Áhugaverð leiðarbók
Áhugaverð leiðarbók
LANDKÖNNUÐURINN Richard E. Byrd fór fimm leiðangra til Suðurskautslandsins á árunum 1928 til 1956. Hann og samstarfsmenn hans héldu nákvæmar dagbækur og leiðarbækur og þannig gátu þeir ákvarðað loftstrauma, teiknað kort og aflað umfangsmikilla upplýsinga um Suðurskautslandið.
Leiðangrar Byrds sýna fram á gildi þess að halda leiðarbækur. Leiðarbók er dagbók skips eða flugvélar þar sem færðar eru inn nákvæmar ferðaupplýsingar. Síðar meir er hægt að nota þessar upplýsingar til að skoða það sem fram fór eða rannsaka upplýsingar sem geta komið að gagni í síðari tíma ferðum.
Biblían hefur að geyma áhugaverða frásögn af flóðinu á dögum Nóa. Heimsflóðið stóð yfir í meira en ár. Nói, kona hans, þrír synir og konur þeirra bjuggu sig undir flóðið í 50 til 60 ár með því að smíða örk — ferlíki sem var 40.000 rúmmetrar að innanmáli. Hver var tilgangurinn með smíðinni? Að varðveita bæði menn og dýr meðan á flóðinu stæði. — 1. Mósebók 7:1-3.
Í 1. Mósebók er að finna það sem kalla mætti leiðarbók Nóa. Þar er skráð það sem gerðist frá því að flóðið hófst og þangað til Nói og fjölskylda hans stigu út úr örkinni. Hefur hún einhverja þýðingu fyrir okkur?