Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

‚Spyrnir þú á móti broddunum?‘

‚Spyrnir þú á móti broddunum?‘

‚Spyrnir þú á móti broddunum?‘

Á BIBLÍUTÍMANUM voru notaðir broddstafir til að reka dráttardýr. Þetta voru langir stafir, yfirleitt með beittum járnbroddi. Ef dýrið þrjóskaðist við og spyrnti á móti broddstafnum olli það sjálfu sér bara meiri sársauka.

Hinn upprisni Jesús Kristur talaði um brodda þegar hann birtist manni sem hét Sál en hann var að fara að handtaka nokkra lærisveina Jesú. Sál sá blindandi ljósleiftur og heyrði Jesú segja: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Erfitt verður þér að spyrna móti broddunum.“ Sál var í rauninni að berjast gegn Guði þegar hann misþyrmdi kristnum mönnum og þannig tók hann stefnu sem gat aðeins skaðað hann sjálfan. — Postulasagan 26:14.

Gætum við líka óafvitandi verið að „spyrna móti broddunum“? Biblían líkir ‚orðum spekinganna‘ við brodda sem hvetja okkur til að taka rétta stefnu. (Prédikarinn 12:11) Innblásnar leiðbeiningar Biblíunnar geta hvatt okkur og leiðbeint í rétta átt — ef við leyfum þeim það. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Ef við streitumst á móti þeim kemur það okkur sjálfum í koll.

Sál tók orð Jesú til sín, breytti um stefnu í lífinu og varð hinn elskaði Páll postuli. Við hljótum líka eilífa blessun ef við fylgjum leiðbeiningum Guðs. — Orðskviðirnir 3:1-6.

[Mynd credit line á blaðsíðu 32]

L. Chapons/Illustrirte Familien-Bibel nach der deutschen Uebersetzung Dr. Martin Luthers