Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Mikill vill meira

Mikill vill meira

Mikill vill meira

„Ef við viljum sífellt fá meira fáum við aldrei nóg.“ — Úr skýrslu frá Worldwatch Institute.

„HVAÐ viljum við fá? Allt. Hvenær viljum við fá það? Strax.“ Þessi slagorð voru vinsæl á meðal háskólanema á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þessum sömu orðum bregður kannski ekki lengur fyrir en viðhorfið er enn til staðar. Sífelld leit að meiru virðist vissulega setja svip sinn á nútímann.

Margir hafa haft söfnun auðs og eigna sem æðsta takmark í lífinu. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði eitt sinn: „Menn eru ekki lengur metnir eftir verkum sínum heldur eignum.“ Er eitthvað meira virði en eignir? Ef svo er, hvaða mikilvægu verðmæti eru það og hvaða hagsbót fylgir þeim?