Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvað varð um þær?

Hvað varð um þær?

Hvað varð um þær?

Í BIBLÍUNNI eru nefndar borgirnar Nóf og Nó sem eru önnur heiti á Memfis og Þebu. Báðar voru höfuðborgir Egyptalands um tíma. Nóf (Memfis) stóð á vesturbakka Nílar 23 kílómetra fyrir sunnan Kaíró. Við upphaf 15. aldar f.o.t. fluttist stjórnarsetur Egyptalands frá Memfis til Nó (Þebu) en hún var um 500 kílómetra suður af Memfis. Mörg hof stóðu í Þebu. Eitt þeirra, sem talið er stærsta súlnabygging mannkynssögunnar, stóð þar sem nú heitir Karnak. Þeba og hofið í Karnak voru helguð Amón sem var aðalguð Egypta.

Hverju spáði Biblían um Memfis og Þebu? Guð kvað upp dóm yfir faraó og guðum Egyptalands, sérstaklega aðalguðinum ,Amón frá Þebu‘. (Jeremía 46:25, 26) Múgurinn, sem tilbað þar, átti að ,tortímast‘. (Esekíel 30:14, 15) Og það rættist. Það eina sem eftir er af Amónsdýrkun eru hofrústir. Nú standa bærinn Lúxor og allmörg smáþorp á rústum Þebu.

Lítið er eftir af Memfis annað en grafreitir. Biblíufræðingurinn Louis Golding segir: „Um aldaraðir notuðu Arabarnir, sem sigruðu Egypta, hinar miklu rústir Memfis sem námu þegar þeir byggðu höfuðborg sína [Kaíró] hinum megin árinnar. Arabarnir og Nílarfljótið hafa unnið svo vel saman að það stendur ekki steinn upp úr svartamoldinni á margra kílómetra breiðu svæði þar sem borgin stóð til forna.“ Eins og Biblían spáði varð Memfis „að auðn og . . . mannauð“. — Jeremía 46:19.

Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum um nákvæma spádóma Biblíunnar. Eyðing Þebu og Memfis gefur okkur góða ástæðu til að treysta spádómunum í Biblíunni sem enn eiga eftir að rætast. — Sálmur 37:10, 11, 29; Lúkas 23:43; Opinberunarbókin 21:3-5.

[Mynd credit line á blaðsíðu 32]

Myndi tekin með góðfúslegu leyfi British Museum.