum ef þeir vilja það ekki. (5. Mósebók 30:19, 20) Guð hefur séð til þess að við getum lifað hamingjusöm að eilífu, en núna er hann að gefa okkur tækifæri til að sýna hvort við ætlum að lifa í samræmi við réttláta vegi hans. (Opinberunarbókin 14:6, 7) Barbara ákvað að læra hverjar kröfur Guðs eru og lifa í samræmi við þær. Hún sá líka að á meðal votta Jehóva er að finna þess konar kærleika sem Jesús sagði að myndi einkenna sanna fylgjendur hans. — Jóhannes 13:34, 35.
Þú getur líka notfært þér það sem hjálpaði henni.
Líf sem hefur tilgang
Sumum virðist ganga vel í lífinu en þeir leita samt svara við erfiðum spurningum. Matthew, ungur maður á Bretlandseyjum, hafði alltaf þráð að finna hinn sanna Guð og tilgang lífsins. Matthew missti föður sinn þegar hann var 17 ára. Seinna útskrifaðist Matthew úr tónlistarháskóla. Hann varð sér sífellt meðvitaðri um tilgangsleysi efnishyggjunnar sem hann lifði í. Hann flutti að heiman og fór til London þar sem hann stundaði næturklúbba, neytti eiturlyfja, kynnti sér stjörnuspeki, spíritisma, zenbúddatrú og aðra heimspeki. Allt þetta gerði hann í leit að ánægjulegu og innihaldsríku lífi. Í örvæntingu sinni hrópaði hann til Guðs og bað hann að hjálpa sér að finna sannleikann.
Tveimur dögum síðar hitti Matthew gamlan vin og rakti raunir sínar fyrir honum. Þessi maður hafði kynnt sér Biblíuna með aðstoð votta Jehóva. Þegar Mattew fékk að sjá 2. Tímóteusarbréf 3:1-5 var hann undrandi á því hve nákvæmlega Biblían lýsir heiminum sem við lifum í. Þegar hann las fjallræðuna snerti hún hjarta hans. (Matteus 5.-7. kafla) Í fyrstu hikaði hann því að hann hafði lesið neikvæða umfjöllun um votta Jehóva en að lokum ákvað hann að koma á samkomu í ríkissal í grenndinni.
Matthew leist vel á það sem hann heyrði og hóf að kynna sér Biblíuna með einum af öldungum safnaðarins. Hann gerði sér fljótlega grein fyrir því að þetta var það sem hann hafði verið að leita að, svarið við bæninni sem hann hafði beðið til Guðs. Hann fann hve gagnlegt það var að snúa baki við því sem Jehóva hefur vanþóknun á. Hann ræktaði með sér heilnæman guðsótta og það fékk hann til að laga líferni sitt að boðum Guðs. Hann lærði að slíkt líf hefur raunverulegan tilgang. — Prédikarinn 12:13.
Það var ekki fyrir fram ákveðið að Matthew eða aðrir sem talað var um í þessari grein fyndu ánægjulegt og innihaldsríkt líf. En þau lærðu samt að kærleiksríkur tilgangur Postulasagan 10:34, 35) Þessi tilgangur felur í sér eilíft líf í heimi sem er laus við stríð, sjúkdóma og hungur — jafnvel dauða. (Jesaja 2:4; 25:6-8; 33:24; Jóhannes 3:16) Getur þú hugsað þér slíkt líf? Ef svo er geturðu lært meira um það hvernig lifa má ánægjulegu og innihaldsríku lífi með því að mæta á samkomur í ríkissal Votta Jehóva þar sem fjallað er um biblíulegt efni. Þú ert hjartanlega velkominn.
Jehóva Guðs nær til allra sem kjósa fúslega að hlýða boðorðum hans. ([Mynd á blaðsíðu 7]
Biddu einlæglega til Guðs og notaðu einkanafn hans.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Kynntu þér Biblíuna með hjálp þeirra sem kenna í sannleika það sem hún segir.
[Myndir á blaðsíðu 7]
Komdu á samkomur í ríkissalnum.
[Mynd credit line á blaðsíðu 4]
Göngumaður: Chad Ehlers/Index Stock Photography.