Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Milljónir verða viðstaddar — verður þú þar?

Milljónir verða viðstaddar — verður þú þar?

Milljónir verða viðstaddar — verður þú þar?

HVAR? Á landsmótinu „Gefið Guði dýrðina“ sem haldið verður í hundruðum borga um heim allan. Vottar Jehóva hafa undirbúið þriggja daga dagskrá til að hjálpa öllum sem elska Guð að heiðra hann með líferni sínu.

Á föstudeginum verður athyglinni beint að stefinu: „Verður ert þú, Drottinn vor, að fá dýrðina.“ (Opinberunarbókin 4:11) Í ræðu, sem nefnist „Sköpunarverkið vitnar um dýrð Guðs“, verður fjallað um það hvernig eiginleikar Jehóva eru ‚sýnilegir frá sköpun heimsins‘ og ‚verða skildir af verkum hans‘. (Rómverjabréfið 1:20) Í aðalræðunni „Dýrlegar spádómssýnir sem hvetja okkur“ verða mótsgestir hvattir til að hafa skýrt í huga þá þýðingarmiklu atburði sem spáð var í orði Guðs að myndu eiga sér stað á okkar dögum. „Spádómur Amosar á erindi til okkar“ nefnist þrískipt ræðusyrpa og leggur hún áherslu á hvernig aðvaranir spámannsins til forna eigi við okkar daga. Ræðan „‚Landið góða‘ — forsmekkur af paradís“ mun glöggva skilning okkar á landinu sem Jehóva gaf þjóð sinni til forna.

Stef laugardagsins er byggt á Sálmi 96:3: „Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna.“ Meðal annars verður flutt ræðusyrpa sem nefnist „Endurspeglum dýrð Jehóva“. Þessi ræðusyrpa er í þremur hlutum og beinir athyglinni að því hvernig við getum gert þjónustu okkar enn betri skil. Eftir ræðuna „Hataðir að ástæðulausu“ er flutt skírnarræðan sem er fastur liður á öllum mótum Votta Jehóva. Síðdegis verður flutt ræðan „Gættu þín á ‚raust ókunnugra‘“. Þar verður varað við ‚falskennendum‘ sem reyna að blekkja fólk Guðs með „uppspunnum orðum“. (2. Pétursbréf 2:1, 3) Lokaræða laugardagsins nefnist „Börnin eru dýrmæt gjöf“ og verður áreiðanlega mjög ánægjuleg bæði fyrir foreldra og börn.

Á sunnudeginum verður unnið út frá stefinu: „Gjörið það allt Guði til dýrðar.“ (1. Korintubréf 10:31) Ungt fólk er tekið tali í ræðunni „Ungt fólk sem lofar Jehóva“. Á árdegisdagskránni verður líka sýnt 45 mínútna leikrit sem nefnist „Vitnað af djörfung þrátt fyrir andstöðu“. Trúarbrögð ber oft á góma í fréttum en í opinbera fyrirlestrinum verður rætt um spurninguna: „Hverjir gefa Guði dýrðina?“ Mótinu lýkur með hvetjandi ræðu: „‚Berið mikinn ávöxt‘ Jehóva til dýrðar“.

Þetta eru aðeins dæmi um það efni sem fjallað verður um á landsmóti Votta Jehóva „Gefið Guði dýrðina“. Þú vilt án efa vera viðstaddur alla þrjá dagana. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 09:30 – 12:20 og 14:00 – 17:00. Laugardagur: 09:30 – 12:10 og 14:00 – 17:00. Sunnudagur: 09:30 – 12:15 og 13:40 –16:05. Mótið verður haldið í

Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi 8. – 10. ágúst 2003.