Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Verið velkomin á landsmótið „Göngum með Guði“

Verið velkomin á landsmótið „Göngum með Guði“

Verið velkomin á landsmótið „Göngum með Guði“

◼ Milljónir verða viðstaddar á hundruðum móta víðsvegar um heiminn.

Dagskráin hefst alla dagana með tónlist kl. 9:30. Stef föstudagsins er „Hér er vegurinn! Farið hann“. Eftir opnunarræðuna, sem nefnist „Jehóva kennir okkur vegi sína“, verða nokkrir boðberar teknir tali sem hafa gengið trúfastlega með Guði. Að loknum ræðunum „Reynið yður sjálfa“ og „Látum orð Guðs stýra skrefum okkar dag hvern“ verður stefræða mótsins flutt en hún nefnist „Gakktu með Guði á ólgutímum“.

Síðdegis á föstudeginum verður flutt ræðusyrpa í þremur hlutum sem nefnist „Spádómur Hósea hjálpar okkur að ganga með Guði“. Síðan verða fluttar ræðurnar „Skiljið ekki í sundur ‚það sem Guð hefur tengt saman‘“ og „Berum virðingu fyrir helgum samkomum“. Í lokaræðu dagsins, „Fagnaðarerindi fyrir fólk af öllum þjóðum“, verðum við svo hvött til að boða fólki af öllum málhópum fagnaðarerindið.

Stef laugardagsins er „Hafið nákvæma gát á hvernig þið breytið“. Í ræðusyrpunni þennan morgun verður rætt frekar um hvernig við getum náð til þeirra sem tala annað tungumál og hún nefnist „Tökum framförum í boðunarstarfinu“. Morgundagskránni lýkur svo með þýðingarmikilli ræðu sem ber stefið „Vertu samferða Jehóva“ og að henni lokinni geta þeir sem hæfir eru látið skírast.

Eftir hádegi á laugardeginum verða meðal annars fluttar ræðurnar „Verum ekki ‚neinum til ásteytingar‘ “ og „Heilnæm afþreying sem endurnærir“. Í kjölfarið fáum við að hlusta á hvetjandi viðtöl í ræðunum „Jehóva er hirðir okkar“, „Kaupið upp hentugan tíma“ og „Göngum í vaxandi ljósi“. Síðdegisdagskránni lýkur síðan með ræðu sem nefnist „Haltu vöku þinni — stund dómsins er komin“ og efni hennar er mjög umhugsunarvert.

Stef sunnudagsins er „Lifið í sannleikanum“ og áhersla er lögð á þetta stef í ræðunni „Unglingar — gangið á vegi réttvísinnar“. Síðan verður sviðsett leikrit sem fjallar um boðunarstarf Páls postula og boðskapur þess verður undirstrikaður í ræðunni sem fylgir í kjölfarið. Síðdegis er svo á dagskrá opinber fyrirlestur sem nefnist „Það er okkur til gæfu að ganga með Guði, nú og um eilífð“.

Þetta er aðeins dæmi um það efni sem fjallað verður um á landsmóti Votta Jehóva, „Göngum með Guði“. Þið viljið án efa vera viðstödd alla þrjá dagana. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 09.30 — 12:10 og 14:00 — 17:05. Laugardagur: 09:30 — 12:20 og 14:00 — 17:05. Sunnudagur: 09:30 — 12:15 og 13:40 — 16:05. Mótið verður haldið í

Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, 6.-8. ágúst 2004