Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Heimur án glæpa fram undan

Heimur án glæpa fram undan

Heimur án glæpa fram undan

REYNDU að ímynda þér heim án glæpa. Þar væri engin þörf á fangelsum, löggæslu eða dýru og flóknu réttarkerfi og hver og einn myndi virða líf og eignir annarra. Er nokkur von um að svo verði? Já, því að Biblían lofar þessum undraverðu breytingum. Kynntu þér nánar það sem Biblían spáir um glæpi og illsku á jörðinni.

Í Sálmunum lesum við: „Ver eigi of bráður vegna illvirkjanna, öfunda eigi þá er ranglæti fremja, því að þeir fölna skjótt sem grasið, visna sem grænar jurtir. En hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu.“ (Sálmur 37:1, 2, 11) Enginn getur komið í veg fyrir að Guð uppfylli þetta hughreystandi loforð eða allt annað sem hann hefur lofað.

Guð notar ríki sitt til að veita mannkyninu þessa blessun. Jesús Kristur kenndi fylgjendum sínum að biðja í faðirvorinu að ríki Guðs kæmi og að vilji hans yrði gerður „svo á jörðu sem á himni“. (Matteus 6:9, 10) Undir stjórn þessa ríkis mun engum detta í hug að fremja glæpaverk sökum fátæktar, kúgunar eða eigingirni. Orð Guðs segir: „Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ (Sálmur 72:16) Já, Jehóva Guð mun veita öllum á jörðinni óþrjótandi blessanir. Og það sem meira er, samfélag manna verður grundvallað á kærleika til Guðs og náungans svo að glæpaverk munu ekki fyrirfinnast framar.